Skutull

Árgangur

Skutull - 24.12.1960, Blaðsíða 10

Skutull - 24.12.1960, Blaðsíða 10
10 SKUTULL Þennan dag heimsóttum við t.d. hermannagrafreit þann, sem áður er nefndur, og lögðu gestirnir blómsveig að minnismerkinu í garðinum. Carl Hilmer Johansson frá Linköping flutti stutta, en snjalla ræðu við það tækifæri. Eftirmiðdegiskaffi var drukkið í nýju og framúrskarandi myndar- legu elliheimili, þar sem gamla fólkið virðist njóta ellidaganna á þann hátt, sem hezt verður á kosið. Þá heimsóttum við einnig Kar- elska Garð, sem áður er sagt frá, og um kvöldið sátum við þar í boði Norræna félagsins á staðnum. Þama voru finnskir réttir ríku- lega á borð bornir, en á leiksvið- inu mátti sjá þjóðleg og margþætt skemmtiatriði. landamærin úti við sjóndeildar- hring. Þykkur reykjarmökkur liggur þarna yfir rússnesku skógunum, sem einu sinni voru finnskir. „Það er skógareldur uppi hjá nábúanum,“ segja Finnamir okk- ur. Frá Koli var haldið heim á mið- nætti eftir ógleymanlegan dag. Þriðja og síðasta daginn var ekið til Kontioniemi, landssvæðis fyrir norðan Joensuu. Þar hefir nýlega verið reist sér- kennilega fagurt minnismerki um þá blóðugu bardaga, sem geisuðu við Kollaa veturinn 1939—40. Á þessum stað stöðvuðu Finn- ar rússnesku árásarherina í 3 mán- uði, þrátt fyrir margfalt minni tltsýii af hæðunum við Koli austur yfir Pielisvatnið. Bússnesku landa- mærin í baksýn. Á öðmm degi mótsins var hald- ið á burt úr borginni. Hádegisverður var snæddur í stórum iðnskóla á stað, sem heitir Liperi. Skóli þessi var stofnsett- ur og byggður eftir striðið handa ungum mönnum, sem hlotið höfðu meiri og minni örkuml á vígstöðv- unum. Þetta er einskonar Reykjalund- ur, þar sem vanheilum er hjálpað til sjálfsbjargar. Svíar gáfu á sín- um tíma allar vinnuvélar í jám- smíðadeild skólans. Þaðan var svo haldið til Koli, sem er einhver fegursti og fjöl- sóttasti ferðamannastaður í Finn- landi, 120 km. fyrir norðan Joensuu. Þar er stórt og glæsilegt ferða- mannahótel rétt fyrir neðan brún- ina á hæstu hæðinni þar um slóð- ir. Þegar komið er upp á hæðina, blasir við auganu ógleymanleg út- sýn í allar áttir yfir víðáttumikil vötn og skógivafin hæðadrög. Sumir telja þetta einhvem feg- ursta stað á Norðurlöndum. 1 austurátt, hinum megin við Pielisvatnið, sjáum við rússnesku liðsafla og fátæklegri vopnabúnað. En enginn veit í raun og vem nema Finnamir sjálfir um þær ægilegu fórnir, sem þama voru færðar. Á þessum slóðum féllu 8000 ungir menn frá Joensuu og kar- elska héraðinu umhverfis borgina, fyrir utan alla þá, sem em ör- kumla menn enn þann dag í dag. Þetta var þó aðeins brot af öllu mannfallinu á þessum vígstöðvum. Staðurinn er heilög jörð fólks- ins, sem þarna býr, og ennþá man þessa blóðugu sögu, eins og hún hefði gerzt í gær. Við minnismerkið flutti borgar- stjórinn í Hróarskeldu fallega ræðu, sem snerti okkur djúpt, þarna á þessum sögulega leikvangi grimmilegustu örlaga. Síðar þennan sama dag heim- sóttum við geysistórt hæli fyrir berklasjúklinga í Norður-Karelíu. Sjúkrahúsið er nýtt, mjög glæsi- legt og eitt hið stærsta í landinu sinnar tegundar. Undir borðum, meðan