Búnaðarrit - 01.01.1978, Page 35
SKTRSLA BÚNAÐARMÁLASTJÓRA
19
hópurinn, sumir heimsóttu Siggeir Björnsson, bónda
i Holti á Síðu, en aðrir Jón Helgason, alþingismann
og bónda í Seglbúðum, en þeir eru báðir varamenn
stjórnar Búnaðarfélags íslands. Hádegisverð snæddum
við í boði Þorsteins Jóhannssonar á Svínafelli og konu
hans. Þangað komu lil móts við okkur Egill Jónsson,
ráðunautur, og kona hans. Að bádegisverði loknum
var haldið af stað til Hafnar með viðkomu á Hala,
þar sem hópnum var boðið í bæinn til kaffidrykkju
og léttara hjals, að fornum sið. Þar var öldungurinn
Steinþór Þórðarson, fyrrverandi formaður Búnaðar-
sambands A.-Skaftfellinga, brókur alls fagnaðar. Á leið
lil Hafnar var líka komið við í Graskögglaverksmiðj-
unni í Flatey á Mýrum. Um kvöldið snæddi stjórn
Búnaðarsambands A.-Skaftfellinga kvöldverð á Höfn
í boði Búnaðarfélags íslands. Svo vel vildi til, að
beiðursfélagi Búnaðarfélags íslands, Sveinn Jónsson
ú Egilsstöðum, kona hans, dóttir og sonarsonur. komu
að Hótel Höfn í þann mund er okkur bar þar að, svo
að stjórn Búnaðarfélags íslands gafst tækifæri til að
bjóða þeim einnig til kvöldverðar. Siðar um kvöldið
buðu Seljavallahjónin, Egill og Halldóra, okkur öll-
um, er saman höfðum snætt, heim til sin, þar sem
rædd voru ýmis búnaðarmál og notið góðra veitinga.
Næsta dag var ekið til Egilsstaða, með viðkomu að
Beyðará í Lóni, auk ])css sem víða var numið staðar
a leiðinni til að njóta náttúrufegurðar og borfa á hin-
ar stórfelldu framkvæmdir, sein víða blasa við á bænda-
býlum meðfram þjóðveginum, en ekið var um Firðina.
Hinn 29. ágúst liélt stjórn Búnaðarfélags íslands
Iund með stjórn Landþurrkunar-ogáveitufélagsHjalta-
staðaþinghár, til að ræða sérstakt vandamál um þurrk-
un lands á vettvangi.
Á Héraði lauk þessari sameiginlegu ferð stjórnar og
búnaðarmálastjóra og liélt hver til sins heima þaðan.