Vesturland

Árgangur

Vesturland - 24.12.1981, Blaðsíða 11

Vesturland - 24.12.1981, Blaðsíða 11
 XI Fyrsta hópferð íslendinga til ISLE OF WIGHT VICTORY SKIP NELSONS Rútan þaut áfram með 100 km. hraða í regn- þrungnu eftirmiðdeginu föstudaginn 30. október s.l. Inni sátu íslenskir Lions- menn og konur og biðu spennt þess hvort ferjan til eyjarinnar Wight yrði látin úr höfn í Southamton, áður en blikkbeljan langa næði áfangastað. Á leiðinni frá London til eyjarinnar höfðu ferðalang- arnir Iagt lykkju á leið sína til að skoða herskip Nelsons flotaforingja, VICTORY, þar sem það liggur múrað í herskipahöfninni í Ports- mouth. Auðvitað þurftu íslend- ingarnir lengri tíma til að skoða skipið og kynnast sögu þess, en einhverjir venjulegir túrista-landkrabbar. Fólkið hvarf til baka með unga sjóliðsforingjanum sem sagði sögu skips og áhafnar til 21. október 1805. Breski flotinn með Victory í farar- broddi siglir inn í miðjan flota Frakka og Spánverja undan ströndum Trafala- garhöfða á suður Spáni. í merkjasiglunni blakta fán- arnir: „England væntir þess, að hver maður geri skyldu sína.“ I lyftingu Victory stendur Nelson aðmíráll í fullum skrúða með brjóstið þakið heiðursmerkjum. Fall- byssurnar byrja að hósta, skip brenna, menn æpa og púðurreykurinn hamlar sýn, en menn verða varir við að foringinn fellur, hæfður byssuskoti óvinarins. Við fylgjum með niður á milli- dekkið þar sem læknar reyna að bjarga lífi hans, en þremur stundum síðar er hann látinn, eftir að honum höfðu verið færðar fréttir um að sigur myndi vinnast í orustunni, sem gerði Breta drottnara heimshafanna. Fólkið hrekkur upp við köll fararstjórnans úm að brottfarartími ferjunnar nálgist óðum. GÓÐ SAMBÖND! GULLI BETRI Forstjóri Nortrawel á Isle of Wight, Ken Norton, beið hópsins á ferjubryggjunni í Southamton. Með lagni hafði honum tekist að láta stærstu ferjuna sem gengur milli lands og eyjar, „NETLEY CASTLE“, staldra við eftir þessum fyrsta ferðahópi frá íslandi, sem ferðast með RED FUNNEL ferju. Ferðin yfír sundið tók eina klukku- stund. í bænum East Cowes biðu hópsins hópferðabílar og var ekið rakleitt á á- fangastað CLIFF TOPS hótel í Shanklin. SVEITARSTJÓRINN OG FORSETINN Á hótelinu beið hópsins móttökunefnd Lionsmanna með sveitarstjórann (MAY- OR) í broddi fylkingar. Bauð hann gestina vel- komna til dvalar á eyjunni og sagðist vona að þetta væri aðeins upphafíð að komu íslendinga til eyjar- innar. Síðan bauð forseti Sandown-Shanklin Lions club gestina velkomna og færði fararstjóranum forláta skjöld að gjöf til minningar um heimsóknina. CRAB INN OG HALLOWEEN Laugardagurinn var not- aður til gönguferða um ná- grennið. Gamli bærinn í Shanklin hefur mikið að- dráttarafl og þar er sérstæð- asti matsölustaður eyjarinn- ar Crab inn (krabbakráin). Þar borðuðu margir íslend- GLERBLASTUR og FLUGSÝNING Að morgni mánudags skildu leiðir. Forstjóri ferða- skrifstofunnar bauð konun- um að skoða glerverksmiðju, sem framleiðir listmuni á al- þjóðlegan markað. Karlarn- ir fóru í skoðunarferð í Britt- en Islander flugvélaverk- smiðjurnar, sem hafa aðal- Framhald a bls. 13 Setið að snæðingl vlð Crab Inn f gamla bænum f Shanklln. Ráðstefna íslensku ferðalanganna vlð sundlaugina á Cliff Tops hotel. Ljós. Sæmundur Guðmundsson. Ljósm. Sæmundur Guðmundsson. Húsið var