Búnaðarrit - 01.01.1978, Page 13
IvLEMENZ KR. KRISTJÁNSSON
IX
Þó að Klemenz einbeitti sér að sinum hjartfólgn-
ustu áhugamálum: ræktunar- og tilraunastörfum, þá
gaf hann sér einnig tíma til að blanda geði við sína
sveitunga og samferðamenn og sinna sameiginlegum
málum. Það leiddi óhjákvæmilega til þess, að honum
voru falin mörg og mikilvæg tninaðarstörf, sem hann
rælcti af áliuga og samvizlcusemi. Ekki kann ég þau
störf öll upp að telja, en til dæmis má nefna, að hann
var í stjórn U.M.F. Þórsmörk i nær þrjá áratugi, for-
maður Búnaðarfélags Fljótshlíðar um langt árabil,
Búnaðarþingsfulltrúi í 8 ár, formaður Ræktunarsam-
bands Fljótshlíðar- og Hvolhrepps og Rangárvalla-
hrepps árum saman, skattanefndarmaður, úttektar-
maður og endurskoðandi hreppsreikninga og svo mætti
áfram telja.
Um störf hans að öðru leyti, leyfi ég mér að vísa
lil þeirra, sem þar kunna betur um að dæma. 1 afmælis-
grein, sem Halldór Pálsson, búnaðarmálastjóri, skrif-
ar um Klemenz áttræðan, telur hann m. a. upp og lýsir
í nokkrum orðum þeim verkefnum, sem Klemenz fitj-
aði upp á og vann að á sinni slarfsævi sem tilrauna-
stjóri og raunar lengur. Þar telur hann fyrst gras-
ræktina, sem ásamt áburðar- og jarðvinnslutilraunum
eiga drjúgan þátt í stækkun og endurræktun túna á
undanförnum árum og áratugum. Þá nefnir hann
kornræktartilraunir hans, scm hann stundaði sam-
felll frá árinu 1923 og verða þegar tímar líða óinetan-
legur grundvöllur á að byggja ásamt sandræktartil-
raunum hans, sem búnaðarmálastjóri telur „án efa
mikilvægastar fyrir íslenzkan landbúnað“. Þá nefnir
hann frumherjastarf Klcmenzar að grasmjölsgcrð og
lolcs slcógræktaráhuga lians og skjólbeltaræktun, en
þessara áhugamála Klemenzar má glöggt sjá stað, bæði
á Sámsstöðum og í landi Tungu fyrir ofan Tumastaði
og raunar víðar, m. a. á Kornvöllum og hvarvetna þar,