Skutull

Årgang

Skutull - 24.12.1960, Side 17

Skutull - 24.12.1960, Side 17
SKUTULL 17 herti upp hugann og gekk rak- leitt inn að altarinu og lagði peninginn við hliðina á kórónu konungsins. Kling-kling-kling! —- Hljóm- ar kirkj uklukknanna liðu silf- urtærir út í vetrarnóttina. Fólkið varð undrandi. Hvað hai'ði barnið lagt á altarið? Þegar klukkurnar hættu að hringja, spurði presturinn Litla-bróður, hver gjöf hans liefði verið. Litli-bróðir varð óttasleginn og fór að gráta. „Ég ætlaði ekki að gera neitt illt af mér,“ sagði hann grát- andi. „Ég lét aðeins peninginn hans Stórabróður á altarið.“ Svo sagði hann þeim söguna af hundinum dauðvona. Konungurinn stóð þarna ná- lægl og hlustaði. En svo kom hann og lagði liönd sina á höf- uð barnsins. Ég veit, livers vegna klukkurnar liringdu nú,“ sagði hann. „Það var ekki vegna kórónu konungsins, ekki vegna gulls auðmannsins, ekki vegna málverka listamannsins, og ekki vegna kvæða skálds- ins, því að á bak við allar þess- ar gjafir felst áreiðanlega eitt- livað af hégómagirni. Nei, þær hringdu, vegna kærleika og samúðar hins hreinhjartaða litla barns. Slíkur er konung- dómur himnaríkis.“ Klang-klang-klang — kling- kling-kling! Klukkurnar byrj- uðu aítur að hringja, eins og til að staðfesta sannleik þess- ara orða konungsins. Þegar Litli bróðir kom lieim um nóttina, þaut hann inn i herbergið, þar sem Stóri-bróð- ir sat framan við eldinn hjá sofandi hundinum, og kallaði: „Ö, Stóri-bróðir. Klukkurnar hringdu, þegar ég lét pening- inn þinn á altarið. Þú hefðir átt að heyra það!“ „Ég heyrði það,“ svaraði Stóri-bróðir. „Ég heyrði þetta allt i draumi. Og ég hugsa, að ég hafi séð englana taka í klukknastrenginn.“ Kling-ling-ling, kling-ling-ling. Þannig hljómuðu klukkurn- ar alla hina helgu nótt. Karl litli: „Á ég að lána þér skrúfjárn, frænka mín?“ Frænka: „Hvað á ég svo sem að ger við það, litli vinur minn?“ Karl litli: „Jú, pabbi sagði í gær, að þú værir með lausa skrúfu." o o o Siggi: „Stamar þú vegna þess, að þú hugsar fljótar en þú talar?“ Stjáni: „Nei-ei ég sta-stama vegna þess, að fólk reynir að heyra það, sem ég er a ðse-segja, áður en ég er búinn að s-segja það.“ o o o Kennarinn: „Hvað heitir þú?“ Drengurinn: „Jón Jónsson.11 Kennarinn: „Þú átt að segja herra, þegai’ þú talar við mig.“ Drengurinn: „Herra Jón Jóns- son.“ 0 „ 0 Anna litla átti að fá jólagjaf- irnar kl. 8, en hún var leið að bíða og segir við mömmu sína: „Nú megum við fara að taka upp jólagjafirnar. Klukkan er orð- in sex, farin að ganga sjö, bráð- um orðin átta!“ o o o Kennarinn: „Hugsaðu þér, Pét- ur minn, að kona eigi 5 börn, en ekki nema 4 kartöflur. Hvernig fer hún að skipta þeim jafnt á milli barnanna?" Pétur: Hún býr til stöppu úr þeim.“ 0 0 0 Móðirin tók litla snáðann með sér í kirkju, en ræðan var löng og þreytandi fyrir lítinn dreng, sem kunni margt betur en sitja kyrr. Allt í einu heyrðist hann segja í. örvæntingartón við mömmu sína: Ertu viss um, að það sé ekki hægt að komast öðruvísi í himna- ríki? o o o Ég hefi alltaf verið hrædd að fljúga, og þegar ég settist inn í vélina, leið mér illa, þar sem ég átti 6 tíma flug fyrir höndum. Fyrsta klukkutímann sat ég eins og steingervingur og starði í gegnum gluggann á hreyfilinn, sem snérist fyrir utan, en þá sagði sessunautur minn brosandi og vin- gjarnlega: Stúlka mín, ef þér viljið fá yð- ur ofurlítinn blund, þá er velkom- ið að ég passi fyrir yður mótorinn á meðan. Ole N. Olsen, Þakkar starfsfólki og viðskiptavinum ánægjulegt samstarf á líðandi ári, og óskar öllum gleðilegra jóla og gæfuríks nýárs. GLEÐILEG JÓL! FARSÆLT NÝTT ÁR! Þökkum viðskiptin á líðandi ári. EINAK & KRISTJAN. GLEÐILEG JÖL! FARSÆLT NÝTT ÁR! Þökkum viðskiptin á líðandi ári. Bökimarfélag Isfirðinga h.f. GLEÐILEG JÓL! FARSÆLT NÝTT ÁR! Þökkum viðskiptin á líðandi ári. Raftækjaverzlunin Straumur. Við sendum bæjarbúum beztu jóla- og nýárskveðjur og þökkum margvíslegan stuðning á liðnu ári. SJALFSBJÖRG, félag fatlaðra, Isafirði. Óskum starfsfólki og viðskiptavinum gleðilegra jóla og farsældar á nýja árinu, með þakklæti fyrir líðandi ár. Rækjuverksmiðjan h.f., Hnífsdal. STJORNU-SMJORLIKI - GLEÐILEG JÖL! FÁRSÆLT NÝTT ÁR! Þökkum viðskiptin á líðandi ári. H.f. Smjörlíkisgerð Isafjarðar. GLEÐILEG JÓL! FARSÆLT NÝTT ÁRI Þökkum viðskiptin á líðandi ári. Velzl unin flóH H. Hi aýnússon Tilkynning Að geí'nu tilefni er athygli hlutaðeigandi aðila vakin á eftirfarandi atriðum: I. Samkvæmt 16. grein í gildandi kjarasamningi skal vinnu vera lokið kl. 12 á hádegi aðfangadag stórhátíða, nema brýna nauðsyn beri til að dómi stjórnar viðkomandi verkalýðsfé- lags, og sé vinna leyfð, þá skal hún greidd með helgidaga- kaupi. II. Samkvæmt landslögum er atvinnurekendum skylt að greiða orlof í merkjuin. ísafiröi, 11. desember 1960. Alþýðusamband Vestfjarða. Verkalýðsfélagið Baldur.

x

Skutull

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.