Vesturland

Árgangur

Vesturland - 24.12.1981, Blaðsíða 7

Vesturland - 24.12.1981, Blaðsíða 7
7 Lögþingshúsin í Þórshöfn. kvartettsins var Hallgrímur Kristjánsson, málarameist- ari sem söng annan bassa. Á efnisskrá kvartettsins voru þessi lög: Kvöldið er fagurt (enskt) í útsetningu Páls Kr. Pálssonar við texta Ingólfs Þorsteinssonar, Blátt lítið blóm eitt er (þýsk þjóð- vísa), Hvað vitið þið fegra? (Franz Schubert) við texta Björns Franzsonar, Lindi- tréð (Shubert) við texta Skála. Þarna sátu til borðs hátt í tvöhundruð manns, Karlakórinn Ægir og gest- gjafar hans, en auk þess Kiwanisklúbburinn ,,Básar“ á ísafirði, sem þarna var í heimsókn, en Skálar eru vinabær ísafjarðar. Undir borðum var mikið sungið og ræður haldnar. Guðmundur Kristjánsson, bæjarstjóri í Bolungarvík, sem annaðist fararstjórn af okkar hálfu og stefna ársins er Ólafsvakan sem er stefna íþróttafélag- anna fjögurra í Þórshöfn. Á Byggðastefnunni á Ströndum söng Karlakórinn Ægir nokkur lög. Stjórn- málamaður einn flutti ræðu, sem viðstaddir gerðu mjög góðan róm að, farið var í leiki og síðast en ekki síst söng Strandakórinn, sem er blandaður kór undir stjórn Ámunda Berthelsens. Veður var nokkuð hvasst svo að dagskráin fór fram í Byggða- húsinu á Ströndum. Á öllum söngskemmtun- um Ægis í Færeyjaferðinni var áberandi, hve vel einu atriðinu á efnisskráinni var tekið, en það var einsöngur Björgvins Þórðarsonar, raf- virkjameistara á Flateyri. Gndirleik annaðist Ragnar Jónsson, tónlistarkennari þar. Fluttu þeir félagar þrjú lög: Santa Lucia (italskt, en höfundur lags og ljóðs ó- þekktur), í dag eftir Sigfús Halldórsson við texta Sig- Urðar Sigurðssonar frá Arn- arholti og Torna a Surriento eftir De Curtis. Björt og ein- laeg náttúrurödd Björgvins gekk inn að hjartarótum viðstaddra og klöppuðu þeir honum verðugt lof í lofa. Að lokinni Byggðastefnunni á Ströndum var sest upp í langferðabíl og ekið sem leið liggur til Leirvíkur á austur- strönd Austureyjar. Þaðan var svo siglt með ferju til Klakksvíkur á Norðurey. Ferjurnar gegna mikilvægu hlutverki í samgöngum Fær- eyjinga, hin ágætustu skip. Til Klakksvíkur var svo komið fyrir miðaftansbil annan hvítasunnudag. Klakksvík er myndarlegur kaupstaður, sviplíkur hinum stærri kaupstöðum á íslandi, og stækkar ört. íbúar munu þar um 5000 talsins. í vest- urhlíð bæjarins stendur nýtt og myndarlegt guðshús, mikið musteri úr hlöðnu grágrýti, reffilegt á þremur hæðum, þótt turnlaus sé, og rúmar 1500 manns í sæti. Ekki er kirkjan tilkomu- minni að innan en utan og hanga gríðarstórar eftirlík- mgar af skútum og kútter- um ofan úr lofti hennar. Altaristaflan er geysistórt hstaverk í fresco og sýnir hina miklu kvöldmáltíð. Rekur myndverkið í smáatr- *ðum hina frægu dæmisögu af húsbóndanum, sem bauð Sóknarkirkjan á Skála. Prestaköll í Færeyjum eru 11, kirkjurnar 59 talsins. mörgum, en hver og einn hafði sína afsökun, uns hinn stórhuga gestgjafi tók til bragðs að safna til gestaboðs síns sjúkum og vanheilum, höltum og blindum. Og þá varð húsfyllir. í Eyjarnar átján, dagbók úr Færeyjaferð (Bokaútgáfa Menningarsjóðs, Seykjavík 1967), bls. 73, segir Hannes Pétursson: „Nákvæmlega eins og Akranes og Bolung- arvík á Klakksvík sinn mátt- arstólpa, sinn Móses. Hér heitir hann J.F. Kjölbro, hlutafélag; rekur smásölu- verslun og heildverslun og útflutningsverslun, útgerð og frystihús, selur timbur, sýður niður matvöru, býr til fiskimjöl og síldarmjöl, starf- rækir blikksmiðju og neta- gerð, smíðar skip og báta.