Skutull

Árgangur

Skutull - 24.12.1960, Blaðsíða 14

Skutull - 24.12.1960, Blaðsíða 14
14 SKUTULL inu. Hann varð brautryðjandi um byggingu vélknúinna, haffærra skipa til fiskveiða. Á árunum 1913—1915 lét hann byggja 4 fiskiskip 30 smálestir að stærð í Svíþjóð og Danmörku og reynd- ust þau farsæl fiskiskip. Árið 1908 réðist Karl í miklar ræktunarframkvæmdir. Gerði hann tún á svæðinu fyrir ofan Sjúkra- hús milli Króksbæjar og Bugsins, en þar var áður mýri og fen. Karl var vinsæll atvinnurekandi og verzlunarstjóri. Sigurður Daníel Jónsson, skóla- stjóri. Bæjarfulltrúi 6. 1. 1906—1915. F. 10. 9. 1863. D. 19. 11. 1936. Foreldrar: Jón Sigurðsson söðla- smiður frá Hrappsstöðum í Víði- dal og Ragnhildur Ingibjörg Jóns- dóttir. Kona 1897: Guðrún Lúðvíks- dóttir Alexíussonar steinsmiðs. Börn: 1. Rannveig d. ungbarn, 2. Bjarni d. ungbam 3. Viggó kaupmaður, 4. Bjarni, póstfulltrúi, Reykjavík. Sigurður D. Jónsson. Sigurður varð stúdent árið 1885, og var um tveggja ára skeið við nám í Prestaskólanum. Hann varð kennari við barnaskólann á ísa- firði árið 1901 og skólastjóri 1918. Hann lét af skólastjóm árið 1930. Sigurður var góður kennari og fór skólastjórnin vel úr hendi. Hann safnaði drögum að sögu ísafjarð- ar. Árið 1910 var geysilegt harð- indaár. Veturinn lagðist snemma að á úthallandi ári 1909 og varð mesti snjóavetur, sem komið hafði í manna minnum. Hér vestanlands varð stórtjón á mönnum og eign- um af völdum snjóflóða. 1 Hnífs- dal féll snjóflóð úr Búðarhyrnu 18. febrúar 1910 og varð 19 manns að bana á augabragði, en margir urðu fyrir lemstrum. Fjöldi manns missti þá aleigu sína. Víðar í Skut- ulsfirðinum féllu snjóflóð, en þar varð ekki manntjón. Og 1. marz féll snjóflóð í Skálavík og varð 4 að bana. Vikublaðið Vestri lýsti á þessa lund þessum vetri: „En þessi vetur, sem nú er horf- inn út í fortíðardjúpið hulda, hef- ur verið sá langversti vetur, sem aldraðir menn muna; einkum dauðans örðugur fólki hér vestan- lands. Tíðarfarið hefur verið þannig mestallan veturinn ,að sífelldir norðangarðar hiafa gengið, stór- viðrið hefur lamað og þreytt menn og skepnur; og fannkoman hefur verið svo mikil, að hér í bænum t.d. hafa skaflamir náð hátt undir þak á meðalháum húsum sums- staðar og frostið oft allsnarpt. Og varla getur heitið, að sól hafi skinið heilan dag hér á Isa- firði síðan í haust. Af þessari ótíð hefur svo sjór- inn brugðizt alveg, þannig að varla hefur nokkur fiskur náðst úr sjó fyrir sakir gæftaleysis, þó einhver hefði farið hér í Djúpið. En með fiskveiðunum stendur og fellur ísafjörður; hér hafa því verið of- urbág kjör, sem margur hefur átt við að búa í vetur, svo að óhætt er að segja, að sumir hafi svelt heilu hungri; hafa þó ýmis félög og einstakir menn reynt að bæta úr því eftir föngum með fé, sem komið hefur inn fyrir skemmtanir og með peningagjöfum á annan hátt. Mikil slys og mörg tár skilur þessi vetur eftir, þó að hann sé nú sjálfur horfinn. En langstærstu og hörmulegustu slysin hafa þó snjóflóðin 'í Hnífsdal og Skálavík verið. Veikindi hafa og töluvert lagst á menn almennt, einkum landfar- sótt (inflúenza); hefur hún víða við komið og mun ekki alveg út- dauð allsstaðar ennþá hér.