Vesturland

Årgang

Vesturland - 24.12.1956, Side 7

Vesturland - 24.12.1956, Side 7
VESTURLAND 7 Árni Höskuldsson: Éo er alltaf kátur Það er nú orðið heldur sjald- gæft, að ungir menn leggi fyrir sig gullsmíði. í sumar lauk ungur Is- firðingur, Ámi Höskuldsson, sveinsprófi í gullsmíði. Við skulum nú bregða okkur stundarkom inn á vinnustofu þeirra feðga, Áma og Höskuldar Ámasonar, og ræða við hinn unga iðnaðarmann um iðngrein hans og helztu áhugamál. — Þú kannt vel við gullsmíðina, Ámi? — Já, gullsmíðin getur verið .» mjög skemmtileg og gefur mikil tækifæri, til að smíða mjög fallega gripi, þó að margt verði að sjálf- sögðu fjöldaframleiðsla, eins og gengur. — Er mikil sala í smíðagripum? — Já, það er alltaf þó nokkur sala og virðist heldur fara vaxandi. Við smíðum alltaf talsvert af grip- um fyrir þjóðbúninginn, armbönd, hálsmen og svo má ekki gleyma trúlofunarhringunum, sem eru stór liður í atvinnunni. Alltaf er einhver að opinbera. Annars geng- ur þetta allt í bylgjum, óregluleg- um að vísu. Stundum koma heilir klúbbar, sem taka sig saman um að skreyta sig fyrir þorrablót og aðrar stórhátíðir ársins. — Er ekki oft skemmtilegt, þeg- ar ungir elskendur koma að panta hringana ? — Þetta er persónuleyndarmál, sem ekki má ræða. Eins og þú skilur er ég annar aðilinn, sem elskhuginn treystir fyrir þessu helgasta leyndarmáli sínu, þangað til baugarnir hafa opinberað það. — Hver eru nú helztu áhugamál þín? — Ég hefi mikinn áhuga á íþróttum — skíðaferðum og knatt- spyrnu. Þetta eru góðar og göfug- ar íþróttir og mikill áhugi fyrir þeim, enda eru þetta þær íþrótta- greinar, sem við ísfirðingar höfum náð beztum árangri í. Aðstaða er hér mjög góð fyrir skíðamenn, en hvað knattspyrnuna snertir, þá ríkir hér fullkomið ófremdar- ástand. Bæir af svipaðri stærð og Isafjörður verja árlega tugum þús- unda til byggingar íþróttamann- virkja, en hér er árlega varið smá- upphæð, sem lítið er hægt að gera fyrir. Það er varla, að hún hrökkvi fyrir símtölum og frímerkjum í sambandi við íþróttastarfsemina, a. m. k. ekki ef oft þarf að nota hraðsamtal. Það er staðreynd, að fjöldi æskumanna flytur árlega til þeirra staða, sem bjóða upp á betri skil- yrði á þessu sviði, og skara þar fram úr. Þessa menn má bæjarfé- lagið ekki missa. — Hvað telur þú, að bæjarfé- lagið geti gert, til að sporna við þessu ? — Forystumenn bæjarfélagsins verða að stefna að því, að skapa æskufólki hér samsvarandi skil- yrði og það fær annars staðar á landinu, til að vinna að sínum áhugamálum á hvaða sviði, sem þau eru, hvort heldur það eru íþróttir eða annað. Með góðu íþróttasvæði á Torf- nesi gefum við ungum mönnum tækifæri, til að stunda sínar íþrótt- ir. Nú líður óðum að því, að þeim byggingalóðum, sem til eru, verði öllum ráðstafað og þá hygg ég að verði hagkvæmara fyrir bæjarfé- lagið, að fullgera íþróttasvæðið á Torfnesi, svo að hægt verði að taka gamla völlinn til húsbygginga, heldur en að fara að undirbúa nýj- ar byggingalóðir með nýjum göt- um og öllu því, sem því tilheyrir. Með því slær bærinn tvær flugur í einu höggi — kemur upp nýju íþróttasvæði og fær jafnframt hentugar byggingalóðir í nánd við stærsta atvinnufyrirtæki sitt. — Lestu