Skutull

Árgangur

Skutull - 24.12.1956, Blaðsíða 8

Skutull - 24.12.1956, Blaðsíða 8
8 S K U T U L L 7h. gi imsou: BROT ÚR r Ég hefi nú í köílunum hér að framan reynt að gera grein fyrir einstökum þáttum þeirrar lífsskoð- unar, sem ég hefi tileinkað mér á þeim 70 árum, sem ég hefi lifað, og nú er ég kominn að því tak- marki þessarar frásagnar, sem áð- ur var getið, sem sé sanna, að lífs- skoðun mín er hentugri, og skapar meiri hamingju bæði fyrir sjálfan mig og aðra, heldur en ríkjandi lífsskoðun nútímans. Samkvæmt minni lífsskoðun er ekkert til, sem kallast glæpir, held- ur aðeins fákunnátta og vanþroski. Sérhverju þroskastigi tilheyrir viss þekking, og samfélagið getur aðeins lifað og starfað út frá þess- ari þekkingu, og sérhvert tímabil sögunnar hefir sinn sérstaka skiln- ing á siðgæði. Lífsskoðun mann- kynsins, sem það nú stendur á, er þessvegna alveg rétt og eðlilegt, því það leiðir af líkum, að menn- irnir spilla lífi sínu með háttemi nútímans og skapa sjálfum sér svo margvíslegar þrautir og bitra reynslu, að sálarlíf þeirra lærir af því og þróast inn á betri brautir til orðs og æðis á ný. Maðurinn hefir enn þá ekki skil- ið þá staðreynd, að hin eina og sanna gleði er að gleðja aðra, og að þetta er grundvallarreglan í sjálfri algæzkunni. Þetta er hægt að framkvæma með því að lifa samkvæmt þeim skilningi, að viij- ir þú vera sjálfum þér til gagns og gleði, þá skalt þú gera eitthvað, sem getur orðið öðrum til raun- verulegs gagns og gleði. Það hljómar e. t. v. undarlega, en er þó engu síður rétt, að með því móti vinnur maður mest á fyrir sjálfan sig. Þegar maðurinn hefir lært að þekkja sjálfan sig, gegnum þraut- ir og lífsreynslu, þá verður hann þess smátt og smátt vísari, að unnt er að lifa lífinu takmarkalaust með hluttekningu í lífi annarra manna. Þannig læra mennirnir að elska hvorir aðra, og nefnist það al- gæzka, en jafnvel þótt einstakir menn hafi öðlazt þann skilning, að þetta er miklu betri og háleitari tilvera fyrir þá sjálfa, eru þeir þó tilneyddir að vera eigingjamir upp að vissu marki, meðan þeir lifa í eigingjömum heimi. Heimurinn í dag neyðir menn til eigingirni, og þá erum við komnir að kjama málsins, og takmarki þessarar frásagnar, en það er að gera greinarmun á óraunsærri og raunsærri eigin- gimi (egoisme): Það er fullkomlega óraunsætt og skaðlegt fyrir hvem og einn að vera óvingjarnlegur, þyrrk- ingslegur, umtalsillur um aðra, og tregur til hjálpar öðmm, þeg- ar hægt er að gera hið gagnstæða án þess að skaða sjálfan sig. Það er raunsæ „eigingimi" að vera vingjamlegur, hjálpfús og reyna að skilja galla annarra og lýsa aðallega betri hliðum náimgans, og svo þar að auki að láta þjóð- félaginu í té það af afkastagetu, sem maður ekki þarf nauðsynlega fyrir sjálfan sig til að framfleyta og þá um leið fyrir sjálfan sig. Mönnum er það áskapað, að mikla galla annarra, án þess að beina um leið athyglinni að kost- um náungans, og án þess að hugsa um galla sjálfra sín — þeir eru oftast bhndir á þá. Lífsvizka er aftur á móti hlífð- arlaus sjálfsrannsókn. Þegar ég sé galla hjá öðrum, get ég venjulega fundið sama galla í meiri eða minni mæli hjá sjálfum mér, og gallar annarra vekja þessvegna M. Simson, Ijósmynd- ari, hefir últ viS- buróarika æfi, sem sveiladrengur, trúóur Ijósmyndari, garS- yrkjumaður og Jms- undjyjalasmi'öur. En siSari árin liefir liann einkum helgaó sig ( skógrækt og andleg- um iðkunum. Hefir hann kafaS djúpt í lífspeki Marlinusar hins danska, og setl fram hugsanir sínar um lífiS og tilveruna í bókarformi. Nú er hann aS sernja æfi- sögu sína, og fara hér á eflir brot úr henni. Hans reynsla er sú, að hin eina og sanna gleði, sé að gleðja aðra. Á þann hátt einan verði menn hamingjusamir. lífin og getur því verið án. Allir vilja lífsins njóta, hver á sinn