“ 1 byrjun júnímánaðar sást ekki ennþá á dökkan díl á Snæfjalla- strönd, svo hafði fannfergið verið mikið á þeim slóðum. Þetta var erfitt ár til lands og sjávar. Athafnir bæjarstjórnarinn- ar virðast hafa lamazt af árferð- inu. Þær voru hvorki miklar eða merkilegar. Þar ríkti deyfð yfir vötnunum. Bæjarstjórnin hélt 11 fundi á árinu og var fyrsti ,fundurinn ekki haldinn fyrri en 15. marz og síð- asti fundurinn var 13. desember. Voru fundirnir haldnir í bæjar- þingshúsinu um þessar mundir. Það stóð í Bótinni neðan Hafnar- strætis. Það var síðan flutt að Mjallargötu og er nú skátamið- stöð. Verður nú getið helztu viðfangs- efna bæjarstjórnarinnar. Oddviti lagði fyrir hana reikning bæjar- sjóðs fyrir árið 1909, og var hann samþykktur. Heildartölur gjalda og tekna voru kr. 53.509,58 og hafði orðið að taka 24 þús. kr. víxillán til þess að endarnir næðu saman. Á árinu guldust í útsvör- um kr. 16.578,00 og útistandandi voru um áramót kr. 2.717,87. Nokkur eftirmál urðu út af þess- um reikningi. Guðmundur Bergs- son, póstmeistari, sem kosinn hafði verið endurskoðandi bæjiarreikn- inganna við almennar kosningar, kærði árið 1911 yfir því, að hann hefði ekki fengið svör við athuga- semdum sínum við reikningana. En hvernig því kærumáli lyktaði veit ég ekki, en hygg að það hafi runnið út í sandinn, eins og margt iaf því tagi. Þá voru samþykktir reikningar bókasafns, styrktarsjóðs handa alþýðufólki, jarðakaupasjóðs ísa- fjarðar og ýmissa annarra sjóða. Bygginganefnd hafði lítið að starfa. Veganefnd var falið að setja upp eitt Luxljósker, sem bæjarstjórn hafði áskotnazt til þess að upplýsa bæinn. Þá var samþykkt að leiða vatn á hafskipa- bryggjurnar, sérstaklega Edin- borgarbryggjuna og settar reglur um notkun vatnsins. Ákveðið var að taka niður vatnspóstana í Pól- götu, Templaragötu og Mjósund- unum og þótti Vestra það rögg- samlega af sér vikið. Rætt var um f jölgun bæjarfulltrúanna úr sex, og nefnd sett í það mál. 1 september var samin og sam- þykkt fjárhagsáætlun bæjarsjóðs fyrir 1911. Tekju- og gjaldahliðar námu kr. 29.250,00, en útsvör voru áætluð kr. 19.500,00, og voru út- svörin þá hækkuð um 2000 kr. frá árinu áður. Heildartölur áætlunar- innar 1910 höfðu verið nokkru hærri eða kr. 34.200,00 Helztu útgjaldaliðir fjárhagsáætlunar- innar fyrir 1910 voru þessir: Þurfamannaframfæri kr. 4.440,00, löggæzla kr. 1.800,00, skólamál kr. 10.000,00, til sjúkrahúss kr. 1.300, 00 og kr. 9.120,00 til vegamála, þar af kr. 8.000,00 til vatnsleiðslu. Tvö stórmál voru á döfinni 1910, sem rétt er að rekja hér. Árið 1909 hafði bæjarstjórn samþykkt eftir tillögum bygging- arnefndar, að frá og með 7. apríl 1909 skyldi tún Leonards Tangs (Riistún) samkvæmt uppdrætti falla til bæjarins, þó þannig að verzlunin héldi spildu næst