Skutull

Árgangur

Skutull - 24.12.1964, Blaðsíða 4

Skutull - 24.12.1964, Blaðsíða 4
4 S K U T U L L BIRGIR FINNSSON, ALÞINGISMAÐUR: y Birgir Finnsson Þann 17. maí s.l. voru liðin 150 ár frá því að Norðmenn settu sér stjórnarskrána á Eiðsvelli, og var ég viðstaddur hátíðahöldin af því tilefni í boði norska Stórþingsins sem einn af fulltrúum Alþingis. Það var hrífandi og ógleyman- leg hátíð — ekki vegna skrauts eða íburðar, heldur fyrst og fremst vegna al- mennrar þátttöku og innilegr- ar gleði allra. Þetta var sann- kölluð fagnaðarhátíð heillar þjóðar, og ekki sízt var það æskan, sem setti svip sinn á daginn. E.t.v. var eitthvað meira um dýrðir að þessu sinni en venjulega, vegna 150 ára afmælisins, en þó mun það vera svo ár hvert, að Norð- menn sýna þjóðhátíðardegi sínum óvenjulega mikla og einlæga ræktarsemi, hvort sem þeir eru heima eða heim- an þann dag. Norska Stórþingið bauð aðeins fulltrúum frá þjóð- þingum hinna Norðurlandanna til hátíðahaldanna s.l. vor, og voru þrír þingfulltrúar frá hverju þeirra, ásamt eigin- konum, svo og sendiherrar Norðurlandanna í Osló, og þeirra konur, einu erlendu boðsgestirnir á hátíðinni. Þannig sýndu Norðmenn hug sinn til hinna norrænu frændþjóða við þetta tækifæri. Þann 17. maí bar að þessu sinni upp á hvítasunnudag, og hófust hátíðahöldin kl. 9 um morguninn með messu í dóm- kirkju Oslóborgar. Jóhannes Smemo, biskup, messaði, en viðstaddir voru Stórþings- menn, Ólafur konungur, Har- aldur krónprins, ríkisstjórnin, hæstiréttur og erlendu gest- irnir. Kirkjan var fullskipuð, og messan öll með miklum há- tíðarbrag í anda 17. maí fremur en kirkjuhátíðar dags- ins. Þarna fann maður strax, að allir voru í þjóðhátíðarskapi. Frá kirkjunni var gengið í fylkingu til þinghússins, og í fararbroddi þingmanna gekk einn af fulltrúum kven- þjóðarinnar, Magnhild Hagelia, í þjóðbúningi, og bar norska fánann. Um alla borgina blöktu fánar á stöngum, og opinberar byggingar voru skreyttar með fánaborðum og lyngfléttum. Mikið bar á þjóð- búningum í mannþrönginni á götunum, og brosleit og sæl- leg börn veifuðu fánum. Og nú hófst skrúðganga bamanna, sem alltaf er fast- ur liður í hátíðahöldunum 17. maí um allan Noreg. Að þessu sinni tóku um 30 þúsund skólabörn frá 78 skólum í í Osló þátt í skrúðgöngunni, og var það tilkomumikil og skemmtileg sjón. Á undan skrúðgöngunni fór riddara- liðssveit á gljáandi hestum, síðan lúðrasveit hersins, þá fulltrúar skólastjórnanna og borgarinnar, og loks komu svo börnin, hver hópurinn af öðrum í óendanlegri fylkingu, sem gekk fram hjá þinghúsinu og eftir Karl-Johan götu áleið- is til konungshaUarinnar. Fyrsti hópurinn, ung börn úr Rosenhofskóla, staðnæmd- ist hjá þinghúsinu til að færa þingforsetunum Nils Lang- helle, Alf Kjös, Nils Hönsvald, Fer Borten. Einar Hareide og Jakob Pettersen blómvendi,, og árna Stórþinginu heilla, en eftir það heilsuðu jafnan ein- hverjir tveir af þingforsetun- um skrúðgöngunni úr glugg- um Eiðsvallarmyndasafnsins í þinghúsinu. Skrúðgangan stóð yfir í 2i/2 tíma, og hver hóp- urinn af öðrum gekk fram hjá konungshöllinni, þar sem Ól- afur konungur og Haraldur krónprins stóðu á svölum úti og heilsuðu. Fyrir mörgum skólanna gengu lúðrasveitir í einkennis- búningum, og það var f jör yfir öllum. Stundum var brugðið á hring- eða keðjudans, og það var sungið eða hrópað í kór. Einna mest var fjörið í „rúss- unum“, en svo nefnast nýbak- aðir stúdentar í Noregi. Þeir láta sauma alls konar myndir og slagorð á föt sín, og leyfa sér meiri gáska en annað fólk, svo sem skiljanlegt er eftir erfiðan próflestur. Meðal slag- orða þeirra í vor var þetta: ,,Go home Krutsj. We want the Beetles.“ (Farðu heim Krutschov. Við viljum Bítl- ana). Húsakynni norska Stór- þingsins eru rúmgóð og fögur. Byggt hefir verið við gamla þinghúsið, þannig að nýtt og gamalt fellur saman í eina heild, án þess að skemma hvort annað. Meðan á bama- skrúðgöngunni stóð, var geng- ið í Stórþingssalinn, og ,þar afhentum við gestirnir gjafir, sem við höfðum meðferðis, og fluttum ávörp og kveðjur. Það kom í minn hlut, að flytja ávarp Alþingis, og af- henda Þingvallamálverk eftir Jóhannes Kjarval. Gustav Pet- ersen, þingforseti frá Dan- mörku afhenti „beztu mynd- ina af Kristjáni Friðrik, sem hægt var að finna í Dan mörku.“ Kauno Kleemola frá Finn- landi afhenti blátt „rya“ teppi, sem táknar einingu Norður- landa, og Gustaf Sundelin frá Svíþjóð afhenti eftirmynd af gullmedalíu, sem Svíar gáfu Norðmönnum á sínum tíma, en Þjóðverjar rændu úr safni Stórþingsins í stríðinu. Nils Langhelle, forseti Stórþings- ins þakkaði gjafirnar. Þingvallamynd Kjarvals vakti mikla athygli, og hefir mér verið sagt af kunnáttu- mönnum, að hún sé ein af beztu myndum hans frá síðari árum. Nú var ekki til setu boðið lengur, því meginþáttur há- tiðarinnar skyldi fram fara á Eiðsvelli í húsi Carsten Anker, sem staðið hefir óbreytt í 150 ár, sem einn helgasti staður Noregs. Eiðsvöllur var ekki þingstaður nema árið 1814 meðan 112 þjóðþingsfulltrúar sátu þar á rökstólum og sömdu stjórnarskrána, sem síðar varð grundvöllur hins frjálsa Noregs sem við þekkj- um í dag. Þetta verk hefir nægt til þess að skapa staðn- um helgi, og gera þá menn, sem það unnu, að þjóðhetjum í augum Norðmanna. Til þessa staðar var nú haldið frá Osló í bifreiðum með þingi og ríkisstjórn Nor- egs. Konungurinn og krón- prinsinn fóru á milli staða-nna í þyrlu. Mikill mannfjöldi var sam- Þessi mynd er frá hátíðarfundi Stórþingsins í „ríkissalnum“ á Eiðsvelli. Nils Langhelle, stórþingsforseti, flytur ræðu sína.

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.