Skutull

Árgangur

Skutull - 24.12.1960, Blaðsíða 8

Skutull - 24.12.1960, Blaðsíða 8
8 SKUTULL Úr för til finnskra vina Nokkrar minningar frá vinabæjamóti í „þúsund vatna landinu“, þar sem gestrisni og góðvild mæta ferðamanninum, hvar sem hann fer um þetta fagra og söguríka land. Dagana 4.—6. júlí á síðasta sumri stóð Joensuu, vinabær Isa- fjarðar í Finnlandi, fyrir vina- bæjamóti, og sóttu mót þetta gest- 4 ir frá öllum bæjum á hinum Norð- urlöndunum, sem eru í þessum vinabæjasamtökum með Isafirði. Frá Linköping í Svíþjóð mættu 9 gestir, frá Roskilde í Danmörku 8, frá Tönsberg í Noregi 8, en frá ísafirði mættu 3, bæjarráðsmenn- irnir, Matthías Bjarnason og Jón H. Guðmundsson fyrir hönd bæj- arstjórnar og Finnbjöm Finn- björnsson á vegum Norræna fé- lagsins á Isafirði. Slík vinabæjamót eru haldin þriðja hvert ár, og kemur því fimmtánda hvert ár í hlut hvers bæjar að standa fyrir þessum mótum. Vinabærinn Joensuu. Joensuu er ört vaxandi bær, sem telur nú um 28 þús. íbúa. Þegar síðasta stríðinu við Rússa lauk fyrir tæpum 20 árum, voru aðeins 8 þúsund manns eftir í Joensuu og mikill hluti bæjarins í rúst. Nú er þarna nýtízkuleg borg með miklum menningarbrag, sem þegar hefur afmáð öll vegsum- merki styrjaldarinnar laf ásjónu sinni önnur en hermannagrafreit- inn í útjaðri borgarinnar. Bærinn er talandi tákn um finnska menningu og þann finnska dugnað, sem vakið hefur heimsat- hygli, en grafreiturinn er hins veg- ar þögult vitni um ægilegar fórn- ir finnsku þjóðarinnar í blóðugri baráttu hennar fyrir frelsi sínu og þeirri menningu, sem hún getur verið stolt af í dag. Joensuu er sunnantil í Mið-Finn- landi, nálega austur við landamæri Rússlands, í héraði því, sem heit- ir Norður-Karelía. Hérað þetta er eitt hið fegursta í Finnlandi. Þar skiptast á víðáttu- miklir skógar, ávalar hæðir og óteljandi vötn, bæði stór og smá. Þarna var borgin stofnsett árið 1848 við mynni Pielisfljótsins, þar sem það rennur út í Saimenvatnið, stórt og fagurt. Og nú er Joensuu nýlega orðinn höfuðstaður í Norð- ur-Karelíu. Borgin er iðandi af lífi og starfi, enda er hún mikil viðskiptamið- stöð vegna legu sinnar við þýðing- armikla samgönguæð á vötnum og fljótum i héraðinu. Árið 1861 var fyrsta timbur- söguniarstöð héraðsins stofnsett í vitnar um skin og skúrir á lífsleiö þessarar dáðrökku og hugþekku frændþjóðar. Einnig er þar mál- verkasafn og stórir og glæsilegir samkomusalir með leiksviði. Þessi stofnun á öðrum þræði að varðveita forna karelska menn- ingu, sem við lá að yrði úti í stór- hríðum styrjaldarinnar, og hún á líka að vera nútíma menningarleg lyftistöng æskunnar, sem dag einn tekur við landinu sínu til þess að halda þar áfram Minnisvarði um bardagana við Kollaa, þar sem Finnar stöðvuðu rússnesku árásarherina í 3 mánuði veturinn 1939—40. — Minnismerkið er gert ur íinnskum steini. Það er tinnusvart eins og sorg- in, sem grúfði yfir þessum döpru dögum, en rismik- ið og tignarlegt, eins og frelsisbarátta finnsku þjóðarinnar. Þessi glæsilegi iðnskóli í Joensuu sendir árlega frá sér stóran hóp iðiilærðra manna, sem eiga sinn þátt í þeim myndarbrag, er hvarvetna blasir við augum. Joensuu, og nú eru þar starfandi tvö geysistór trjávörufyrirtæki, auk fjölmargra annarra smærri. En Joensuu er ekki eingöngu miðdepill iðnaðar og viðskipta í þessum landshluta heldur jafn- framt miðstöð félagsmála og menningar. Þar eru t.d. 4 menntskólar, verzlunarskóli, húsmæðraskóli, iðnskóli, sérstakur verknámsskóli, fjölbreyttur föndurskóli, kennara- skóli, hjúkrunarkvennaskóli og 8 barnaskólar. Þar er einnig stórt héraðs- sjúkrahús fyrir Norður-Karelíu, nýtízku stórbygging 12 hæða, og auk þess bæjarsjúkrahús og geð- sjúkrahús. Árið 1953 var byggt stórhýsi í borginni í nýtízkulegum stíl, sem vitnar um eftirtektarverða, finnska bygingarlist innan húss og utan. Húsið er einskonar miðstöð kar- elskrar menningar og heitir á finnsku Karjalan talo eða Karelski Garður. I húsi þessu er meðal annars byggðasafn héraðsins og fjöldi sögulegra minja frá liðnum tíma, sem á áhrifaríkan hátt talar til þeirra, er þangað koma, um kar- elska menningu og lífsbaráttu og dáðríku starfi undir fána frelsis og framfara, ef hamingjusól smá- þjóðanna fær að skína fyrir yfir- gangi ofbeldisins. Á einum stað í Karelska Garði er finnsk setustofa í gömlum stíl, hliðstæð íslenzkri baðstofu. Stofa þessi er tileinkuð finnskum bónda, Olli Tiainen, sem hafði forustuna, er Finnar hrundu rússneskri árás árið 1808. Þarna sátum við stutta stund og hlýddum á finnskar stúlkur í þjóðbúningum leika finnsk þjóð- lög á fornar, þarlendar hörpur. Þeirri stund verður ekki svo auðveldlega lýst með orðum. En ef til vill hefur okkur þarna á hraðfleygri stundu tekizt að skynja lífsviðhorf þess fólks, sem hvað eftir annað hefur orðið að herða sitt frelsissverð í blóði og tárum. Af öðrum byggingum, er setja svip sinn á bæinn, má nefna ráð- húsið, byggt 1914 eftir teikningu eins fremsta arkitekts Finma, og ennfremur alveg ný stórhýsi í miðbænum: bankahús, pósthús, verzlunarhús og gistihús. Ferða- mannastraumur er mikill og ört vaxandi til þessa undur fagra hér- aðs.

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.