Skutull

Árgangur

Skutull - 24.12.1964, Blaðsíða 7

Skutull - 24.12.1964, Blaðsíða 7
SKUTULL 7 unnar, gengu hægt og leidd- ust. „Velkomin á fætur og út í góða veðrið,“ sagði ég, er ég mætti þeim. „Þakka þér fyrir.“ „Hvernig er heilsan?" „O, hún er bísna góð. Ann- ars er nú ekki við miklu að búast eftir svona stuttan tíma, og af svona ræfli, sem ég er.“ Hún var glöð og hress að heyra á málrómnum, og hún hló við. „Já, þetta útheimtir sinn tíma,“ sagði ég spekingslega, og talaði eins og sá, sem veit. „Það er reglulega fínt veður núna,“ sagði gamli maðurinn og leit upp í himininn, sem var blár og fagur. „Já, yndislegt.“ „Já, þeir eiga bágt, sem ekki komast út í sólskinið og þetta dásamlega veður,“ sagði hún full samúðar. Við játtum því, ég og gamli maðurinn; svo þögðum við góða stund. „Það er líklega ekki löng fótaferð hjá þér ennþá?" spurði ég, og rauf þar með þögnina. „Nei. Einn klukkutími, svona til að byrja með. En það kemur.“ „Já. Ég fékk tvo þegar ég byrjaði," sagði ég, en sá jafn- skjótt að ég hafði hlaupið á mig, og iðraðist orðanna. Við þögðum enn. Svo tók hún af skarið: „Jæja, Jónas minn. Eigum við ekki að halda áfram?“ Og hún snéri sér að manni sínum. „Jú, það er víst bezt. Vertu sæll.“ Veriði bless.“ Ég hinkraði við, horfði um stund á eftir þeim, og dáðist stöðugt meir og meir að þess- um einstöku hjónum. Mér kom í hug saga, er ég hafði heyrt frá því er þau voru ung: . . . Þá foreldrum Gunnjónu barst til eyrna, að meira væri, en góðu hófi gegndi, á milli hennar og Jónasar, fyrtust þau við. Hann var almúgason- ur, en þau áttu til ríkra að telja. Það tók ekki tali, að slíkur maður kæmi inn í ætt- ina. Frú Jórunn, móðir Gunn- jónu, var stórlát kona og drembileg. Það stoðaði lítt, Hálfdán, maður hennar, hefði látið snúast, fyrir fortölur dóttur sinnar, og væri ekki jafn þvermóðskufullur og fyrr. Frú Jórunn var ekki lengi að yfirvinna hann á ný. Hún hélt langa og mikla æsingatölu um það, hversu mikil smán þetta yrði. Hinum fornu, göfugu og ættstóru höfðingjum Mikla- fellsættarinnar, væri stórlega I misboðið með þvílíkum ráða- hag. Það skyldi ekki verða, meðan hennar nyti. Svo leið og beið. Það var ekki laust við að hlakkaði í frú Jórunni. Alla tíð hafði hún átt því að venj- ast, að hafa sitt fram. Sem barn í vöggu þagnaði hún sjaldnast, þá augun voru ekki afturlukt. Vart var hún kom- in á legg, og gat skammlaust nefnzt talandi, þá hún drottn- aði yfir heimilinu. Er hún óx upp og varð gjafvaxta, var hún orðlagður svarkur. Gróu- sögur gengu um, að hún hefði neytt Hálfdán til að kvænast sér. Gulldali hafði hann átt marga í kistuhandraðanum — og þeir glóðu. En mitt í sigurvímunni, og öllum á óvart, gerðu þau, Gunnjóna og Jónas, trúlofun sína heyrinkunna. Gunnjóna hafði farið sína eigin leið, þrátt fyrir allar fortölur móð- urinnar og hringlanda föðurs- ins. Hún braut af sér hlekki foreldravaldsins, og kaus það eitt, sem hjartað þráði og elskaði. Og þess hafði hún aldrei þurft að iðrast. Tilfinn- ingarnar höfðu úrslitavaldið, og ástarguðinn leiddi hana, við hlið manns hennar, á gæfubrautina, og gerði _það enn. Þótt stundum blési á móti voru þau aldrei fátæk; þau áttu hvort annað. Það var þeirra mesti og bezti auður. Fyrst er sá fjársjóður léti á sjá, yrðu þau fátæk, og lífið einskis virði. Gunnjóna hafði átt við veikindi að stríða hin síðari ár, en samt voru þau glöð og ánægð. Þau höfðu lií- að og lært, og þau þökkuðu lífinu fyrir samverustundirn- ar . . . Gamli maðurinn kom oft í heimsókn, stundum daglega. Hann þreyttist aldrei á að ganga þessa löngu leið til sjúkrahússins, frá heimili sínu. „Mér hverfur þreytan er ég sé hana Gunnjónu mína svona hressa,“ sagði hann eitt sinn, er ég spurði, hvort það væri ekki erfitt fyrir þetta gamlan mann, að ganga slíkan óraveg. „Nú, og þegar ég kem heim,“ hélt hann áfram, „þá reyni ég að hvíla mig sem bezt áður en ég kem næst.“ Ég samsinnti þessu. Þetta var ekki nema eftir öðru. Öll orð þeirra og athafnir miðuðu að því, að gera hvort öðru lífið léttbærara. Sumarið var indælt. Ég fékk útskrift, og mér fannst ég stálsleginn. Með útbreiddan faðminn hljóp ég fagnandi út Framhald á 9. síðu. !IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIII1IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIII1IIIIIIIIIIIIIMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIHIII!!IIII!IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIII1IIIIIIII II1111111111111II1111III1111 Óskum öllum viðskipta- vinum vorum gleðilegra jóla með þökk fyrir viðskiptin. Gefjun - Iðunn | KIRKJUSTRÆTI | 1IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIII llllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll II llllllllll III llllllllllllllllllllllllllllli IIIIIIIIIIIIII1111II lllllll II1111111111111111111II llll II lllllllllllllll III llllllllll III .........................................iiiiiiiiiiiiiiiiiiijafiiiiiiiiiiiiiiiiiiii.. lllIlllllIllIlllllllHlllllllllllllllíllH|ll»llIlliilllHlllllllllllllilllllllll■llllllll•lllll»||,||«||»||,^|,||,||,|^,||,,|,|,,,|,,l,ll,l,,,l,l,,ll,ll,ll,lll,l,,l,,l,ll,l,,ll,1

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.