Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - Oct 1996, Page 17

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - Oct 1996, Page 17
Siglfirðingar halda lj ósmyndasýningar í Reykjavík Tveir Siglfirðingar halda Ijósmyndasýningar í Ijósmyndaþjónustunni Myndás, Laugarásvegi 1 (gamla „konuríkinu) nú í haust Björn Valdimarsson opnaði sýningu sína þann 28. sept- ember og stendur hún til 18. október. Sama dag og Siglfirð- ingafélagið heldur upp á 35 ára afmæli sitt þann 19. október mun Sveinn Hjartarson svo opna sýningu og verður hún opin til 6. nóvember. Eftir það munu þeir Björn og Sveinn sýna saman heima á Siglufirði. Stór hluti mynda þeirra Björns og Sveins er tekinn á Siglufirði. Um er að ræða bæjarlífsmyndir og myndir sem Siglfirðingar sitja fyrir á. Björn sýnir litmyndir, en Sveinn svarthvítar myndir. Sýningarnar eru opnar virka daga kl. 10-18 og laugardaga kl. 10-16. Félagar í Siglfirðingafélaginu eru sérstaklega boðnir velkomnir á þær og rétt er að benda á að tilvalið er að hefja afmælisfagnaðinn þann 19. október með því að mæta kl. 14:00 við opnun ljósmyndasýningar Sveins Hjartarsonar. fc'" .V ■ Ljósmyndir: Litmynd af torginu: Björn Valdimarsson og svarthvít af Asa Björns og Gesti Frímanns; Sveinn Hjartarson. Sérsmíðum i Smíðastofan BEYKI ehf. er þekkt fyrir hágæða sérsmíði og vandaðan frágang. Hjá smíðastofunni vinnur úrvals fagfólk sem lætur sér annt um óskir viðskiptavinarinv- Sala og sérsmíði NORDIA kerfisveggja fyrír stofnanir og fyrírtæki. SHiflASTOFAN e h f Tangarhöfða 11, 112 Reykjavík, sími 587 9322, fax 587 2805 17

x

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni
https://timarit.is/publication/627

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.