mikið af bókum? — Nei, ekki get ég sagt það. Ég les helzt ljóðabækur og góðar ævi- sögur, en eins og stendur er ég að lesa bókina ,,Ég kaus frelsið" eftir Victor Cravchenko. Ég tel, að það sé bók, sem allir þyrftu að lesa, til að fá betri skilning á þeim at- burðum, sem nú eru að ske í heim- inum. Þar geta menn kynnzt rúss- neskum embættismanni, sem kom- inn er upp i efsta þrep mannfélags- stigans í Kommúnistaflokknum og sálarstríði þeirra hugsandi manna, þar sem samvizkan og kommún- isminn eiga í harðri baráttu um persónu mannsins, gjörðir hans og athafnir allar. Hvaða tilfinningar þeir menn bera í brjósti, sem dag- lega þurfa að framkvæma flokks- skipanir, sem samvizkan fyrirlít- ur. — Hvað heldur þú um framtíð ísafjarðar? — Hún byggist fyrst og fremst Anton Ingibjartsson: Éo kann ekki viö mig í iandi Togarinn Sólborg var að losa afla í dag, og er skipið nú senn tilbúið að hef ja veiðar að nýju. Áð- ur en leystar eru landfestar skul- um við skjótast stundarkorn nið- ur í ketilrúmið og spjalla stundar- korn við annan kyndarann, Anton Ingibjartsson, sem nú er kominn á vakt og strax tekinn til starfa. — Hvað hefir þú verið lengi á togara, Toni? — Ég var 17 ára, þegar ég byrj- aði fyrst á Hávarði Isfirðing. Ég er því búinn að vera um 30 ár í vél á togurum. Ásgeir Árnason, sem nú er fyrsti vélstjóri á Dísafellinu, var þá yfirvélstjóri á Hávarði, og var ég hjá honum í 11 mánuði. Þá fór ég í land og var í landi um tíma, en fór svo á Hafstein og var á honum í tvö ár. Þeir voru báðir ágætis sjóskip og gott að vera á þeim. —• Var ekki annars erfitt verk að vera kyndari á þessum kola- kynntu togurum? — Jú, það var oft á tíðum heldur slabbsamt, enda voru kyndara- á stöðugri atvinnu. Ef ísfirzkt æskufólk hefir hér viðunandi lífs- skilyrði og tækifæri, til að vinna að sínum áhugamálum, veit ég, að það vill hvergi fremur vera en hér, þar sem það vætti fyrstu bleyjuna. skipti þá tíðari á togurunum en nú er og starfið ekki eins eftir- sótt, þó að minna hafi verið um atvinnu. Það kom oft fyrir, að við stóðum upp í mitti í sjó á „fyr- plássinu". Það er engin vinna á þessum skipum á við það, sem var á gömlu kláfunum. Voru margir, sem aldrei komust upp á lag með að halda dampi. Skipstjórinn heimtaði alltaf fullan damp. Var það oft helv .... at, rennandi blautur yfir hausinn alla vaktina. Þegar maður var búinn á vaktinni, þurfti maður svo að fara upp á ,,keis“ og hífa upp öskuna. Tók það i/2—1 tíma. Annars fór það mikið eftir kolunum, hvernig þau voru. Þegar því var lokið var hægt að fara að þrífa sig og koma sér í koju. — Hefirðu aldrei lent í neinum ævintýrum á langri sjómannsævi? — Nei, aldrei. Ég hefi alltaf ver- ið láns maður í lífinu, alltaf slamp- ast áfram, en aldrei lent í neinum brösum eða ævintýrum. Ég tel það ekki, að þegar ég var á Skutli fyrsta veturinn eftir stríðið lagðist hann einu sinni á síðuna, þegar við vorum að stíma upp af Halan- um. Kom þá mikill sjór niður um lúguna og ventlana, og stóð ég í kolgrænum sjó niðri í boxinu, þar sem ég var að lempa kolum. Ég sigldi öll stríðsárin, en lenti aldrei i neinum óhöppum eða ævintýrum.

x

Vesturland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.