Skutull

Árgangur

Skutull - 24.12.1964, Blaðsíða 13

Skutull - 24.12.1964, Blaðsíða 13
SKUTULL 13 Svipmyndir frá snndfþróttinni Sundíþróttin hefur löngum verið vinsæl á meðal Isfirð- inga og ,þá ekki sízt eftir sú ágæta aðstaða skapaðist, sem Sundhöll Isafjarðar hefur upp á að bjóða. Þá hafa ísfirðingar oft á tíðum haft á að skipa góðu kappsundsfólki og mátt vel við sinn hlut una miðað við .mörg önnur bæjarfélög Frá fyrri árum má nefna nöfn eins og Skúla Skúlason, Skúla Rúnar og Ingvar Jónasson svo dæmi séu tekin, en auk þeirra voru hér þá fjöldi sundmanna og kvenna sem gátu sér góðan orðstír. En eins og gengur og gerist með veðurfarið, má segja að iægðir gangi yfir í hinum ýmsu íþróttagreinum. Svo var um sundið. En upp úr því að Margrét óskarsdóttir hefur þjálfun hjá Ármanni í Reykja- vík, fer að vekja á sér athygli á mótum syðra og hér heima, hefur vegur sundíþróttarinnar á fsafirði farið sívaxandi. Fullyrða má, að árangur Mar- grétar hafi verið öðrum ungl- ingum hvatning, en í dag get- um við státað af töluverðri ,,breidd“ í íþróttinni. Nægir í því sambandi að nefna árang- ur fsfirðinganna á síðasta ís- landsmóti og Sundmeistara- móti unglinga sem á sl. sumri var háð í annað sinn, en þar skipaði ísfirzki hópurinn sér i annað sæti í stigakeppni. Vakti flokkurinn sérstaka at- hygli og þá einkum frammi- staða þeirra Tryggva Tryggva sonar, Einars Einarssonar og Kolbrúnar Leifsdóttur. Árangur í sundi, sem og öðrum íþróttagreinum, næst ekki án fyrirhafnar og mikill- ar þjálfunar. Fer í það mikill tími, en honum er vel varið. Betri og heilsusamlegri íþrótt en sundið verður vart fundin. Þegar minnst er á sund- íþróttina á ísafirði, verður ekki fram hjá því gengið, að forstjóri Sundhallarinnar, Gísli Kristjánsson, hefur sýnt mikinn áhuga á því að efla íþróttina og auka áhuga fyrir henni. m.a. með því að beita sér fyrir Sundhallarmótunum svonefndu. Á hann skildar þakkir fyrir. Knattspyrnufélögin Hörður og Vestri hafa verið aðal- keppinautarnir. Þjálfarar fé- laganna hafa verið þeir Björn Egilsson og Fylkir Ágústsson. Auk þess hafa þeir Bjöm og Fylkir verið virkir þátttak- endur í mótum, sér í lagi Fylkir, en hann er núverandi íslandsmeistari í 100 og 200 m bringusundi karla. Er vafa- laust leitun að öðrum eins á- huga og Fylkir hefur sýnt fyrir sundíþróttinni og má að öðrum ólöstuðum fyrst og fremst eigna honum heiðurinn af frammistöðu sundfólksins á sl. sumri. Skutull birtir hér til gamans nokkrar myndir af ísfirzka sundfólkinu, sem svo sannar- lega hefur vakið á sér athygii og orðið sér ogb æjarfélagi sínu til sóma í hvívetna. Mættu fleiri taka það sér til fyrirmyndar, í stað þess að eyða tímanum í göturáp og annað þaðan af verra. Frá Suiidmeistaramóti Vestfjarða sl. sumar. ísfirzku unglingarnir sem þátt tóku í fyrsta Sundmeist- aramóti unglinga. 1963: Sigrún Halldórsdóttir, Elín Jó- hannsdóttir og Einar Einarsson. Kolbrún Leifsdóttir, margfald- ur sigurvegari á Sundmeist- aramóti Vestfjarða og núver- andi fslandsmeistari unglinga í bringusundi. Frá afmælismóti Vestra 8. ágúst 1961. Talið frá vinstri: Björn Egilsson, Guðmundur Harðarson, Rvk., Hrafnhildur Guðmundsdóttir, Rvk., Margrét Öskarsdóttir og Ernst Backmann. Guðmundur og Hrafnhildur kepptu sem gestir á mótinu, en Hrafnhildur er eins og kunnugt er, frækn- asta sundkona fslands í dag. Ernst var þjálfari Ármanns um tíina og æfði Margrét undir handleiðslu hans. Landsþjálfarinn í sundi, Torfi Tómasson, skrapp liingað yfir eina helgi í sumar. Hér sjáum við liann á æfingu í Sundhöll fsafjarðar ásamt okkar fremsta sundfólki af yngri kynslóðinni, en í fremri röð eru frá vinstri: Krist- inn Hrólfsson, Einar Einarsson, Tryggvi Tryggvason, Guðjón Höskuldsson og Sigríður Níelsdóttir. Aftari röð: Kolbrún Leifsdóttir, Guðmunda Jónasdóttir, Margrét Jónsdóttir, Stefanía Finnbogadóttir, Sigrún Halldórsdótt- ir og Elín Jóhannsdóttir.

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.