Skutull

Árgangur

Skutull - 24.12.1964, Blaðsíða 12

Skutull - 24.12.1964, Blaðsíða 12
12 SKUTULL HJÖRTUR HJÁLMARSSON: Bænin hennar mðmmn Það var um miðjan desem- ber að mamma sagði mér að á morgun ætlaði hún að fara út að Vindheimum, að heim- sækja systur mína fyrir jólin, og ég ætti að fá að fara með henni. Ég varð harla glaður við. Okkur systkinunum þótti gam- an að hittast, þó stundum slettist upp á vinskapinn, ef við áttum langa dvöl saman. Ég var sex ára og þóttist fær i flestan sjó. Við mamma átt- um heima í Stapa. Vindheim- ar eru yzt í Reykjatungu í Skagafirði en Stapi framar í Tungunni og eru röskar tvær bæjarleiðir á milli, ef farið er vestan í Tungunni, en heldur skemmri leið að austanverðu, en enginn bær á þeirri leið, en fyrir neðan Tunguna tekur við slétta allmikil, sem nær að Héraðsvötnum. Það var all gott veður morguninn eftir, en loft þung- búið. Liðið var að hádegi, er við lögðum af stað, og ákvað mamma að fara austari leið- ina, þá yrðum við heldur fljót- ari. Það var snjór yfir öllu, hjarn með nokkrum driftum af lausasnjó ofaná. Ég var vel búinn í snjósokk- um, sem náðu upp á mitt læri, í þykkri peysu, með stóran trefil og prjónahúfu. Mér fannst þetta auðvitað óþarf- lega mikill klæðnaður, en mamma réði. Ég skokkaði við hliðina á mömmu en þurfti að taka ýmsa króka. Það var svo gaman að hlaupa í driftimar með lausa snjónum, ausa hon- um upp með fótunum og jafn vel kasta sér endilöngum í hann. Ég var strax orðinn heitur og sveittur, þó nokkurt frost væri, og mamma sagði að ég mætti ekki þreyta mig. Hún Þar lágu tvímenningarnir í svefnpokum og hrutu ferlega. Þeir voru vaktir hæversklega og boðin skipsferð heim, sem þeir þáðu af ltillæti sínu. Um heimferðina er það að segja að hún var mjög skemmtileg í glaða sólskini og hafið slétt sem spegill. Þeir einir vita hve fögur landsýn er í góðu veðri á Ströndum, sem hafa farið þarna um við sömu aðstæður. Hafið þökk sem lásuð. Hjörtur Hjálmarsson vildi leiða mig, en það fannst mér óþarfi, og ekki karlmann- legt. En nú dimmdi enn í lofti, það var komin þétt kafalds- mugga, en það gerði ekkert til, það var bara meira gaman, sórstaklega að stanza, halla höfðinu aftur, með opin munn og reyna að fá stærstu kaf- aldsflyksurnar til að lenda í munninum. Svo fóru að koma vindstrokur, fyrst strjálar. Þá óx gamanið enn. Snjórinn rauk yfir mig í þotunum. Nú þurfti ég ekki að leita uppi skaflana. En svo fór að verða styttra á milli þotanna og allt í einu skall á samfelldur stormur — stórhríð. Nú þótti mér ekki gaman. Stundum varð ég jafnvel að snúa mér undan veðrinu, mér fannst ég ekki ætla að ná and- anum. Ég smeygði lófanum í hönd mömmu, og lét hana leiða mig. Mér fannst hún hika ögn. Ef til vill var hún að hugsa um að snúa við. Hafi svo verið, þá hætti hún að minnsta kosti við það.Það gat líka brugðist til beggja vona að hitta bæinn í Stapa í þessu veðri, þó þang- að væri nokkru styttra og undan veðri að halda. Bærinn lá inni í miðri Tungu, en Vind- heimar voru sem næst Tungu- brúninni og því auðveldara að finna bæinn — ef við lentum ekki niður af Tungunni, þá tók við flatneskjan, kennileita- laus. En dagurinn er skammur um miðjan desember, og nú bættist náttmyrkrið við hríð- ina. Við sáum ekki neitt frá okkur, en áfram héldum við. Færðin þyngdist, og ég fór að þreytast. Mamma fann það, og við hvíldum okkur öðru hvoru. Ég spurði hvað eftir annað hvort við værum ekki bráðum komin. Og svarið var alltaf, jú bráðum erum við komin með guðs hjálp, nú verðurðu bara að vera dugleg- ur, svolitla stund enn. Ég fór að kasta mér niður í hvert sinn, sem við hvíldum okkur, en alltaf tók mamma í höndina á mér eftir stutta stund og sagði: „Nú verðum við að halda áfram, elskan mín.