Skutull

Árgangur

Skutull - 24.12.1964, Blaðsíða 11

Skutull - 24.12.1964, Blaðsíða 11
S K U T UI L 11 Strandlengjan austanverðu í víkinni frá Horni að Dögunarfelli: Yztidalur, Miðfell, Miðdalur, Kálfatindur, Innstidalur blasa við. íæturna fram yfir brúnina, — ekki aldeilis, ég held að í fyrstu hafi sumir látið jafnvel annað augað nægja, en það voru bara þeir, sem ekki höfðu komið þarna áður. Við þessir vönu rákum allan hausinn fram yfir og sögðum reyndar lika, að enn myndi versna. Syllurnar þarna voru orðn- ar all þétt setnar af svartfugli og hávaðinn og gargið óskap- legt. Þarna við brúnina er bjarg- sig og bjargganga nærtækt umhugsunarefni, ógnþrungin lofthræðsla grípur mig við til- hugsunina eina, ekki vildi ég dingla í kaðli í bjarginu þótt allur veraldarauður væri í boði. Það hlýtur að hafa vantað einhvern slatta af taug- um í þá menn, sem þetta lögðu og leggja fyrir sig enn þá. Leiðin lá áfram inn bjarg- brúnina um almenningaskarð. Þar er útsýni gott inn Austur- Strandir, alla leið að Geirólfs- gnúp, þar eru sýslumörkin. Á leið niður í Látravík fer bjargið smálækkandi, þó að hvergi sé slétt í fjöru. Látra- vík er naumast meira en stór hvos í fjallið og undirlendi lít- ið. Á háum bakka undir Axlar- fjalli stendur Hornbjargsviti dyggan vörð um siglingar skipa. Aðkoman er mjög vinaleg, lítið, slétt tún með þó nokkr- um útihúsum og myndarlegt íbúðarhús áfast sjálfum vit- anum. Allt þarna ber dugnaði og reglusemi vitni, öll hús vel máluð og þrifalegt í kringum þau. Jóhann Pétursson vitavörð- ur og kona hans tóku á móti okkur með slíkum höfðings- skap, að leit mun að öðru eins, jafnvel bakara er með var í hópnum þótti mikið til um þann þátt veitinganna er að hans fagi laut. A loknu borðhaldi og góðri hvíld, héldu flestir ferðalang- arnir af stað undir forustu Jóhanns vitavarðar og skyldu skoðaðar „Fjalir“. Þetta eru þrír klettadrangar eins og hendi í laginu, standa aðskildir nokkurn spöl undir bjarginu og þarf að fara fyrir forvaða á leiðinni. 1 þetta sinn var fjara. Drangarnir eru lauslega tengdir bjarginu með frekar lágu hafti, sem auðvelt er að komast yfir, nema miðhaftið, þar þarf að hafa kaðal með. Þetta reyndist hæfileg bjargganga fyrir okkur, og höfðu menn mikla ánægju af ferðinni. Um miðnætti var komið aftur í Vitann og enn svign- uðu borð undan veizlumat. Nokkru seinna var haldið sömu leið til baka og komið að Horni aftur eftir þriggja stunda erfiða göngu. Tveir menn voru skildir eftir í vit- anum til þess að hafa samband við skipstjórann á Heiðrúnu um heimferð. Upphaflega hafði verið á- kveðið að heimleiðis skyldi haldið úr Hornvík um Hafn- arskarð í Veiðileysufjörð, en vegna snjóþyngsla var hætt við það og skyldi báturinn koma aftur að Horni á Mánu- dag. Hvítasunnudagur var kom- inn að hádegi, þegar næst var lagt upp í gönguferð, og ekki var veðrið til ama, blæja logn og sólskin svo sterkt, að snjór- inn rann niður. Reyndar var okkur orðið sama um snjóinn, því nú skyldu gengnar reka- fjörur og haldið undir Hornið sjálft. Við röltum nú sama veg og ísbjörninn, sem drepinn var þarna í fjörunni 19. júní í fyrra. Þrír úr hópnum höfðu reyndar verið staddir á sama stað tveim dögum áður en björninn var veginn, eða 17. júní í þoku og ekkert bjarn- dýr sjáanlegt. Undir Horninu var gaman að vera og horfa á fuglalífið í bjarginu fyrir ofan. Við fórum ekki langan veg undir bjargið, því leiðin tepp- ist fljótlega af forvaða mikl- um, sem við fórum upp á, en þorðum ekki niður af hinum megin. Zuluflokkurinn. Innan Rekkasveitarinnar er starfandi flokkur, sem hefur tamið sér sérstaka siði og verða þeir, sem ganga vilja í flokkinn, að ganga gegnum þrautir nokkrar, áður en þeir teljast fullgildir meðlimir. Seinnihluta dagsins tók flokkurinn sig út úr aðalhópn- um með nokkra nýliða; urð- um við átta saman og héldum áleiðis inn í Höfn í botni vík- urinnar. Þar er uppistandandi bæjarhús, járnslegið á steypt- um kjallara. Slysavarnafélag Islands hef- ur útbúið bæinn sem björgun- arskýli. Eins og áður er vikið að, er sandur mikill fyrir botni víkurinnar og tekur um hálfa stund að ganga yfir hann. Um sandinn fellur Hafnarós, meinleysislegur á fjöru, en djúpur og viðsjáll á flóði. 1 þetta skipti var fjara og vatnið rúmlega í hné, en dag- inn eftir í bakaleiðinni var vatnið í mitti, og einn fór reyndar á sund, og urðum við að reyta af okkur flíkur fyrir piltinn. Um nóttina gisti Zuluflokk- urinn í Höfn. Morguninn eftir var farið út í Rekavík, þar sem inntaka nýliðanna skyldi fara fram, einn félaganna varð eftir í skýlinu vegna meiðsla í fæti. Leiðin út í Rekavík er mjög tröllsleg, enda heitir Trölla- kambur á leiðinni. Þarna eru margir drangar í sjó fram og einstigi á leiðinni. í einstiginu drap Kristinn Grímsson bóndi á Horni bjarndýr fyrir löngu síðan. Hann var á leið til Rekavíkur og mætti dýrinu í einstiginu og skaut á það með haglabyssu hlaðinni fuglahögl- um. Ekki verkaði þetta á dýr- ið að öðru en því, að það snéri undan. Kristinn hélt áfram ferð sinni og fékk í Rekavík stærri högl, snéri síðan aftur og skaut dýrið til bana. Þegar við komum út í Reka- vík var hafizt handa um inn- tökusiði flokksins og stóðust nýliðarnir prófið með prýði, var hluti athafnarinnar tek- inn á kvikmynd. Þarna í fjörunni voru nokk- ur merki um reka, svo sem nafnið bendir til, annarsstaðar voru lítil merki um reka. Meðan við dvöldum þama sáum við að hópurinn á Horni gekk upp á bjarg til að skoða Jörund. Jörundur er mjór tindur á bjargbrúninni upp af miðdal. Seinnipart mánudagsins var haldið að Horni aftur, er það alldrjúgur spölur. Þegar þangað kom var Heið- rún komin á lagið og byrjað að flytja fram. Fótlama félaginn hafði verið skilinn eftir í skýlinu í höfn, ásamt aðstoðarmanni. Heið- rún sigldi inn á víkurbotninn til að sækja þá félagana, en hvernig sem hljóðpípa skipsins var blásin, bólaði ekkert á þeim er í landi voru. „Björgunarsveit" var nú send í land og heim í skýli. Hópurinn í Innstadal á leið upp á bjarg, Rekavík og Atlaskarð í baksýn.

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.