Búnaðarrit - 01.01.1978, Page 11
KLEMENZ KR. KRISTJÁNSSON
VII
að glíma, sem hugur hans stóð til. Það vor varð hann
32 ára, í blóina líí'sins og brennandi í anda og áhuga
á þeim viðfangsefnum, sem biðu lians og voru nýtt
landnám í tvennuin skilningi. Fljótshlíðin á sér að
visu langa og merka búnaðarsögu. Þar liafa löngum
góðir búhöldar unnið með gróðuröflunum, nýtt og
notið landgæða og veðursældar. Nokkur nöfn ber
þar yfir, sem lengd eru hraulryðjanda- og tilrauna-
starfi í ræktunarmálum allt l'rá Gunnari á Hlíðarenda,
Vísa-Gísla og til Guðbjargar i Múlakoti. Og með Klem-
enzi á Sámsstöðum hafði Fljótshlíðin enn eignast af-
reksmann á jiessu sviði. Upphaf hins nýja landnáms
á Sámsstöðum varð fyrir minni þess, er þessar línur
ritar. En svo fljótt sem vitund vaknaði og minni gafst,
tók sú mynd að mótast og sú virðing að vaxa, sem
aultizt hefur með ári hverju. Fyrstu minningar minar
um Klemenz á Sámsstöðum eru tengdar umtali um
unga námsmenn, vænlega til frama og fallegar kaupa-
konur og líka útlendinga, sem voru tíðir gestir á Sáms-
stöðum, oft í fylgd lcunnra manna eins og t. d. Ragn-
ars Ásgeirssonar, Jóns Eyþórssonar o. I I. Á þeim árum
hygg ég að meiri ljómi hafi verið yfir Sámsstöðum og
starfseminni þar en flestuin öðrum byggðum hólum
á iandi hér. Og þó enn frennir ylir húsbændunum þar
og þeirra viðmóti og reisn, því að tveimur árum eftir
komu sína að Sámsstöðum gekk Klemenz að eiga Ragn-
heiði Nikulásdóttur, kennara, Þórðarsonar og Ragn-
hildar Pálsdóttur, systur sr. Eggerts á Breiðahólsstað.
Á þeim áruin og fram um 1950 hygg ég, að hann hat’i
hlotið umbun sinnar umhleypingasömu og erfiðu æsku.
Þá var vegur hans, heimilishamingja, orðstýr og starfs-
orka í hámarki. Þau hjón, Klemenz og Ragnheiður,
eignuðust elcki börn, en tóku lil fósturs systurson
Ragnheiðar, Þóri Guðmundsson, og einnig tóku þau
sér að kjördóttur Eddu Kolbrúnu Klemenzdóttur.