Búnaðarrit - 01.01.1978, Page 32
16
BÚNAÐARRIT
Viðar Þorsteinsson, skrifstofustjóri, á fundinum. Vís-
ast til starfsskýrslu Agnars um gerðir fundarins.
Samstarfsnefnd Landbúnaðarnefndar Norðurlanda-
ráðs. 'I'veir fundir voru haldnir á árinu, sá fyrri í
Helsingfors 3. marz og sá síðari á Staurgárd hinn 30.
september. Gert var ráð fyrir, að landbúnaðarráðherr-
ar Norðurlanda mættu á fundinum í Helsingfors. Land-
búnaðarráðherra, Halldór E. Sigurðsson, mætti þar
ásamt þeim Sveinbirni Dagfinnssyni, ráðuneytisstjóra,
og Guðmundi Sigþórssyni, deildarstjóra í landbúnað-
arráðuneytinu. Á síðari fundinum mættu þeir aftur
Sveinbjörn Dagfinnsson og Guðmundur Sigþórsson.
Á fundunum var rætt um framleiðslu búvöru, útflutn-
ings- og innflutningsþörf hvers lands innan samtak-
anna svo og landbúnaðarpólitik Norðurlanda. Þá var
rælt uin ]>au mál, sem eru sameiginleg fyrir Norður-
lönd og snerta samstarf innan EFTA, OECD, FAO,
GATT, UNCTAD, NBC, IFAB, CEA og COPA. Danska
sendinefndin gaf sérstakt yfirlit yfir búvörufram-
leiðslu og mai’kaðsmál landbúnaðarvara innan Efna-
hagsbandaíagslandanna. Ákveðið var að halda næsta
fund á Islandi 6. og 7. júlí 1978, og er ætlast til að land-
búnaðarráðherrar niæti á þeim fundi.
Búfjárræktarsamband Evrópu (EAAP). Búnaðarfé-
lag íslands er aðili að þessum samtökum, en þau voru
stofnuð 1949. Hin árlega ráðstefna samtakanna var
haldin i Brússel í Belgíu 22.—25. ágúst, og var fjallað
um margvísleg efni í 7 fagdeildum. Þrír íslendingar
sóttu ráðstefnuna og aðalfund samtakanna, þeir dr.
Ólafur R. Dý rmundsson, ráðunautur, (sauðfjárræktar-
deild), Gunnar Bjarnason, ráðunautur, (hrossarækt-
ardeild) og dr. Stefán Aðalsteinsson, deildarstjóri, (bú-
fjárerfðafræði- og hrossaræktardeild). Islendingar
höfðu sent þrjú erindi til ílutnings á ráðstefnunni.
Stefán flutti erindi um litarerfðir hrossa. Ólafur flutti