Búnaðarrit - 01.01.1978, Page 37
SKÝKSLA BÚNAÐARMÁLASTJÓRA
21
lega, jafnt konuni sem körlum, til j)ess að búskapur-
inn yrði stundaður af sem mestri hagkvæmni, án j)ess
að mannlíf fóllcsins við landbúnað yrði of snautt, og
skepnum misboðið með of mikilli samþjöppun i verk-
smiðjubúskap.
Smithfieldsýninguna sólti ég einkum af tveimur
ástæðum. Nýráðinn kjötmatsformaður, Andrés Jó-
hannesson, Stóra-Kroppi, ákvað að sækja sýninguna
og vildi ég gjarnan vera með honum þar, svo að við
gætum farið saman um búfjár- og kjötdeild sýning-
arinnar, og athugað, hvað einkenndi þau föll, sem
bezt verðlaun fengu. Ennfremur voru nokkrir héraðs-
ráðunautar )neð í ferðinni, og hafði ég ánægju af að
vera með þeim á sýningunni, einkum til að ræða við
j)á um ágæti kjötsins, og hve frábærar kjötframleiðslu-
skepnur Bretar eiga.
Sýningin var í senn lærdómsrík og til ánægju mér
og öllum, sem áhuga hafa á j)ví, sem þar var að sjá.
Erlendir gestir
Oslcar Öksnes, landbúnaðarráðherra Noregs, heimsótti
ísland ásamt konu sinni, ráðuneytisstjóra og aðstoðar-
ráðherra, í boði landbúnaðarráðherra, Halldórs E. Sig-
urðssonar, dagana 1.—4. ágúst.
Hinn 4. ágúst ferðaðist landbúnaðarráðherra og
föruneyti hans í boði Búnaðarfélags íslands, Stéttar-
sambands bænda og Framleiðsluráðs landbúnaðarins
um Suðurland. Sveinn Tryggvason, framkvæmdarstjóri
Framleiðsluráðs, skipulagði ferðina og var fararstjóri.
í ferðinni voru ault ráðherrans og föruneytis, eftir-
taldir íslendingar: Fararstjórinn, Sveinn Tryggvason og
frú, Ásgeir Bjarnason, Einar Ólafsson, Halldór Páls-
son og frú og Sveinbjörn Dagfinnsson og frú. Ekið
var um Hellisheiði, komið við á Garðyrkjuskólanum
3