Skutull

Árgangur

Skutull - 24.12.1960, Blaðsíða 7

Skutull - 24.12.1960, Blaðsíða 7
SKUTULL 7 r Fulton Oursler: Bláa hálsfestin I3aginn, sem Jane litla Grace kom inn í skrautgripaverzlun Pét- urs Rachards, var hann einmana- legasti maður veraldarinnar. Kannski lásuð þið um þetta leyti frásagnir í blöðunum af þvi sem fyrir kom, en þar stóð nú ekki mikið, — og mín skoðun er sú, að sagan, sem síðar gerðist, sé bæði of fögur og lærdómsrík til þess, að hún sé ekki öll sögð. Verzlun Péturs hafði einnig ver- ið í eigu pabba hans og föðurafa. Litli sýningarglugginn var yfir- fullur af gömlum munum og grip- um: armbönd, skrautnælur, af þeirri gerð, sem helzt var í tízku fyrir hundrað árum, gullhringir, silfurbaukar, litlar postulínsmynd- ir og ótal gripir úr fílabeini og jadesteini. Síðdegis á nöprum vetrardegi stóð lítil telpa við gluggann og þrýsti andlitinu leitandi og rann- sakandi af einum muninum á ann- an, eins og hún væri að leita að einhverju ákveðnu. Að síðustu rétti hún úr sér, og glöð í bragði gekk hún inn í búðina. Þegar inn var komið í hálfdimm og þröng húsakynni verzlunarinn- ar sást, að þar var enn sundurleit- ara vörusafn en í sýningarglugg- anum. Hiilurnar voru yfirfullar af skartgripaskrínum, gömlum ein- vígis- skammbyssum, úrum og lömpum, og gólfið var þakið eir- kötlum, mandólínum og allskonar hlutum, sem enginn vissi deili á annar en Pétur. Hann var í hæsta lagi þrítugur að aldri, en hár hans var mjög farið að grána. Þegar hann leit á litlu telpuna var óendanleg hryggð í augum hans. „Ég vil gjarnan fá að skoða bláu perlufestina, sem er þama í glugg- anum“, sagði telpan. Pétur dró gluggatjaldið til hlið- iar og náði í hálsfestina. Hinir skæru, bláu steinar virtust ljóma enn sterkara í bleikum höndum hans, er hann lagði dýrgripinn fyr- ir framan telpuna. „Hún er voða falleg“, sagði hún eins og við sjálfa sig. „Viljið þér pakka hana fallega inn fyrir mig?“ Pétur leit á hana svipbrigða- laust. „Ætlar þú að gefa einhverjum hana?“, spurði hann. „Já, stóra systir mín á að fá hana í jólagjöf. Það er hún, sem hefir annast mig síðan mamma mín dó, og þetta eru fyrstu jólin, sem mamma er ekki hjá okkur. Ég er búin að fara víða og skoða í voða marga búðarglugga til þess að finna einhverja reglulega fall- ega jólagjöf fyrir systur mína.“ „Hvað átt þú mikla peninga?" spurði Pétur varfærnislega. Hún leysti hnút, sem bundinn var á vasaklútinn hennar, og lagði innihaldið á búðai’borðið. Það voru nokkrir smápeningar. „Ég tæmdi alveg sparibaukinn minn,“ sagði hún hreykin. Pétur Richard leit hugsandi á hana. Síðan tók hann hálsfestina og gætti þess vandlega, að hún sæi ekki verðmiðann. Hvað átti hann að segja við hana? Einlægn- in og traustið, sem ljómaði úr aug- um hennar, vakti daprar og sárar minningar í huga hans. „Bíddu andartak," sagði hann og snéri sér frá henni. Hann leit um öxl til hennar og spurði: „Hvað heitir þú?“ En á meðan voru ekki hendur hans iðjulausar. „Ég heiti Jane Grace,“ svaraði hún. Er Pétur snéri sér aftur að Jane þá hélt hann á fallegum rauð- um pakka, sem grænn silkiborði var bundinn utan um. „Gerðu svo vel,“ sagði hann stuttlega. „Gættu þess vel að týna þessu ekki á heimleiðinni." Hún brosti glaðlega til hans, er hún skauzt út úr dyrunum. Gegn- um gluggann fylgdi hann henni eftir með augunum, og einmana- kenndin greip hann heljartökum. Það var eitthvað það við Jane og „perlufestina hennar“, sem hafði ýft upp sársaukann C hjarta hans, gamlan sársauka, er hann hafði árangurslaust reynt að grafa og gleyma. Hár hennar, gullið eins og fullþroska hveiti, augun hennar voru blá eins og hafið, — og einu sinni, fyrir ekki ýkjalöngu síðan, hafði Pétur elskað unga stúlku með gullið hár og djúpblá augu. Og henni var bláa hálsfestin ein- mitt ætluð. En