hátt samkvæmt lífsskoðun sinni. Ef þú lifir á óraunsæjan hátt, eyðileggur þú líf þitt og skap- ar þrautir, bæði fyrir sjálfan þig og aðra, ef þú aftur á móti lifir raunsætt, þá ertu að byggja upp, skapa gleði og hamingju. I köfl- unum hér að framan hefi ég reynt að gera grein fyrir þeirri stað- reynd, að hver og einn lifir lífi sínu á eins sannan og réttan hátt, og hann bezt getur. Það, í hversu ríkum mæli menn njóta lífsins, veltur því á, hversu mikla þekk- ingu þeir hafa á lögmálum lífs- ins, og þar eð þessi þekking nær enn þá mjög skammt, er og raun- ar eðlilegt að allir eigi í stríði við alla. Það er staðreynd, að fullkomn- asti eiginleiki mannsins er hæfi- leikinn til að gera lífið erfitt og þrautafullt fyrir meðbræður sína, hjá mér meðaumkvun, og þaimig hefir það með tímanum orðið vani minn að meta mest hinar góðu hliðar náungans. Þess vegna finnst mér flest fólk vera gott fólk. Þess vegna finnst mér ég alltaf vera hjá góðu, vingjarn- legu og hjálpfúsu fólki, og af því hefi ég sjálfur gleði. Sá sterkasti eðlisþáttur í fari okkar, að benda á ókosti annarra, en þegja um kosti þeirra, er hin raunverulega undirrót illskunnar. Hann er djöfullinn í manninum, og slúðrið um náungann hefir valdið ótölulegum aragrúa sálarkvala, hefir eyðilagt lífshamingju og valdið illum örlögum. Það er eins- konar útrás fyrir innibyrgða vonzku mannsins, eða dýrslegar hvatir, og það er eitraðasta niður- rifs- og eyðileggingar pestarkýli andans, sem til er á líkamsbygg- ingu þjóðfélagsins. Þetta eitur er í mínu eigin blóði, og ég á í stöð- ugu stríði gegn því. Rógurinn er aðeins skilnings- skortur eða ófullkomin þekking, og ég endurtek, að maður skilur aðra menn aðeins að sama marki, sem maður skilur sjálfan sig. Við getum þessvegna aðeins dæmt út frá hugsanagangi okkar sjálfra, og dæmum því sjálfa okk- ur, þegar við höldum, að við séum að dæina aðra. Enginn tapar þessa heims gæð- um á því að vera vingjamlegur, hjálpsamur og greiðvikinn við aðra, og með því að halda aðeins frarn kostum meðbræðra sinna, leggur hver og einn ómetanlegt lóð á vogarskálina fyrir mannlega hamingju, gleði og blessun, bæði sjálfum sér til handa og öðrum. Með því, sem ég kalla „raunsæa eigingirni“, hefi ég áunnið mér þakklæti meðborgara minna, enda þótt ég sjálfur hafi miklu meiri ástæðu til að vera meðborgurum mínum þakklátur. Þeir hafa sýnt mér vinsemd og skilning, og veitt mér hjálp til þess að ég gæti unn- ið við það, sem er uppfylling lífs míns. Hugsið ykkur að allir væri öðr- um þakklátir. Þá mundi öll ringul- reið nútímans, vægðarleysi og stríð hætta að vera til. Ég enda þetta með því að endurtaka þakk- arávarp mitt eftir 70 ára afmælið. Ég vil hér með tjá innilegar þakkir mínar öllum vinum mínum og velunnurum, fjær og nær, sem sýndu mér hlýhug og glöddu mig á sjötugsafmæli mínu 9. þ. m. Nöfnin eru of mörg, til þess að hægt sé að telja þau upp hér. Bæjarstjórn Isafjarðar vil ég þakka sérstaklega fyrir heiðurs- skjal það, sem hún og bæjarstjóri færðu mér þennan dag ásamt hlýj- um óskum og viðurkenningarorð- um. Ég vil leyfa mér að benda á það í þessu sambandi, að þetta er sama bæjarstjórnin, sem varð fyrst til þess allra sveitastjórna á landinu að veita skógræktinni verulegan og varanlegan stuðning á þann hátt, sem kom sér bezt og verða má að mestum notum. Þá vil ég þakka hjartanlega þeim fjölmörgu ísfirðingum, sem að tilhlutan stjórnar Skógræktar- félagsins sendu mér myndarlega peningagjöf. Slíkt kemur sér vel, þegar ellin er að gera mér ókleyft að vinna lengur þau störf, sem ég hef lifað af síðustu áratugina. Ég hef margt að þakka Isfirð- ingum fyrir þá fjóra áratugi, sem ég hef átt hér heima, en þakklát- astur er ég þó fyrir þann skilning, sem bæði bæjarstjórn og fjöl-

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.