Vesturland

Årgang

Vesturland - 24.12.1956, Side 4

Vesturland - 24.12.1956, Side 4
4 VESTURLAND /Cjattan jJ.óLanH.ssou. Landið er að flatarmáli meira en helmingi minna en Island, en íbúarnir um 30 þús. fleiri. Lands- lag er mjög breytilegt, háslétta umlukt hrikalegum fjöllum, nema rétt í dölunum meðfram vötnum og fljótum. Landslagið er því mjög svipmikið og fagurt. Gróðurinn er mjög mismunandi, lyng og víði- gróin beitilönd neðan snjólínu í fjöllunum, en í dölunum sunnan í Alpafjöllunum vaxa glóaldin, fíkj- ur og heslihnetur. Loftslagið þykir yfirleitt heilnæmt og hressandi, svo ekki er að undra þótt landið sé eitt eftirsóttasta ferðamanna- landið. Allmikið er þar einnig af heilsu- hælum, bæði uppi í háfjöllunum og eins „heilsulindum“ niðri í dölun- um. Á veturna eru vetraríþrótta- staðirnir þar mjög eftirsóttir af þeim, sem hafa ráð á að dveljast þar, til þess að iðka íþróttir, eða a. m. k. spóka sig í nýjustu gerð vetrarfatnaðar og sóla sig í snjón- um og verða svo vel brún að vel fari við fötin. Fá svo hressingu og hollustu í ofanálag. — Þar sem ferðamannastraumurinn er mestur, er auðvitað alldýrt, nærri eins dýrt og hér heima. Frelsisástin tengir þá saman. Flestar þjóðir eru tengdar bönd- um ætternis, erfða og tungu. Um Svisslendinga er því ekki þannig háttað. Þeir eru runnir saman af mörgum þjóðabrotum, Germönsk- um, rómönskum og jafnvel álitið að elzta þjóðarbrotið, sem sögur fara af í Sviss, hafi verið Keltar. Enn í dag tala þeir heldur ekki all- ir sama tungumál. 1 norðurhluta landsins er töluð þýzka, Sviss- þýzka segja þeir, ekki af því að málið virðist verulega frábrugðið þýzku, heldur meira til að taka fram að þeir séu Svisslendingar, þótt þeir tali þýzku. I suðurhéruð- unum er töluð ítalska, en vestur- héruðunum franska. Menntamenn í Sviss munu flest- ir tala a. m. k. tvö tungumál, en oft þrjú eða fjögur. Þeir tala það mál sem þeir eru aldir upp við, t. d. þýzku, en auk þess frönsku og oft ensku. Þetta virðist a. m. k. algengast í þýzkumælandi hlutan- um. í frönskumælandi hlutanum virðist algengast að menn geti tal- að ítölsku og spönsku auk frönsk- unnar, en sumir þó þýzku og þar- næst ensku. Þrátt fyrir þetta er þjóðernis- tilfinning þeirra rík og þeir eru stoltir af að vera Svisslendingar. Þeir eru stoltir af frelsi sínu og hlutleysi, og ekki sízt vegna þess FRÁ SVISS að þeir telja að þeir eigi það ár- vekni sinni og dugnaði að þakka að þeim tókst að halda hlutleysi sínu, er heimsófriðurinn fór síðast um öll nágrannalönd þeirra. Frá því á miðöldum eru þeir kunnir að hreysti í hemaði og eru enn stoltir af hermennsku sinni. í Sviss er hver einasti vopnfær mað- ur þjálfaður við vopnaburð og her- mennsku, og hver maður hefur einkennisbúning sinn og vopn vandlega geymd, en nota það að- eins einu sinni á ári, er heræfing- ar fara fram. Er þá eytt skotfær- unum en nýjar birgðir teknar til geymslu. Þeim er öllum svo ljós nauðsyn þess að vera viðbúnir, að engum dettur í hug að nota svo mikið sem eitt skothylki eða fara í hermannaskóna, nema við hinar árlegu æfingar. Þeir þakka það þessari árvekni og því að landið er tiltölulega gott til varnar, að Þjóð- verjar létu þá í friði í síðasta stríði. Eftir stríðslok segjast þeir hafa eflt varnir landsins stórlega. Mikilvægasti atvinnuvegur þeirra er allskonar