Vesturland

Árgangur

Vesturland - 24.12.1981, Blaðsíða 5

Vesturland - 24.12.1981, Blaðsíða 5
5 Söngferð til „eyjanna átján“ —Af ferð Karlakórsins Ægis í Bolungarvík til Færeyja Sr. Gurtnar Björnsson. Nálægt miðnætti föstu- dagsins 5. júní 1981 lagði Karlakórinn ÆGIR Bol- ungarvík upp í söngför til Færeyja. Flogið var í Fokk- er-Friendship flugvél Flug- leiða frá Isafirði og lent á flugvellinum, 6. júní. Milli- lent var á Egilsstöðum á leið út og dvalið þar hátt í klukkustund, meðan þídd var ísing af flugélinni. Þátttakendur í ferðinni voru eftirtaldir menn: í fyrsta tenór sungu Jónatan Einarsson, Einar Jónatans- son, Halldór Benediktsson og Pálmi Karvelsson. í öðr- um tenór þeir Bragi Björg- mundsson, Vagn Hrólfsson, Jón Valgeir Guðmundsson og Guðjón J. Jónsson. f fyrsta bassa Hálfdán Einars- son, Sigurjón Sveinbjörns- son og örn Jónsson og í öðrum bassa þeir Benedikt Bjarnason, Elías H. Guð- mundsson, Gestur Pálma- son, Guðmundur Kristjáns- son, Hallgrímur Kristjáns- son, Jóhannes Gíslason og Steindór Karvelsson. Auk þessara manna fóru í ferðina þeir Björgvin Þórðarson, Flateyri, sem söng fyrsta tenór, Ragnar Jónsson, Flat- eyri, sem söng fyrsta bassa og Jón Thoroddsen Reykja- vík, sem söng fyrsta tenór. Var þáttur þessara að- komumanna í ferðinni mik- ill og góður. Björgvin söng einsöng á öllum hljómleik- um kórsins við undirleik Ragnars, sem þá var tónlist- arkennari á Flateyri, og var þeim félögum hvarvetna mjög vel fagnað og að verð- leikum. Jón Thoroddsen, háskólanemi og margreynd- ur félagi í kór Menntaskól- ans við Hamrahlíð og Há- skólakórnum, var hrókur alls fagnaðar í ferðinni og brá ákaflega léttum og við- kunnalegum svip yfir félags- skapinn. Margir kórfélaga tóku eiginkonur sínar með sér í ferðina. Alls voru þátt- takendur 35 talsins. Söng- stjóri var séra Gunnar Björnsson og undirleikari á pianó Anna Kjartansdóttir. Tildrög þessarar ferðar Karlakórinn Ægir f Bolungarvík. Efri röð frá vinstri: Hálfdán Ólafsson, Pálmi Karvelsson, Daði Hálfdánsson, Benedikt Kristjánsson, Jónatan Sveinbjörnsson, Sigurjón Sveinbjörnsson, Hálf- dán Einarsson, úrn Jónsson, Benedikt Bjarnason, Elías H. Guðmundsson, Jóhannes Gíslason, Stelndór Karvelsson, Guðmundur Kristjánsson, og Hallgrímur Kristjánsson. Fremri röð frá vinstri: Bragi Björgmundsson, Guðjón J. Jónsson, Jón Valgeir Guðmundsson, séra Gunnar Björnsson, Anna Kjartansdóttir, Einar Jónatansson, Kristján Friðþjófsson og Garðar Ágústsson. Á myndina vantar: Jónatan Einarsson, Guðfinn Einarsson, Karvel Pálmason, Halldór Benedikts- son, Vagn Hrólfsson, Gest Pálmason, Björgvin Þórðarson, Ragnar Jónsson og Jón Thoroddsen. voru á þá leið, að einn kór- félaga, Magnús Ól. Hansson frá Hólmavík, Bolvíkingur að ætt, hafði á öndverðu ári 1981 flust frá Bolungarvík til skála á Austurey í Fær- eyjum og tekið til starfa þar sem knattspyrnuþjálfari. Áður en Magnús hélt utan, hafði hann nefnt það við, söngstjórann, hvort ekki mundi heillaráð að stefna á Færeyjarferð karlakórsins með vorinu. Og þegar birta tók um norðurslóðir gerði Magnús framámönnum kórsins orð per telefon og eggjaði þá lögeggjan að láta nú verða af framkvæmdum. Þegar hér var komið sögu, hafði Magnús fengið til liðs við sig einhvern efnilegasta stjórnmálamann Færeyinga af yngri kynslóð, Andrass Danielsen, borgarstjóra á Skála, mann, sem sýndi það og sannaði eftirminnilega að hann kann að láta hendur standa fram úr ermum og hefur ráð undir rifí hverju, þegar erfiðleikar mæta. Er skemmst frá að segja, að allt skipulag, framkvæmd og móttökur heimamanna í Færeyjum voru með þeim hætti, að seint mun líða úr minni Bolvíkinganna, sem sjálfir kalla ekki allt ömmu sína í þessum efnum sem kunnugt er. Andrasi Dan- ielsen fór yfirstjórn heim- sóknarinnar svo vel úr hendi, að það