þá kom þetta hi’æðilega kvöld. Það var dynjandi rigning, og þau fóru í stutta gönguferð. Vörubifreiðin nálgaðist skyndi lega, hemlaði, en rann áfram, — og þegar unga stúlkan var tekin undan bifreiðinni voru allar fram- tíðai’vonir Péturs Richards hrund- ar til grunna. Síðan hafði sorgin búið í hjarta hans, yfirþyrmandi og óbærileg. Að deginum til leið honum bet- ur, — hann var tilneyddur að sinna verzluninni, en strax að kvöldinu varð hugarheimur hans líkastur endalausri eyðimörk. Hann reyndi að gleyma, en sífellt gróf sársaukinn sig dýpra og dýpra í hugskot hans, og smá sam- an sökkti hann sér niður í botn- laust djúp sjálfsmeðaumkunar. En þegar bláu augun hennar Jane litlu horfðu á hann, sá hann allt í einu ástmey sína Ijóslifandi fyrir sér, og sársaukinn varð nærri óbærilegur. Hann tók það nærri sér að sinna viöskiptamönnunum, sem komu til hans til að kaupa jólagjafir. f mörgu var að snúast næstu tíu dagana, málgefnar konur streymdu í verzlunir.a, skoðuðu og handléku vönimar og þrefuðu um verðið. Á aðfangadag, þegar síðasti við- skiptamaðurinn loksins fór úr búð- inni, andaði hann léttara, — nú var þessi þrautin yfirstigin, þetta árið að minnsta kosti. En Pétur Richard hafði ekki rétt fyrir sér í þessu efni. Það var alls ekki allt búið. Dyrnar opnuðust, og ung stúlka gekk hratt inn. Honum brá við, — fyrst áttaði hann sig ekki á því hvers vegna. Svo fannst honum, að hann hefði séð hana áður, en ekki gat hann áttað sig á því hvar eða hvenær það hafði verið. Hár hennar var gullið, og aug- un djúp og blá. Þegjandi tók hún upp úr tösku sinni lítinn pakka, er lauslega var vafinn inn í rauö- an pappír og um hann bundið grænum silkiborða. Á næsta and- artaki lá bláa hálsfestin á borðinu fyrir framan hann. „Er þetta keypt hjá yður?“ spurði hún. Pétur leit í augu hennar og svaraði blíðlega: „Já, hún er keypt hér.“ „Eru þetta ósviknir steinar?" „Já, að vísu eru þeir ekki af allra dýrustu gerð, en þeir eru ekta.“ „Munið þér eftir því hverjum þér selduð festina?“ „Það var lítil telpa. Hún hét Jane. Og hún ætlaði að gefa stóru systur sinni hana í jólagjöf.“ „Hvers virði er hún?“ „Verðið er algjört einkamál milli seljanda og kaupanda," svar- aði hann með glettnisbros í aug- unum. „Já, já, en Jane átti ekki pen- inga til þess að kaupa jólagjafir fyri'r. Hún getur því alls ekki hafa borgað þá upphæð, sem festin kostaði . . . “ Pétur lagði skrautgripinn aftur ú rauða bréfið, bjó um hann á sama hátt og áður og batt að nýju græna silkiborðann utan um pakk- ann, svo að hann var álíka falleg- ur og áður var. „Hún greiddi hæsta verð, sem unnt er að greiða,“ svaraði hann. „Hún lét allt, sem hún átti.“ Það var djúp þögn í litlu skraut- gripaverzluninni. Fjarlægar kirkjuklukkur byrjuðu að óma. Fjarlægur hljómur jólaklukkn- anna, litli pakkinn á búðarborðinu og spyrjandi augnatillit ungu stúlkunnar snart eitthvað í hugar- fylgsnum Péturs, og óskiljanleg hamingjutilfinning streymdi inn í huga hans. Veröldin opnaðist Pétri Richard að nýju, svo var fyrir að þakka einlægri ást lítils bai’ns. „En af hverju gerðuð þér þetta?“ spurði hún lágt. Hann rétti henni pakkann. „Það er aðfangadagskvöld“, sagði hann, „og ég er svo illa staddur, að ég á engan til þess að gefa jólagjafir. Viljið þér leyfa mér að fylgja yður heim og óska yður gleðilegra jóla?“ Kirkjuklukkurnar hljómuðu alls- staðar umhverfis og öll veröldin ómaði af jólafögnuði, er Pétur Richard gekk eftir götunni ásamt ungu stúlkunni, sem hann vissi ekki hvað hét, — ennþá. — Þýtt. — Látrabjarg er útvörður Islands í vestri. Það er fagurt og hrika- legt í senn. Undir björgum þess hefur margur sæfari týnt lífi sínu og þar hefur frækilegasta björgunarafrek á lslandi verið unnið.

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.