Skutull - 24.12.1964, Blaðsíða 9
SKUTULL
9
Hluti af þátttakendunum í námskeiðinu.
— Og eitthvað fleira á
prjónunum?
— Núna er verið að æfa
leikrit, barnaleikritið Hans og
Grétu. Jón Halldórsson er
leikstjórinn. Ef æfingar ganga
að óskum er fyrirhugað að
sýna leikritið yfir hátíðamar.
Þetta er alger nýjung í starf-
seminni en ég er að vona að
þetta gangi allt vel.
— Það skulum við vona, og
ekki veitir af að reyna að
vekja áhuga fyrir leiklistinni.
Þegar við yfirgáfum þessi
stilltu og áhugasömu ung-
menni þá vorum við enn sann-
færðari en áður, að það er
Þrír félagar: Konni, Þórður og
Valur.
nauðsynlegt að halda uppi
slíkri starfsemi, og þyrfti að
gera í miklu ríkari mæli.
Tvö blóm
Framhald af 7. síðu.
í náttúruna; hafði brotið af
mér f jötrana, og prísundin var
að baki; ég vildi berast fleyg-
um vængjum yfir hrjóstrug
fjöll, og lynggrónar heiðar, og
í svipinn gleymdi ég félögum
mínum, sem enn dvöldust inn-
an veggja.
Ég fór í bæinn, og fékk mér
leigt herbergi í húsi einu. Það
hittist svo á, að það var
skammt frá heimili þeirra Jón-
asar og Gunnjónu. Ég var á-
kveðin í að reyna að fá mér
vinnu við mitt hæfi, fram til
haustsins, en halda síðan
heim. Ég leitaði fyrir mér, en
án árangurs. Hélt þó leigunni.
Talaði heim og bað ættingja
mína að leita fyrir mig eftir
vinnu, kvaðst svo myndu
koma seinna.
Dægrin fóru að mestu hjá
mér til útréttinga, og varð
mér því tíðförult inn í hjarta
bæjarins. Það var um frekar
fáfarnar götur að fara. Ég var
tímanógur, og mér gafst ágætt
t
tækifæri til að virða fyrir mér
vegfarendur og umhverfi.
Daglega gekk ég fram hjá
húsinu þeirra Gunnjónu og
Jónasar. Mér féll það sífellt
betur eftir því, sem ferðirnar
urðu fleiri. Það var lítið, hvít-
málað með grænum glugga-
körmum. Túnblettur var um-
hverfis húsið og lóðin girt.
Mannhæðarhá tré, komin til
ára sinna líkt og eigendur
hússins, byrgðu örlítið útsýn-
ið, og greinar stærstu trjánna,
slúttu út yfir girðinguna yfir
gangstéttina.
Ég gekk þar undir og mér
fannst ilmur þeirra áfengur.
Á þessum göngum mínum
mætti ég gamla manninum, að
heita mátti daglega. Stundum
var hann á leið til sjúkrahúss-
ins, eða að koma þaðan. Ann-
að veifið var hann að kaupa í
matinn. Þá var hann með gráa
innkaupatösku, ýmist tóma
eða fulla af matvælum. Dóttir
hans, gift, átti einnig heima í
litla, vinalega, hvítmálaða hús-
inu. Þá var hann að færa
björg í bú, handa sér, ungu
hjónunum og litlu glaðværu
glókollunum, sem voru hans
mesta uppáhald.
Ég stanzaði ávallt, bauð
góðan dag, og spurði eftir
Gunnjónu; hvemig henni liði,
og bað fyrir kveðju til hennar,
næst er hann færi í heimsókn.
Við röbbuðum oft um daginn
og veginn, sér í lagi ef við
áttum samleið. Það var gam-
an að spjalla við gamla mann-
inn. Síkátan, hressilegan í tali
og hnyttinn í orðum. Við
ræddum um bækur. Hann var
víðlesinn. Tíðarfarið, og þau
dægurmál, er efst voru á
baugi. Það var sama hvar ég
bar niður. Ég kom sjaldan að
tómum komanum..
Dag einn var hann óvenju
hýr í bragði.
„Nú kemur Gunnjóna bráð-
um heim,“ sagði hann, og ég
sá, hann var strax farinn að
hlakka til.
„Jæja. Það verður gaman.
Bara það verði sem fyrst.“
„Já.“ Augu hans Ijómuðu.
Við kvöddumst; hann fór
inn í bæ, ég heim.
Það var á mánudag eftir
hádegi. Ég var að flýta mér
heim og gekk rösklega. Glaða
sólskin var og molluhiti. Ég
hafði farið úr jakkanum og
gekk á skyrtunni einni. Er ég
beygði fyrir húshom og inn
í götuna okkar, sá ég allt í
einuhvar kona kom á móti
mér. Hún var að sjá örlítið
reikul í spori og fór sér hægt.