verður honum og aðstoðarmönnum hans til ævinlegs sóma. Nú var gist á nýju og ákaflega snotru hóteli í Vog- um það sem eftir lifði nætur og fram á morgun, en sest að snemmbornum hádegis- verði um ellefuleytið að- fangadag hvítasunnu. Með- an matast var, renndi í hlað miðstöðvarhituð langferða- bifreið með taktföstum vinnukonum framaná stór- um, vandlega fægðum fram- rúðum og voru hér komnir Magnús Ó. Hansson og Andrass Danielsssen að taka á móti ferðalöngunum. Til Fuglafjarðar á Austurey lá nú leiðin og ekið léttan, því að Færeyingar hafa leyst hvers kyns vanda við sam- göngur svo á sjó sem landi; þarna er hver einasti vegar- spotti vandlega malbikaður og göt í gegnum þau fjöll, sem af landfræðilegum duttlungum hafa fundið upp á því að standa klaufa- lega af sér miðað við þörf Færeyinga til að fara úr ein- um stað í annan. í glæsilegum húsakynn- um íþróttafélags Fuglafjarð- ar var nú sest að kaffi- drykkju í boði þeirra félaga Andrasar og Magnúsar. Voru hæg heimatökin að skipta um föt í búningsklef- um húsins og höfð uppi skyldug gamansemi og spaug, er slíku fylgir. Svo var skundað til íþróttahallar Fuglafjarðar, þar sem kór- inn hélt söngskemmtun að jöfnu báðu nóns og miðaft- ans. Voru hljómleikarnir all- vel sóttir, þegar það er haft í huga, að á sama tíma voru öll 1. deildar knattspyrnulið Færeyinga í miðjum hita leiks. Færeyingar eiga í því sammerkt með Brasilíu- mönnum, að þar er knatt- spyrna höfð í miklum met- um og er sú ástæða þess, að íþróttahús öll eru vel úr garði gerð, svo að vart verð- ur á betra kosið. Mun síst ofmælt þótt sagt sé, að þeg- ar Færeyingar eru ekki að vinna og ekki að hlýða guðs- þjónustu, þá eru þeir að leika eða virða fyrir sér knattspyrnu. Þannig voru t.d. heimamenn í Fuglafirði flestir staddir af bæ meðan karlakórinn söng, því að Knattspyrnufélag Fugla- fjarðar var í sama mund að keppa við Knattspyrnufélag Tvöreyrar. Fór þó allt vel og virðulega fram og áheyrend- ur milli fimmtíu og sextíu manns. Á efnisskrá kórsins í Fær- eyjaferðinni voru þessi lög fyrir hlé: Sveinar kátir, syngið (L. Spohr.) við texta Bjarna Jónssonar, Nú vildi ég kveða (Árni Björnsson) við texta Þórarins Sveins- sonar, Rís þú, unga íslands merki (Árni Björnsson) við texta Einars Benediktssonar, Lítill fugl (Sigfús Halldórs- son) við texta Arnar Arnars- sonar, Sólskinsnætur (M. Schrader) við texta Tómas- ar Guðmundssonar, Þín hvíta mynd (Sigfús Hall- dórssonar) við texta Tómas- ar, Þú, álfu vorrar yngsta land (Sigfús Einarsson) við texta Hannesar Hafstein, Ég gleymi því aldrei, (Sigvaldi Kaldalóns) við texta Höllu á Laugabóli og Hornbjarg (Páll Halldórsson) við texta Þorsteins Gíslasonar. Frá Fuglafirði var haldið landveg til Skála, sem einn- ig er á Austurey. Skáli er fiski- og skipasmíðabær á að giska á stærð við Flateyri. Ekið var rakleiðis til Skála- kirkju, þaðan sem ferðlöng- unum var síðan ekið heim til gestgjafa sinna. Það var hafður sá háttur á móttök- um, að allir gestirnir dvöldu í heimahúsum, meðan á ferðinni stóð, og bar þátt- takendum saman um það, að sú tilhögun hefði í alla staði reynst eins og best varð á kosið. Þessa snúningasömu fólksflutninga önnuðust þeir Andrass Danielsen og Á- mundi Berthelsen, organ- leikari og sérkennari á Ströndum. Ámundi Bert- helsen kom aðkomufólkinu svo fyrir sjónir, að hann myndi vera mikill öðlingur, prúður í framkomu og grandvar, hlýr og hjálpfús í hvívetna, alvörufullur og helgaður í starfi sínu, trú- maður mikill. Hafði söng- stjóri karlakórsins þann heiður að dvelja á heimili Ámunda Berthelsens á Ströndum og hans ágætu konu. I hópi gestgjafanna var einnig lögþingsmaður Færeyja, Jörgen Tomsen, og gistu Benedikt Bjarnason og eftir sr. Gunnar Björnsson, söngstjóra

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.