íbúðar- húsinu. Bæjarstjórn fól oddvita á hendur að sjá um nauðsynlegar framkvæmdir og meðal annars ráða mann til málflutnings, ef á þyrfti að halda. Árið 1866 hafði bygginganefnd farið hinu sama á flot og skammt- að Hæstakaupstaðnum 30242 fer- álna lóð, sem hún taldi að verzl- uninni mundi nægja. Árið 1868 mældi bygginganefndin alla Hæstakaupstaðarlóðina með tún- inu, sem náði niður undir Silfur- götu, Tangagötu og Fjarðarstræti, og taldi hana var 72501 feralin iað stærð. Verzlunin taldi sig hafa lög- formlegt eignarhald á lóðinni og mun í bæði skiptin hafa orðið sú niðurstaða á rannsókn gagna, að ekki mundi hægt að hrifsa lóðina af Hæstakaupstaðnum, sem mun hafa verið búinn að hafa umráð yfir henni, án endurgjalds, síðan 1790 að kaupstaðurinn var fyrst stofnsettur. Þegar bæjarstjóm keypti Hæstakaupstaðinn 10. marz 1923 fylgdi öll lóðin í sölunni og var þá talin vera 75517 ferálnir að stærð eftir mælingu Bárðar G. Tómas- sonar skipaverkfræðings. Gaf bæj- arstjórn kr. 300.000,00 fyrir verzl- unarstaðinn, en seljandi var Nat- han & Olsen, Reykjavík. Annað mál var einnig á stokk- unum, sem olli allmiklu róti og á- tökum, þó það verði ekki talið til stórmála. Það var Haugsmálið svonefnda. Guðmundur Hannesson, síðar bæjarfógeti á Siglufirði var setudómari í því máli og fékk hann greiddar úr bæjarsjóði 12 kr. á ár- inu 1910 fyrir þau dómarastörf. Bæjarstjórn kaus árið 1910 mann til þess að gæta hagsmuna bæjarins í þessu máli bæði fyrir undir- og yfirrétti. Þess var ekki getið í bókun bæjarstjórnar, hver hlaut þetta trúnaðarstarf, en sennilega hefur það verið oddviti bæjarstjórnar að því er ráða má af því, sem á eftir fór. Málavextir voru þeir, að einn af góðborgurum ísafjarðar benti for- manni heilbrigðisnefndar, Magnúsi Torfasyni bæjarfógeta, á það, að mykjukúfur væri kominn ofan á safngryfju Þorvalds Jónssonar læknis, sem væri í einu horni á túni hans milli Bankagötu og Póstgötu. Sæist mykjukúfurinn frá götu og væri óprýði að þessu á almanna færi. Gerði borgarinn kröfu til þess að heilbrigðisnefnd- in léti málið til sín taka. Áburð- argryfja þessi var kassi, 4 álnir á hvern veg, sem stóð um 14 alin upp úr jörð. Áburðargeymslu þessa hafði læknirinn notað óátalið í 12 ár. Bæjarfógeti kvaddi heilbrigðis- nefnd saman 1. júlí 1910 og var þess getið í bókun, að tilefni fund- arins væri það, að á lóð Þorvalds læknis væri mykjuhaugur, er næði upp úr safngryfju og sæist frá götu. Ályktaði meirihluti nefndar- innar (bæjarfógeti og Sigurður Jónsson kennari) gegn andmælum Davíðs Sch. Thorsteinssonar, hér- aðslæknis, sem átti sæti í nefnd- inni, að þak skyldi sett á safn- gryfjuna og þrifið í kringum hana fyrir 8. júlí. Ef þessu væri ekki sinnt mundi heilbrigðisnefnd láta tæma gryfjuna og fylla hana upp á kostnað eiganda. Nefndin kom saman aftur 11. júlí við gryfjuna og sá þá, að tekinn hafði verið kúf- ur af safngryfjunni ,svo að hún var ekki nema barmafull og þrif-

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.