Skutull

Árgangur

Skutull - 24.12.1964, Blaðsíða 3

Skutull - 24.12.1964, Blaðsíða 3
SKUTULL 3 '&'O SERA LÁRUS ÞORV. GUÐMUNDSSON: Heilöy |ól á liimni o| jörðn Jólatextar Biblíunnar segja okkur frá þuí, sem fram fer á himni, og því, er gerist á jörðu. Á jólunum flgtur Biblían okkur fagnaðarríkan boðskap og einnig andsvar mannanna við þessum gleðitíðindum, sem við öll þekkjum svo vel. Á jólunum vill kristin kirkja undirstrika og flytja mannfólk- inu orð Biblíunnar um hið stórkostlega, sem Guð hefur gjört og um enduróm þess á jörðinni: „Og hirðarnir sneru aftur og vegsömuðu og lofuðu Guð fgrir allt það, sem þeir liöfðu hegrt og séð.“ Fagnaðarboðskapur jólanna hefst á himni. Hann hefst með því að dýrð Ijómar um hirðana og engill Drottins flgtur þeim fagnaðarboðskapinn, sem veitast á öllum mönn- um. En ætlun Drottins er að skapa enduróm í hjörtum mannanna. Um enduróm hjartnanna, andsvar mannanna, neyðist Guð til að viðhafa mörg hrgggileg ummæli í Orði sínu: „Hann kom lil eignar sinnar, og lians eigin menn tóku ekki viðhonum." (Jóh.l :11). Þeir fgrstu, sem gáfu Guði verðugt og rétt andsvar og gáfu endurórn af fagnaðarboðskap hans, voru hirðarnir á Betlehemsvöllum liina fgrstu jólanótt. Seinna urðu þeir fleiri. Annar jóladagur er að gömlum sið kallaður „Stefáns- dagur frumvotts". Postulasagan segir okkur frá þessari trúarhetju, sem dagurinn er kenndur við. Þar segir að liann hafi beðið fyrir böðlum sínum meðan hann leið píslarvættis-dauða, með þessum orðum: „Drottinn Jesú, meðtak þú aiula minn. Og hann féll á kné og lirópaði hárri röddu: Drottinn, lát þá ekki gjalda þessarar syndar“. Þetta er sterkur endurómur . . . Þetta er hreint bergmál orða Jesú á krossinum: „Faðir, fyrirgef þeim, því að þeir vita ekki, hvað þeir gjöra“. Iiér er eins og ómi tónar frá allt öðrum lieimi en þeim, er við þekkjum bezt. Þannig er ekki ven jan að taka órétt- læti og gfirgangi. Við beitum allt annari aðferð og við- höfum allt önnur orð undir slíkum kringumstæðum . . . En Stefán píslarvottur er eins og endurómur Frelsarans sjátfs. Ngja Testamentið segir okkur frá fleirum, sem hafa gefið enduróm og andsvar, er var eins og af öðrum og betri heimi. Ef við hugsum til kristinnar kirkju þar til dagsins í dag, þá munum við í sögu hennar finna marga menn, sem gefið liafa enduróm, að vísu mismunandi sterlc- an, þess kærleika og þeirrar elsku, sem opinberaðist með undri því, er Fagnaðarerindi jólanna segir okkur frá. Eitt það hræðilegasta, sem getur hent nokkurn mann, er að verða úlilokaður frá mannlegu samfélagi. Að vera útilokaður frá gleði þess og sorgum, frá því að samgleðjast og samliryggjast, frá samábgrgð með öðru fólki. öll höf- um við einhverntíma á lífsleiðinni orðið fyrir þessu, um stundarsakir að minnsta kosti. Af þessum stuttu reynslu- tímum höfum við kgnnst hvað ískalt hel einangrunarinnar er, lwað það er að vera ekki tekinn góður og gildur og við- urkenndur af öðrum. Ævintýraskáldið H. C. Andersen liefur brugðið upp ó- gleymanlegri mgnd af hörmung einmanaleikans, svo að við venjulegt fólk höfum hrokkið upp af sljóleika og deyfð okkar. Sú mgnd, er ég hefi í huga, cr „Litla stúlkan með eldspýturnar". En þar setur skáldið jólin í baksýn. Litla stúlkan er ein á ferð og sér inn um uppljómaða glugga, þar sem elska og gleði tengir börn og fullorðna, ættingja og vini, saman traustari böndum en nokkurn annan tíma ársins. IJún er útilokuð frá örgggi og gleði þessarar tilveru, er hún fær nasasjón af inn um uppljómaða jólaglugga. Hana varðar engan um. Ekki lieldur þá, sem ganga lil kirkju, til þess að lialda jólin hátíðleg á „réttan'‘ hátt. Þeir flýta sér fram hjá þessari litlu og ótótlegu veru. Hún er á átak- anlegan hátt gfirgefin og einmana. Henrik Wergelaiul bregður upp svipaðri mynd í kvæði sínu um gamla gyðinginn, sem dó í kulda og snjó vetrar- næturinnar. Það er jólakvöld, er hann árangurlaust ber að dyrum kristinna manna. Iívöldið, sem hundinum er hleypt inn í hlýjuna og örgggið, eins og skáldið segir. Innan lokaðra dyra lætur skáldið okkur finna yndisleik f jölskyldulífsins ásamt þeim ilmi, sem alltaf fylgir jólum, kertaljós og jóla- vers. Hvers vegna stingur það sérstaklega að vera útilokaður hina heilögu jólanótt? Vegna þess að það er í svo hróplegri andstöðu við boð- skap og innihald jólanna. því að Fagnaðarerindi jólanna byggir brú yfir hyldýpið, sem er á milli guðs og manna. Það sem skeði hina fyrstu jólanótt í betlehem, sýnir okkur nærveru Guðs í heimi, er hefur útilokað sig frá Guði og raunverulegu kærleikssamfélagi manna á milti. I Kristi kemur Guð inn í okkar heim með því að endurreisa sam- félag kærleikans og elskunnar. Vegir Guðs eru svo miklu hærri okkar vegum sem him- ininn er hærri jörðunni, og mörg áform Guðs eru óskiljan- leg okkur mönnunum og virðast mótsagnakennd: að Frels- arinn sjálfur skyldi vera útskúfaður er hann kom, „því að það var ekki rúm fyrir þau í gistihúsinu". Þannig bar komu lians að, af því að liann skyldi verða Frelsari allra hinna útilokuðu, útskúfuðu. Guð kom í heiminn til þess að frelsa allar þjóðir og alla menn, því að svo mikið elskaði hann heiminn. Hann kom til þess að frelsa ALLA án tillits til stöðu eða stéttar. / allri boðun sinni er það hjartans mál Frelsarans að sann- færa okkur um það, sem erfiðast er fyrir manninn að trúa, er séð hefur það hyldýpi sem aðskilur hann frá Guði, að ENGINN ER ÚTILOKAÐUR FRÁ KÆRLEIKA OG ELSKU GUDS. Einu sinni enn erum við í þann mund að halda heilög jól. Einu sinni enn hlustum við á boðskapinn um það, er átti sér stað á liimni og á jörðinni hina fyrstu jólanótt. Einu sinni enn syngjum við um dýrð og háleita óma liiminsins, sem aldrei dvína. I allri gleði og blessun jólanna er það eitt, sem ekki má kafna fyrir hávaða annars, en það er endurómur og andsvar hjartna okkar við því, sem við höfum þegið af Guði í Jesú Kristi. Það andsvar eigum við að gefa í orði og verki. Nú biðjum við öll Guð um GLEÐILEG JÓL öllum heimi til lianda, í Drottins friði. )

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.