iðnaður, enda er verkmenning þeirra á mjög háu stigi. Ein kunnasta iðngrein þeirra, sem þeir njóta heimsfrægðar fyr- ir, er úrsmíði. Einn forstjóranna í úrverksmiðju sagði mér, að það hefði verið upphaf úrsmíði í Sviss að ríkur Englendingur hefði verið þar á ferð, úrið hans bilaði, hann fór með það til jámsmiðsins í næsta þorpi. Smiðurinn gerði við úrið en fór upp frá því að smíða úr og auðvitað bötnuðu úrin brátt hjá Svisslendingum. Á kreppuárunum gekk illa að selja úrin. Varð þá nokkurt at- vinnuleysi í úriðnaðinum. Forráða- menn iðnaðarins settust þá á rök- stóla til að ræða um úrræði til að fá þessu fólki vinnu. Árangur þess varð sá, að þeir ákváðu að fara að smíða kúlulegur. Þeir hafa síðan smíðað legur, byrjuðu að smíða minni gerðir en áður höfðu þekkst. Fíngerðasta legan og mótstöðu- minnst sem þeir nú gera, hefur engar kúlur, heldur svífur ásinn í lausu lofti í rafsegulsviði. Lyfja og efnaiðnaður er mjög mikilsverður og eru í Sviss sumar kunnustu lyf javerksmiðjur í heimi. Landbúnaðarvörur þeirra eru einnig víðfrægar, einkum allskonar ostar. Allt frá júgurt, sem er líkust vel síuðu skyri, sem þeir framreiða með allskonar berja- bragði og borða sem eftirrétt, og til allskonar áleggs, osta marg- breytilegra að lit og bragði og girnilega pakkaðra. Um svissneska iðnaðinn má segja að vörurnar eru yfirleitt nokkuð dýrar, en seljast þó vel, vegna þess að gæðin eru viður- kennd. Iðnaðurinn byggist fyrst og fremst á vandvirkni og þekkingu og nægri vatnsorku, en hráefnin að mestu flutt inn nema landbúnað- arvörur og það sem úr þeim er unnið. Ráðstefnur og þing. Auk venjulegra ferðamanna kemur árlega fjöldi manns til Sviss á ýmsar alþjóðaráðstefnur og þing, sem þar eru haldin. Fyrir nokkrum árum fór ég þangað á fund fulltrúa frá Rotary- umdæmunum á svæðinu norðan frá íslandi og allt austur að Egypta- landi og Israel. Sá fundur var haldinn að haust- lagi í Zurick, en þar eru aðalstöðv- ar Rotaryfélagsskaparins í Evrópu. Borgin stendur við sam- nefnt vatn og var undurfallegt þarna um haustið. I hlíðinni hand- an við vatnið var laufskógurinn með haustritunum. Hærra í hlíð- inni dökkgrænt barrviðarbelti, en þar fyrir ofan fannhvítir fjalla- tindar. Borgin er mjög snyrtileg, helzt til þýzk, sögðu Svisslendingar sjálfir, glæsilegar verzlanir, Hótel mjög góð og fjöldi fyrsta flokks veitingastaða. Dr. Hallgrímur Helgason hefir dvalið þarna í nokkur ár en hann var ekki heima er ég var þar á ferðinni og bjóst ég því ekki við að hitta þar neinn landa. Það varð heldur ekki fyrr en um kvöldið, þegar ég var að fara þaðan. Ég fór á ferðaskrif- stofu Coohs til að fá mér farmiða með næturlestinni til Hamborgar. Þá rakst ég á gamlan kunningja Jón Helgason, kaupmann í Reykja- vík og mann, sem með honum var, en þeir voru að kaupa sér farmiða til Austurríkis, ef ég man rétt. Þarna var þýzk tunga allsráðandi og margt sem minnti á þýzka menningu. Önnur borg í Sviss er þó enn kunnari fyrir þær ráðstefnur, sem á undanförnum árum hafa verið haldnar þar, m. a. á vegum Sam- einuðu þjóðanna, en það er Genf. við suðurenda samnefnds vatns, beggja megin árinnar Rhone, sem úr því rennur. Þangað var ég svo Lausanne. Hægra meg- in sjást turnarnir á dómkirkjunni. Alpa- f jöllin í baksýn.

x

Vesturland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.