skreytt í upp- skeruhátíðarstíl eins og víða er gert þarna um þetta leiti. Karlarnir fengu sjóræn- ingjahatta, en konurnar öskubuskustrýtur. Skemmti- kraftar komu þar fram og BRADING OG OSBORN VAXMYNDASAFNIÐ Rúta beið hópsins á sunnudagsmorgni. Þá var skoðað austurhorn eyjarinn- ar með viðkomu í þorpinu Brading, þar sem foringi í BOÐI FÉLAGS HÓTEL- EIGENDA Um kvöldið var skemmt- un í ráðstefusal Cliff Tops hótels fyrir íslensku gestina á vegum félags hóteleigenda á eyjunni. Þar voru auk for- manns félagsins, fram- kvæmdastjórinn og upplýs- ingafulltrúinn. Var sýnd kvikmynd um eyjuna frá að- alferðamannatímanum, þar sem sjá mátti fjölda fallegra staða og afargóða aðstöðu fyrir alla fjölskylduna til að eyða sumarleyfinu. Eftir sýninguna og kynningarat- höfn voru gestirnir leystir út með gjöfum. inganna og skoluðu matn- um niður með ljúfengu öli. Um kvöldið var heljar mikið ball á hótelinu, ís- lendingunum til heiðurs. m.a. söng Vestfirski Lions- kórinn nokkur lög undir stjórn Guðrúnar Eyþórs- dóttur við fádæma góðar undirtektir. Rómverjanna hafði búið forðum. í 800 ára gamalli kirkju sem á leið hópsins varð, ómuðu tónar íslensks sálmalags undan fíngrum Guðrúnar Eyþórs. I Brading er mjög athygl- isvert sögumynjasafn, Os- born Wax Museum. Mátti sjá hárin rísa á höfðum sumra úr hópnum þegar far- ið var um ógnvænlegustu hrollvekjustaðina. Þar mátti m.a. sjá vaxmyndir af Vikt- oríu drottningu, sem lést á uppáhalds sveitarsetri sínu á eyjunni 1901, Mountbatten lávarð, sem var verndari eyj- anna þar til I.R.A. menn réðu hann af dögum fyrir fáum árum og rithöfundinn G.B. Shaw, hjólandi á stóru þríhjóli. Þá er þarna brúðu- safn við aðalgötuna og sér- staklega notaleg veitinga- stofa, Brading Bistro, þar sem margir borðuðu góm- sætan hádegisverð. ISLE OF WIGHT Eyjan Wight liggur u.þ.b. 1 mílu undan miðri suðurströnd Englands, skammt frá Portsmouth og Southamton. Eyjan losnaði frá meginlandinu á fjórðu öld, en þá réðu rómverjar lögum og lofum á þessum slóðum. Frá þeim kemur nafn eyjanna sem heimamenn gjarnan nota „Vectis“ — landið sem fjarlægðist. Eyjan er 37 km löng og 21 km á breidd og þar búa um 115 þús. manns. Eyjan hefur verið þekktur og vinsæll sumardval- arstaður allt frá tímum rómverja, en ekki fór að kveða að henni sem ferðamannaparadís fyrr en á valdatíma Viktoríu drottningar, en aðallinn á viktoríutímanum dvaldi gjarnan á eyjunni, sem býður upp á fleiri sólskinsdaga en nokkur annar staður á Bretlandseyjum. Baðstrendur eru víða góðar og mikið notaðar að sumrinu. Mjög góðar samgöngur eru við eyjuna bæði með bílaferjum og svifnökkvum. Gróðursæld er mikil og fjöl- breytni í landslagi óvenjuleg. Tilurð ferðarinnar I fyrstu hópferð íslendinga til Isle of Wight voru 65 þátttakendur á vegum íslensku Lionshreyfingarinnar. Eyj- an var síðasti áfangastaður ferðarinnar, sem fyrst og fremst var farin til að sækja Evrópuþing Lionsmanna í Osló. Ferðin var skipulögð og henni stjórnað af Lionsmönnum frá ísafirði og Bolungarvík, en alls voru þátttakendur frá 11 bæjum og þorpum víðsvegar að af Iandinu. Ferðaskrifstofan Útsýn annaðist ferðapantanir og útveg- aði tengiliði í London og Isle og Wight og voru þau viðskipti öll með ágætum. feftir Úlfar Ágústsson, er var fararstjóri

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.