“ Það kom í ljós, að Klakks- víkurkirkja er búin ein- Hann var óðara fús til að lána það, og varð glaður við, er hann frétti, að íslending- ar ætluðú að syngja við óm- inn frá hljóðfæri hans. Og svo stóð píanóið tilbúið á kirkjugólfmu og beið þess eins, að Anna Kjartansdótt- ir færi um það sínum nær- færu höndum. Allt þetta ævintýri tók þá félaga And- rass og Magnús innan við stundarfjórðung. í Klakksvíkurkirkju, svo sem á öðrum konsertum kórsins í ferðinni, kom fram karlakvartett. Fyrsta tenór söng Pálmi Karvelsson, hár tenór og silkimjúkur, með mikið vald á sterku og veiku. Annan tenór söng Einar Jónatansson, sem fyrr er getið. Fyrsta bassa söng séra Gunnar Björnsson og hin mjög músikalska og lungamjúka undirstaða Þórðar Kristleifssonar og svo tvö lög eftir Bellmann, Fyrst ég annars hjarta hræri og Logn og bliða. Undirleik annaðist Anna Kjartans- dóttir af mikilli prýði. Á þriðjudagsmorgun var haldið í kynnisför til Þórs- hafnar undir fararstjórn Magnúsar Hanssonar og Ás- bjarnar Mikkelsens, tölvu- fræðings í Þórshöfn, sem tók sér frí frá störfum þennan dag til að greiða götu ís- lendinganna. í Þórshöfn var nýbúið að opna kaffistofu í eldfornu húsi, sem bauð af sér mikinn þokka. Þarna var farið inn og fengið sér hress- ingu og Einar Jónatansson settist við píanóið og lék fjöruga músik við fögnuð viðstaddra. Komið var í Stórmagasín höfuðstaðarins, Lögþingshúsið skoðað, svo og sjóminja og náttúru- minjasafn. Stundu fyrir miðaftan var sest að hátíðarsnæðingi í Skála og var kvöldverður þessi í boði borgarstjórnar fór það verk úr hendi af alkunnu innsæi og röggsemi, kvaddi sér hljóðs og þakkaði móttökur allar og afhenti borgarstjórn á Skála mynd af Bolungarvík. Af hálfu Bolvíkinganna töluðu einnig frú Hildur Einarsdóttir og söngstjórinn. Heimamenn leystu kórinn út með gjöf- um. Frá Skála þágum við mynd af byggðinni, en Strandamenn gáfu okkur fallega nótnabók með fær- eyskri tónlist. Maturinn var afburða góður og borinn fram af mikilli hlýju. Á eftir var Skipasmíða- stöðin á Skála skoðuð undir leiðsögn íslendingsins Hjalta Hjaltasonar, yfirverkstjóra. Nú var farið í rútu til Vest- manna á Straumey og það- an með ferju til Oyragjogv á Vogey, en þaðan enn í rútu til flugvallarins í Vogum. Allmargir Skálabúar og Strandamenn fylgdu rút- unni frá Skála til Vest- manna á eigin bifreiðum til Framhalcl á bls. 24 Lengstu jarðgöng í Færeyjum á Austurey. Þau eru tæpir 3 kílómetrar á lengd og voru byggð árið 1976. Bifreiðin er bifreið Andrassar Danielsens, borgarstjóra í Skála. hverju ágætasta orgeli í Evrópu, en á hins vegar ekki píanó. Nú voru góð ráð dýr, því að án slaghörpu var ó- víst að orðið gæti af hljóm- leikum. En Andrass Daniel- sen og Magnús Hansson brugðu við hart og hófu að leita að píanói í Klakksvík. í næsta húsi við kirkjuna bjó maður, sem bað þá félaga líta á píanóið sitt sem þeirra eigin eign og algjörlega frjálst til afnota á kirkjukon- sert; fylgdi að vísu böggull skammrifi af því taka þurfti úr glugga á stofu hans til að koma píanóinu út. Hringdi maðurinn í smið til að ann- ast það verk. En Andrass og Magnús töldu úr; kváðu slíkt fyrirtæki of viðurhluta- mikið. í húsinu við hliðina bjo annar maður og atti Leirvík á Austurey. Byggðir í Færeyjum eru um 120 talsins, flestar á Austurey, eða 36 talsins. í píanó, prýðilegt hljóðfæri. hinum fámennustu búa nokkrar sálir, en í sex þelrra fleiri en 1000 manns.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.