“ Þó var eins og hún væri eitthvað hikandi, og hún var að hóa, öðru hvoru, en það var eins og hljóðið þurkaðist út í veðurhvininum. En svo gerðist það einu sinni, þegar við höfðum tekið okkur hvíld, að mamma kraup niður í snjóinn, og ég heyrði að hún var farin að biðja guð. Mér fannst þetta skrýtið. Auð- vitað hafði ég heyrt mömmu biðja guð, en aðeins á kvöld- in, þegar við fórum að hátta, og þá lét hún mig líka lesa bænirnar mínar, og við krup- um ekkert. En nú ætluðum við ekkert að fara að hátta, eða var það, og ég spurði: „Eig- um við að sofa hérna mamma?" mér fannst það eiginlega ekki veruleg fjar- stæða. En mamma svaraði ekki, hún hélt áfram að biðja, og það var ósköp gott að hvíla sig. Já, það var vel hægt að sofa þama. En var ekki einhver að hóa, úti í hríðinni. Mamma stóð snögglega upp og tók mig við hönd sér, og nú beygði hún nærri þvert af leið. Mér fannst ég alveg vera að gefast upp, því nú var upp brekku að fara. En mamma byrjaði aftur að hóa, og nú heyrði ég greini- lega að það var hóað á móti. Og svo birtist eitthvað í hriðarsortanum. Fyrst varð ég hræddur, þetta var eins og tröllkarl, en svo sá ég að þetta var beitarhúsamaðurinn á Vindheimum. „Guð hjálpi mér,“ sagði hann, „eruð þið á ferðinni í þessu veðri?“ Mamma svaraði litlu fyrst. Og svo sagði hann okkur frá því, hvernig honum datt allt í einu í hug að ganga inn með hlíðinni, áður en hann fór heim frá húsunum, og hóa, og mamma sagði honum að við hefðum víst verið í þann veginn að villast niður af Tungunni. Nú var ekki langt heim að Vindheimum, og ferðin gekk -a Hjörtur Hjálmarsson: Kalli smaladrengnr Stælt eftir Per Svineherde. Kalli smaladrengur hann sat hjá sinni hjörð. Hann fagra dreymdi ungfrú, þá fegurstu á jörð. En krumminn í mónum hann mælti, og skellti í góm: „Að vilji þig nokkur er vitleysa tóm.“ En sunnudagsmorgun er sólin roðar fjöll hann Kalli var staddur í konungsins höll. Hjarða ég gæti um háfjöllin blá, en kongsdóttur fagra nú kýs ég að fá. Hann tók af sér vettlingatötra úr ull, þá skein þar á hringinn, og hann var rauðagull. Og hattkúfinn tók hann af höfði sér næst, þá ljómar þar kóróna gimsteinum glæst. Þið kallið mig smala, ég hirði mína hjörð, en var nokkur konungur voldugri á jörð? Og daginn þann, fyrri en sigin var sól hann Kalli var sestur á konungsins stól. Og konungsins dóttir var dr'ottningin hans. Fegursta ungfrú af öllum innanlands. Dætur þau áttu og synina sex og hreykinn var Kalli hve hópurinn vex. Og auðvitað var Kalli Kallason einn og smaladrengur var hann, sá vaski sveinn. Kalli smaladrengur hann sat hjá sinni hjörð. Hann fagra dreymdi ungfrú, þá fegurstu á jörð. vel, þvi beitarhúsamaðurinn tók mig á háhest. Það var svo sem engin skömm að því, þetta var karlmaður. Þessi saga hefur geymst mér í minni. Ekki af því að ég gerði mér þá grein fyrir neinni hættu, fremur sennilega af hinu, að síðar, þegar mér óx þroski, stóð hún mér svo Ijóslifandi fyrir augum bænin hennar mömmu í hríðinni. Hjörtur Hjálmarsson. SKCTDLL Utgefandi: Alþýðuflokkurinn, ísafirði Ábyrgðarmaður: Birgir Finnsson Neðstakaupstað - Sími 13 Innheimtumaður: Ilaraldur Jónsson Þvergötu 3 Prentstofan ísrún hf.

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.