Ég efaðist ekki. Ég kenndi
hana strax tilsýndar; þetta
var Gunnjóna.
„Nei, sæl og blessuð," sagði
ég, er við mættumst. „En
gaman að sjá þig. Velkomin
heim.“
„Sæll og blessaður og þakka
þér fyrir.“
Við tókumst í hendur og
hún brosti glaðlega.
„Hvernig er heilsan hjá þér
núna?“ spurði ég svo. „Ann-
ars hefi ég fengið fréttir af
þér hjá Jónasi. Ég mæti hon-
um svo oft,“ hélt ég áfram.
„Já, hann hefur sagt mér
frá því; annars er heilsan hjá
mér mjög sæmileg. En hvem-
ig ert þú til heilsunnar?“
„Ágætur. Já, já, ég held nú
það. — Er langt síðan þú
komst heim?“
„Nei. Á laugardaginn var.“
„Laugardagur til lukku.“
„Já, það er sagt svo,“ sagði
hún, og við hlógum bæði; þá
kom þögn stundarkorn.
„Það er blessuð blíðan,“
sagði ég svo til að segja eitt-
hvað. Mér veittist ætíð erfitt
að halda uppi samræðum. Það
var sama hver í hlut átti, eða
hvemig á stóð.
„Já, það má nú segja. Mað-
ur er líka að reyna að nota
sér það, þótt ég sé nú frekar
slök við að ganga.“
„Það er nú ekki undrunar-
efni.“
„Nei. Ég er orðin gömul og
slitin. Það er svona að vera
ekki ung lengur.“ Hún var
kímin á svip, með glettni í
augum er hún mælti þetta.
„Já,“ ég hálf hló við. „Hjá
ellinni verður víst ekki komizt.
Hún kemur hvort maður vill
eða vill ekki og spyr engan
að,“ sagði ég og reyndi að
tala af alvöru og festu, en
fórst fremur óhönduglega,
frammi fyrir svona lífsreyndri
konu.
„Ja, sussu nei.“
„Jæja. Það dugir ekki að
slóra. Ég ætla heim á morg-
un.“
„Nú. Það verður gaman hjá
þér.“
„Já vertu blessuð Gunnjóna
mín. Það er ekki líklegt ég
sjái þig aftur, áður en ég fer.
Heilsaðu Jónasi frá mér.“
„Ég skal gera það. Vertu
blessaður og hafðu það gott,
vinur minn.“
Handtak gömlu konunnar
var milt. Það stafaði frá því
hlýju, sem yljaði mér um
hjartaræturnar.
„Sömuleiðis. Vertu bless.“
Ég hraðaði för minni heim,
og hún hélt áfram gönguferð-
inni.
Daginn eftir hélt ég áleiðis
heim.
Ég steig upp í bílinn, valdi
mér sæti við einn gluggann og
skrúfaði niður rúðuna.
Við ókum í gegnum bæinn
og um götuna hennar Gunn-
jónu. Klukkan var níu að
morgni. Það rauk glatt hjá
gömlu konunni. Um leið og
bíllinn þaut fram hjá, sá ég
gamla manninum bregða fyrir.
Hann var að bjástra í garð-
inum. Fyrr en auga hafði á
fest, var gamli maðurinn að
baki. Ég leit aftur, en þykkur
mökkur moldarryks varnaði
mér sjónum.
Ég sökkti mér djúpt niður í
sætið og reyndi að koma mér
notalega fyrir.
Bíllinn hélt stynjandi áfram
með sínum ógnar hraða. Við
fjarlægðumst meir og meir
gamla manninn, og fallega,
og vinalega húsið hennar
Gunnjónu. Nýjar slóðir tóku
við. Ókunnar og langt frá því,
að mér fannst, að vera eins
vinalegar og þær, er að baki
voru . . .
lllllllllllllllllllilllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllKillllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllill
ll.f. iilýi'rílin Egill Skallayrínissun
Reykjavík — Sími 11390 — Símnefni: Mjöður
Maltöl — Pilsner — Hvítöl
Sinalco — Appelsín límonaði — Egils appelsín
Engiferöl — Litað sykurvatn — Spur cola
Grape Fruit — Sódavatn
Hi-Spot.
Allar tegundir eru fyrirliggjandi hjá umboðsmanni
vorum á Isafirði
MATTHÍASI BJARNASYNI
lllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll
ílillllllllllllllllllllllMIIIIIIIIIIIIIIIIIHIIIIIIUI