Búnaðarrit - 01.01.1978, Page 30
14
BÚNAÐARRIT
ráðs landbúnáðarins, Stéttarsambands bænda og Sam-
bands íslenzkra samvinnufélaga, að þessir aðilar ásamt
Búnaðarfélagi íslands bindist samstarfi um markaðs-
leit erlendis og annað, sem lýtur að útflutningi land-
búnaðarvara.
Landbúnaðarráðherra tók þessari málaleitan vel og
gekkst fyrir því að skipa Markaðsnefnd, sem í eiga
sæli einn fulltrúi frá hverjum ofangreindra aðila.
Nefndin var skipuð vorið 1977 og eiga í henni sæti:
Sveinbjörn Dagfinnsson, ráðuneytisstjóri, tilnefndur
af Landbúnaðarráðuneytinu, Sveinn Tryggvason, fram-
kvæmdarstjóri, frá Framleiðsluráði landbúnaðarins,
Jón Helgason, alþm., frá Stéttarsambandi bænda, Agn-
ar Tryggvason, framkvæmdarstjóri, frá Sambandi ís-
lenzkra samvinnufélaga og Svcinn Hallgrímsson, sauð-
fjárræktarráðunautur, frá Búnaðarfélagi Islands.
Sveinn Tryggvason er formaður nefndarinnar og Jón R.
Björnsson, fulltrúi hjá Framleiðsluráði, var ráðinn
starfsmaður hennar. Nefndin hefur starfað nokkuð.
Búnaðarfélag íslands væntir mikils al' þessari nefnd
og þakkar landbúnaðarráðherra fyrir að lirinda mál-
inu í framkvæmd og öllum stofnunum, sem að nefnd-
inni standa fyrir samstarfsviljann.
Starfshópur um athugun á verði á raforku til nota
í landbúnaði. Samkvæmt ósk Búnaðarþings 1977 til
Landbúnaðarráðuneytisins skipaði það starfshóp til
að vinna að endurskoðun á gjaldtöxtum fyrir raforku
til nola í landbúnaði og gera tillögur um breytingar
á þeim. í starfshópnum cru Sveinbjörn Dagfinnsson,
ráðuneytisstjóri, Árni Jónasson, erindreki, og Magnús
Sigsteinsson, ráðunautur. Starfshópurinn gerði tillög-
ur í málinu sumarið 1977, sem sendar voru Landbún-
aðarráðuneytinu og Rafmagnsveitum ríkisins. Tillög-
urnar eru til athugunar í Landbúnaðarráðuneytinu.
Birgðalcönnunarnefnd. Eftir ábendingu frá Búnað-