Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - maj 1997, Side 8
Bátíðin hófst nieð ljúffengum fordrykk á Hótel Sögu
kl. sjö. Meðan fólk dreypti á, var í gangi myndasýning,
þar sem gaf að líta myndir frá Siglufirði og vöktu þær
mikla lukku. Voru þessar myndir fengnar að úr ýmsum
áttum, m.a. frá Júlla Jóns og Kristjáni Möller.
Meðal dagskráratriða á hátíðinni var að heiðraðir voru
þrír Siglfirðingar, þau Ólafur Ragnarsson, Asta Einarsdótt-
ir og Heiðar Ástvaldsson, sem starfað hafa ötullega í félag-
inu. Hlutu þau gullmerki félagsins og að auki mynd eftir
Ragnar Pál.
Þegar fólk hafði lokið við dýrindis mat voru ýmis
skemmtiatriði á dagskrá, m.a. komu dansarar frá Dans-
skóla Heiðars Ástvaldssonar og dönsuðu snilldarlega, Val-
geir Guðjónsson kom og skemmti, Hallvarður Óskars söng
frumsamið lag og texta eftir þá bræður Þorstein og Björn
Birgissyni, Karl Guðlaugs (Gulla Kalla), Siggi Hlöðvers
(skólastjóra) og Helgi Pálsson (Palla Helga) þeyttu lúðra
sína af mikilli snilld. Og síðast en ekki síst tróð Kvennakór
Siglufjarðar upp og söng frábærlega, enda var þeim sérstak-
lega fagnað. Á milli atriða gerðu þeir Steini Birgis og Óli
Bald, skemmtinefndarmenn, góða lukku.
Mikið fjölmenni var á þessari hátíð og kom fjöldi manns
frá Siglufirði. Tókst hún í alla staði vel og hefur þegar verið
ákveðið að halda aðra hátíð, þó ekki afmælishátíð, heldur
árshátíð á hausti komanda, þ.e. laugardaginn 20. sept-
ember á Hótel Sögu (sjá baksíðu). Er von þeirra sem áhuga
hafa að halda lífi í félaginu, að næg þátttaka fáist svo
grundvöllur verði fyrir áframhaldandi skemmtunum einu
sinni á ári.
8