dmkkið var kaffi, sagði yfirlæknirinn okk- ur sögu byggingarinnar og lýsti henni í stómm dráttum. Berklaveiki hefur herjað í Finn- landi, eins og víðar, en er nú stór- lega í rénum. Einn af læknunum sat þama til borðs með okkur Isfirðingimum. Allt í einu heyrðist einskonar hringing úr brjóstvasa læknisins. Hann brosti til okkar og hvarf í skyndi frá borðinu. Þegar hann kom aftur, sýndi hann okkur lítið móttökutæki, sem hann bar í vas- ianum. Með sérstakri sendistöð er þannig hægt að kalla á læknana, hvar sem þeir em staddir í bygg- ingunni. Um kvöldið var svo að lokum kveðjuhóf á Norður-Karelíu hóteli, þar sem við bjuggum. Þar kvöddum við Norðurlanda- gestina og svo auðvitað hina finnsku gestgjafa, sem höfðu al- veg sérstaklega sýnt okkur ísfirð- ingunum óviðjafnanlega gestrisni og vináttu. Forseti bæjarstjórnarinnar í Joensuu, öldungurinn Kosonen, sem kom á vinabæjamótið á ísa- firði, var nýkominn af sjúkrahúsi, þegar mótið hófst. Hann gat því ekki tekið þátt í því, nema að litlu leyti. En síðasta kvöldið beit hann á jaxlinn og þraukaði til síðustu stundar, þessi vinnulúni finnski járnkarl, til þess að geta kvatt gesti sína með ínnilegu og barns- legu þakklæti fyrir komuna. Gamli maðurinn bað okkur fyrir kærar kveðjur til Isfirðinga svo og allir aðrir, sem heimsóttu ísafjörð á vinabæjamótið og þarna vom staddir. Kveðjum þessum er hér með komið á framfæri, þó að seint sé. f vesturátt. Næsta morgun kl. 6, risum við ísfirðingar úr rekkju og bjugg- umst til brottferðar með flugvél vestur á bóginn. Bæjarstjórahjónin, Juntunen og kona hans, töldu það ekki á sig að koma svo árla morguns og kveðja okkur við flugafgreiðsluna, þrátt fyrir allt þeirra mikla erfiði und- anfarna daga. Og síðan fljúgum við í vestur- átt yfir „þúsund vötn“ og leynd- ardómsfulla skóga Finnlands. Vinabærinn okkar, hinn glæsi- legi austurlandamæravörður nor- rænnar samvinnu og menningar, hverfur brátt að baki í bláa móðu fjarlægðarinnar. En minningarnar um finnska gestrisni og finnskar hetjudáðir í starfi og stríði hverfa aldrei úr hugum okkar, ferðalanganna frá vesturlandamærunum við yzta haf. Jón H. Guðmundsson. JóllD nálgast Hjá okkur fáið þér: 1 KJÖRBÚÐINNI: Nýtt kjöt: læri, hryggir, kódilett- ur, súpukjöt, reyktir hryggir, beinlaus læri. Nautakjöt: Gullach, barið buff, beinlausir fuglar. Svínakjöt: Læri, kódilettur, bacon. Hangikjöt: Læri, frampartar. Dilkasvið. Allt í jólabaksturinn. Álegg: Spegipylsa, malakoffpylsa, rúllupylsa, reykt og söltuð, hangikjöt, skinke, ostar, ýmsar tegundir. Ö1 og gosdrykki. Tóbak og sælgæti, Konfekt í úrvali. Niðursoðna ávexti, margar teg- undir, Þurrkaða ávexti, margar tegundir. Súpur í pökkum. Epli Appelsínur. I VEFNAÐABVÖBUBÚÐINNI: Herraskyrtur Herrabindi Herranærföt Herrapeysur og vesti Undirfatnað kvenna Nælonsokkar kvenna Slæður Treflar Kvenveski Innkaupatöskur. I BÚSÁHALDABÚÐINNI: Saumavélar í tösku Saumavélar í skáp Viðtæki Kaffi- og matarstell Stál borðbúnaður Strauborð KristaU Vínsett Vínglös Baðvogir. Á JÓLABAZARNUM: Leikföng, mikið úrval, innlend og erlend. Greni.

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.