Skutull

Árgangur

Skutull - 24.12.1956, Blaðsíða 6

Skutull - 24.12.1956, Blaðsíða 6
6 S K U T U L L litlu stúlk ututal Ég hafði nýlokið læknisprófi. Ég var skynsemistrúarmaður af lífi og sál. Læknisfræðin hafði náð tökum á mér og ég taldi það mest um vert að geta hjálpað þeim, sem bágt ættu og læknað hina sjúku. Skömmu eftir að ég hafði lokið læknisprófinu, veiktist ég af ill- kynjuðum og sóttnæmum háls- sjúkdómi. Læknirinn, sem til mín var sóttur, mælti svo fyrir, að ég skyldi fiuttur í sjúkrahús tafar- laust. Og í sjúkrahúsinu gerðist sagan, sesm ég ætla nú að segja ykkur. Ég varð aldrei þungt haldinn af sjúkdómi mínum og var því glað- ur og kátur þann tíma, sem ég dvaidi þar. Ég aðstoðaði því ötul- lega við aðhlynningu sjúklinganna, strax og mér varð farið að batna. Kvöld eitt var komið með sjúkl- ing og það var eitthvað alvarlegt, sem að honum gekk, því hann var látinn vera einn sér. Vökukonan hafði ákaflega mikið að gera, og bauðst ég þá til að vaka yfir þess- um fárveika sjúklingi fyrri hluta næturinnar. Sjúkrastofan var dimm og drungaleg. Hún líktist mest fanga- klefa, var með grámáluðum veggj- um, eyðilegum og nöktum. Á veggjunum hékk aðeins svart og Ijótt spjald þar sem nafn sjúkl- ingsins var skrifað á. Þama lá sjúklingurinn. Það var lítil og veikbyggð stúlka, á að gizka fimm ára að aldri. Hún var alein og yfirgefin, hvorki pabbi hennar eða mamma var þarna til þess að vaka yfir henni. Aumingja litla telpan! Ég sé hana enn fyrir hugskotssjónum mínum. Hún var undur falleg, hárið var dökkbrúnt og bylgjaðist um drifhvítan svæf- ilinn og myndaði fagra umgjörð um andlitið, sem var náfölt og tek- ið, en ósegjanlega fagurt. Allur var svipur litlu stúlkunn- ar hinn fegursti, blíður og sakleys- islegur og andlitsdrættirnir fram- úrskarandi fagrir og samsvöruðu sér svo vel, að hún hefði verið á- kjósanlegasta fyrirmynd mikilla listamanna, sem mála vildu engil. Litla stúlkan hafði háan sótt- hita. Hún bylti sér fram og aftur í rúminu og tautaði í sífellu eitt- hvað fyrir munni sér, sem ég greindi ekki. Andardrátturinn var þungur, sár og slitróttur. Af og til rak hún upp sársaukastunu, en þó ekki hátt, að öðru leyti var dauðaþögn í sjúkrastofunni. Ég sat fyrir framan rúmið henn- ar. Mér leið mjög illa. Hálfdimmt var í herberginu, þó logaði þar dauf ljóstýra, sem kastaði daufum bjarma á gólfið og veggina og rúm litlu stúlkunnar. Andrúms- loftið var svæfandi þungt og slæmt. Þegar nokkuð var liðið á nótt- ina reis litla stúlkan skyndilega upp í rúminu og sagði: „Ert það þú, pabbi minn?“ „Nei“, svaraði ég, „hann pabbi þinn er farinn heim, og hann kemur aftur á morgun.“ „Já, það er alveg satt, hann fór. — Já, hann iór líka,“ sagði hún kjökrandi. „Þegar hann fór, sagði hann mér, að ég mundi bráðum deyja og bað mig um að skila kveðju til hennar mömmu minn- ar.“ „Hvar er mamma þín?“, spurði ég. „1 himnaríki hjá honum Guði“, svaraði litla stúlkan og leit á mig stórum, bláum bamsaugum og var eins og hún furðaði sig á því, að ég skyldi ekki vita þetta. „Ert þú ekki hrædd við að deyja?“, spurði ég. „Hrædd við að deyja, hvemig ætti ég að vera hrædd við að deyja og komast til hennar mömmu minnar og Guðs og allra fallegu englanna?“ svar- aði hún. „En hvernig getur þú vitað og verið viss um að þú komir til þeirra?