Skutull

Árgangur

Skutull - 24.12.1960, Blaðsíða 15

Skutull - 24.12.1960, Blaðsíða 15
SKUTULL 15 ið í kringum hana. En enginn hlemmur hafði verið settur á hana. Fól nefndin formanni að fram- fylgja fundarsamþykktinni frá 8. júlí og lét hann taka mykjuna úr gryfjunni og flytja á brott, en fylla hana upp með aur og möl. Kost- uðu þessar aðgerðir kr. 7,15 og var upphæðin í bili greidd úr bæj- arsjóði, en innheimt með lögtaks- gerð 11. ágúst. Þorvaldur læknir giæiddi upphæðina og kostnaðinn samtals kr. 9,90 til þess iað kom- ast hjá uppboðssölu, en áskildi sér rétt til áfrýjunar. Þorvaldur læknir áfrýjaði síðan málinu til landsyfirréttar og krafð- ist endurgreiðslu á upphæðinni og jafnframt að dæmd yrðu dauð og ómerk nokkur ummæli bæjar- fógeta um hann í dómsskjali og hann sektaður. Landsyfirréttur taldi það sann- aðað með vitnisburði nágranna Þorvalds og vottorði 124 borgara á ísafirði, að safngryfjan hefði aldr- ei valdið óþrifum ,aðeins verið í henni þurr mykja og því ekkert rennsli frá henni og enginn óþef- ur, enda vel þrifið í kringum hana. Þá taldi landsyfirréttur, að telja mætti ekki vafalaust, að safn gryfjan hefði sést frá götu, eink- um eftir að Þorvaldur lét taka af henni kúfinn, því að hún hafi ver- ið 30—40 álnir frá götu. Landsyfirréttur komst að þeirri niðurstöðu ,að ráðstöfun og aðgerð- ir heilbrigðisnefndar hefðu verið heimildarlausar og vann Þorvaldur málið. Bæjarstjórnin var dæmd til að endurgreiða honum þær kr. 9,90, sem hann hafði látið af hendi rakna. Magnús Sigurðsson, síðar bankastjóri Landsbankans í Reykjavík, flutti málið fyrir bæj- arstjórn og var hann sektaður fyr- ir að leggja fram bréf bæjarfógeta, sem í voru þessi ummæli: að fleka samborgara sína til að undirskrifa annað eins lygaskjal. Dómur landsyfirrétbar var kveð- inn upp 8. maí 1911 og er sagt, að bæjarfógeta hafi hrotið þessi orð, þegar hann frétti úrslitin: Guði sé lof að til er hæstiréttur. Á bæjarstjórnarfundi 25. júlí var Haugsmálið tekið til umræðu fyrir luktum dyrum. Heilbrigðis- nefnd hafði 9. maí athugað dóm landsyfirréttar og samþykkt með 2 gegn 1 atkvæði að áfrýja honum og lagt til að bæjarstjórn áfrýj- aði honum líka fyrir sitt leyti. Lá þessi ákvörðun heilbrigðisnefndar fyrir bæjarstjórn og urðu miklar og snarpar umræður um þetta mál allt. Lyktir urðu þær að bæjar- stjórn samþykkti með 4 latkvæðum gegn 2 að áfrýja málinu ekki. Heilbrigðisnefnd fjalaði enn um þetta mál 6. 4. 1912. Á þeim fundi voru mættir Magnús Torfason og Sigurður Jónsson. Samþykktu þeir á þessum fundi að áfrýja málinu til hæstaréttar á sinn kostnað. Eftir þetta finnst Haugsmálið ekki nefnt á nafn og mun áfrýjun- in hafa farizt fyrir. Um þetta mál má segja, að oft veltir lítil þúfa þungu hlassi, því eftir þetta tók að harðna á daln- um og skerast meira í odda um bæjarmálefni en áður tíðkaðist. Á árinu 1910 fór fram allsherj- armanntal á íslandi. Annaðist bæj- arstjórn framkvæmd þess. Skipti hún bænum í 16 hverfi og skipaði teljara, sem tóku manntalið 1. des- ember. Reyndust íbúar ísafjarðar þá 1854 talsins, 880 karlar og 974 konur. Skemmtileg bók Bókaútgáfan Norðri hefur gefið út sögu eftir Elínborgu Lárusdótt- ur, Sól í hádegisstað, sem mun vera 1. bindi í sagnaflokknum Horfnar kynslóðir. 1 þessari sögu frú Elínborgar virðist mér grunntónninn hinn sami og í fyrri sögum hennar, annars vegar rík samúð með smæl- ingjunum og olnbogabörnum lífs- ins, en hinsvegar aðdáun á hinum sterku stofnum, sem bjóða öllum veðrum byrginn. En sagan er meira. Hún er einn- ig lýsing á þeim tíma, sem feður og mæður okkar, sem nú erum miðaldra eða meir, þekktu, sem við kynntumst þó mest af afspurn, í æsku okkar, og sem æskan nú lít- ur á eins og þjóðsögu. Tímanum, þegar fyrsta lífskrafa flestra íslendinga var að eiga bita til næsta máls og flík á kroppinn. Tímanum, þegar Islendingar börðust fyrst og fremst fyrir því að lifa, mætti jafnvel segja þrjósk- uðust við að lifa. Og þessari lífsþrjósku eigum við það að þakka að við erum nú sjálf- stæð þjóð. Fyrir því er bókin forvitnileg, og áreiðanlega hollur lestur þeirri æsku, sem aðeins hefur kynnst sumarangan lífsins. En sagan er einnig skemtmilestur. Með skemmtilegri bókum Elínborgar. Og eflaust bíða þeir, sem lesa hana, með nokkurri eftirvæntingu framhaldsins .einkum örlaga systr- anna tveggja, þeirrar, sem hafn- aði bóndasyninum ríka og hinnar, sem bað hans, þó það væri vegna hests. H. H. Jólavísur (Lag: Gamli Nói) Allir gleðjast, allir gleðjast aftur hækkar sól. Börn um bæinn ganga, bros á hverjum vanga, kalla mamma, kalla mamma, komin eru jól. Glatt við syngjum, göngum kringum grenitré úr skóg. Undir grænum greinum gjafir eru í leynum, sem við fáum, sem við fáum. Hopp og hæ og hó. Ljósin skína, ljósin skína litlum kertum frá, gulum, rauðum, gráum, grænum, hvítum, bláum. Litli bróðir, litli bróðir horfir hrifinn á. Litli bróðir, litli bróðir ljómar eins og sól. Á vasabuxum var hann, vel sig líka bar hann, og litla systir, litla systir líka á blúndukjól. Kannske síðar holt og hliðar hleypur jólasveinn. Eins og ógnar roka inn með stóran poka. Um innihaldið, innihaldið ekki veit þó neinn. | Síðast saman, gaman gaman, göngum við í dans. I fingrapolka förum, fæturna ei spörum, eða bara ætti að fara í Öla gamla Skans. Hjörtur Hjálmarsson.

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.