Vesturland

Árgangur

Vesturland - 24.12.1956, Síða 9

Vesturland - 24.12.1956, Síða 9
VESTURLAND 9 Mfrystmgin hefur skapað þáttaskil í fiskiðnaðinum. Fiskiðnaðurinn er ein þýðingar- mesta grein íslenzkrar iðnaðar- framleiðslu, enda er þar um þá iðn- grein að ræða, sem Islendingar hafa mesta möguleika til að stunda í samkeppni við aðrar þjóðir. Það er þó ekki fyrr en eftir 1930 að um verulegan fiskiðnað er að ræða hér á landi. Allt fram til þess tíma var fiskiðnaður okkar Islendinga held- ur fábrotinn og fiskurinn að veru- legu leyti fluttur út óunninn úr landi. Á síðari árum hefir verið lögð aukin áherzla á að koma meiri fjölbreytni inn í fiskiðnaðinn. Þær greinar fiskiðnaðarins, sem mest áherzla hefir verið lögð á að efla, eru frystiiðnaðurinn og síldariðn- aðurinn. Hraðfrysting fisks hófst hér fyrst um 1930 en undanfari hrað- frystihúsanna voru klakahúsin — íshúsin — eins og þau voru nefnd í daglegu tali. Snemma fór að bera á þörf fyr- ir beitugeymslur og fyrstu íshús- in voru fyrst og fremst byggð í því skyni að geyma beitu. Fyrsta íshúsið hér á landi tók til starfa vorið 1895. Var það reist af „ís- félaginu við Faxaflóa", sem var hlutafélag, stofnað aðallega af út- gerðarmönnum. Strax árið eftir lét Ásgeirs- verzlun byggja hér íshús. Var ísa- fjörður þannig annar staðurinn á landinu, sem eignaðist íshús. Var það venjulegt klakahús, sem notað var handa viðskiptamönnum verzl- unarinnar og til beitugeymslu fyr- ir færabátana. Er þetta íshúsið í Neðstakaupstað, sem Hafnarsjóð- ur Isafjarðar eignaðist með Neðstakaupstaðareigninni, er eign- ir hinna Sameinuðu íslenzku verzl- ana voru seldar. Voru settar frystivélar í húsið um svipað leyti og hafnarsjóður eignaðist það, og hefir það ávallt verið notað til beitugeymslu fyrir bátaútveginn. Árið 1908 stofnuðu svo margir Ísfirðingar og Djúpmenn Ishúsfé- lag ísfirðinga. Voru aðalhvata- menn að stofnun þess þeir Árni Gíslason, Jón Auðunn Jónsson og Ólafur Davíðsson. Félag þetta lét reisa frystihús það, sem stendur við Fjarðar- stræti. Þetta var venjulegt íshús eða klakahús, en árið 1929 voru settar frystivélar í húsið. Sjö ár- um síðar eða 1936 voru svo sett frystitæki í húsið og var það því fyrsta hraðfrystihúsið og um skeið • eina hraðfrystihúsið í þessum bæ. Síðan hafa miklar endurbætur og breytingar verið gerðar á húsinu. Bæjarsjóður Isafjarðar keypti hlutafé félagsins 1952 og hefur átt það og rekið síðan í hlutafélags- formi. Hefur starfsemi Ishúsfélags ísfirðinga h.f. mjög verið aukin hin síðustu ár með nýbyggingum og breytingum, sem mjög auka af- kastagetu hraðfrystihússins. Iiraðfrystihúsið Norðurtangi h.f var stofnað árið 1942. Aðalfrum- kvöðull að stofnun þess félags var Hálfdán Hálfdánarson frá Búð. Gerðist hann framkvæmdastjóri félagsins og stjórnaði því af stór- hug og dugnaði til dauðadags. Lét félagið þegar reisa frystihús í Norðurtanganum, og tók það til starfa árið eftir. Eftir fráfall Hálfdáns Hálfdáns- sonar gerðist Ingólfur Árnason framkvæmdastjóri Norðurtangans h.f. og hefir fyrirtækið vaxið mjög undir hans stjórn. Á árunum 1951 og 1954 voru gerðar miklar breytingar á húsinu og frystitækjum fjölgað, en frá árinu 1950 hefir árlega verið unn- ið meira og minna að breytingum og endurbótum á vinnusölum húss- ins og vinnuskilyrði bætt stórlega. Hefur framleiðslugeta hússins því Úr flökunarsal Norðurtangans h.f. Fremstur á myndinni til vinstri er Júlíus Geirmundsson, en til hægri er hinn kunni trilluformaður, Bæring Þorbjörnsson, að vinna við roð- flottingarvélina. Hér eru þeir Lúðvík Kjartansson og Jón Eggertsson að taka fiskblokkirnar úr frystitækinu. Síðan eru fiskblokkirnar sett- ar í pappaöskjur og geymdar í frystigeymslum hússins, þar til þær fara í skip, sem flytur þær á erlendan markað. aukizt verulega á þessum árum. Á árunum 1953—1954 lét Norð- urtanginn h.f. reisa myndarlegt fiskmóttökuhús fyrir neðan Sund- strætið Á efri hæð þess húss var síðan komið fyrir ísframleiðslu með tveim ísvélum, sem hvor um sig átti að geta framleitt 5 tonn af ís á sólarhring. Nú er fyrirtækið enn að auka ísframleiðsluna. Er nú verið að setja upp nýja ísvél, sem á að geta afkastað 20 tonnum. í Norðurtanganum eru nú 6 frystitæki, og hefir fyrirtækið fiskgeymslur fyrir 12 þús. kassa af fiskflökum. Allt frá því að Hálfdán í Búð hóf starfsemi sína í Norðurtang- anum árið 1943 hefir fyrirtækið verið stór þáttur í atvinnulífi þessa bæjar, og hefir hlutur þess í heild- ai’framleiðlu landsmanna farið vaxandi með hverju árinu sem líð- ur. Á árinu 1955 framleiddi Norð- urtanginn h.f. 1.018 tonn af fisk- flökum eða 2,32% af heildarfram- leiðslu þeirra frystihúsa, sem nú eru í samtökum S. H. Það ár var heildarframleiðsla frystihúsanna á Vestfjörðum, þeirra sem eru innan S. H., 7.861 tonn eða 18,9% af heildarframleiðslunni. Úr pökkunarsal frystihússins. Hér eru flökin gegnumlýst, snyrt og sett í öskjur af ýmsum gerðum og stærðum, en síðan fara þau inn í frystitækin. (Ljósm.: Jón Páll.

x

Vesturland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.