“ „Hann pabbi minn hefir sagt mér það“, svaraði hún. Að því mæltu bað hún mig um að gefa sér að drekka og lagðist síðan aftur róleg á koddann. Ég settist niður fyrir framan rúm- stokkinn hennar og fór að hug- leiða það, sem hún hafði sagt við mig. Ég varð gagntekinn af því trún- aöartrausti, þeirri ró og vissu, sem ljómaði úr augum litlu stúlkunnar, þegar hún var að tala um hana mömmu sína, guð og alla fallegu englana. Þetta var svo barnslega saklaust og einlæglt, og síðustu orð hennar: „hann pabbi hefir sagt mér það“, hljómuðu stöðugt fyrir eyrum mínum. Skömmu síðar reis hún upp aft- ur, leit óttaslegin og óróleg í kring- um sig og spurði mig, hvort það væri nótt. „Já, það er langt liðið á nóttina“, sagði ég. „ó, ég hefi þá alveg gleymt að lesa kvöldbæn- ina mína“, sagði litla stúlkan. „Viltu gera svo vel að hjálpa mér með hana, ég kann hana ekki al- veg utan að hjálparlaust?“. „Hvaða bæn er það, sem þú ert llllllllllilllllllllillllllllllllllllilllllillllllllllllllllllillllflllillilllllillllllllllllllllHllllllllililllllllllilllllllllllllillllllilllIIIIIIIIIIHIKI Heð FðXUNUM frá útnesjum til útlanda IIIIIIIIIIIIIIIMIIIIIIIIIIIIINIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIUIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIII vön að lesa, barnið gott“, spurði ég. „Faðir vor“, svaraði hún. Ég sat þögull fáein augnablik. ósk hennar kom mér svo á óvart, og orð hennar voru svo innileg og bamsleg, að þau hlutu að snerta hvert einasta hjarta, jafnvel þótt það væri úr steini. í huga mínum börðust gagnstæðar tilfinningar, ég skammaðist mín gagnvart litlu stúlkunni, því ég var satt að segja ekki öruggur um að kunna „Faðir vorið“ svo vel, að ég gæti hjálpað öðrum með það. Ég hafði ekki haft það yfir í mörg, mörg ár. „Viltu gjöra svo vel og hjálpa mér“, endurtók hún. Hún sat uppi og spennti greipar og auðséð var, að henni var það mikið áhugamál, að ég yrði við ósk hennar. Það var eins og henni virtist allt undir því komið, og ég gat ómögulega neitað henni um þetta. Eins og ósjálfrátt laut ég niður að henni og byrjaði: „Faðir vor, þú sem ert á himn- um---------------“ Hún endurtók orð mín með barnslegri viðkvæmni, þangað til bæninni var lokið. Þá vafði hún mig örmum, kyssti mig á kinnina og sagði lágri röddu: „Þakka þér fyrir, það er alveg eins og þegar pabbi minn las bænina fyrir mig á kvöldin heima. Góða nótt“. Að því búnu lagðist hún út af og sofnaði vært. Ég stóð lengi fyrir framan rúm- ið hennar og horfði á hið fagra og sakleysislega barnsandlit og hugs- aði með sjálfum mér, að svona hefði ég einnig verið, þegar ég var lítill drengur og pabbi minn og mamma báðu fyrir mér. Þá hafði ég kysst þau og boðið þeim góða nótt á sama hátt og þessi litla stúlka hafði gert við mig. Ég fyrirverð mig ekki fyrir að viður- kenna, að tár hrundu af hvörmum mínum, þegar ég hugsaði um þetta. Hjúkfunarkona kom inn og fór ég þá að hátta, og nú las ég „Fað- ir vor“ aftur. Daginn eftir var mér tíðhugsað um það, sem komið hafði fyrir um nóttina, og mér lá við að brosa að því, hvað tilfinningarnar náðu þá miklum tökum á mér, skynsemis- trúarmanninum. En svo var það nótt eina, rétt áður en ég fór af sjúkrahúsinu, að ég lá í rúmi mínu um kl. 2. Þá heyri ég allt í einu, að það er greinilega barið að dyrum hjá mér. Ég reis óðar upp og varð glaðvak- andi og leit fram að dyrunum og hlustaði. Ég hélt að þetta væri vökukonan. En ég heyrði ekkert frekar eða sá, en næsta dag fékk ég að vita, að þetta var ekki vöku- konan. Ég fór nú að hugsa um litlu stúlkuna, sem ég hafði vakað yfir,

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.