Búnaðarrit - 01.01.1978, Page 38
22
15ÚNABARRIT
á Reykjum í Ölfusi, þar sem Þráinn Sigurðsson, kenn-
ari, sýndi skólann og gróðurhús og lýsti starfseminni.
Þar komu til móts við okkur, Jón Helgason, aljiingis-
maður, og Hjalli Geslsson og frú, og slógust í förina.
Á Garðyrkjuskólanum var gestum boðið að smaklca
á afurðum gróðurhúsanna. Frá Reykjum var haldið
til Selfoss, þar sem Mjólkurbú Flóamanna var skoð-
að undir leiðsögn Grétars Símonarsonar, mjólkurbús-
stjóra, er bauð gestum til morgunverðar, að lokinni
skoðun búsins. Var þar snæddur hvítur matur, þjóð-
legur. Frá Selfossi var ekið eins og leið liggur að Gunn-
arsholti, en á leiðinni var skýrt frá búslcap á Suður-
landi. í Gunnarsholti tóku þeir Sveinn Runólfsson,
landgræðslustjóri, og Stcfán Sigfússon, landgræðslu-
fulltrúi, á móti hópnum. Skýrði hinn síðarnefndi frá
starfsemi Landgræðslunnar. Þar var jiegið síðdegis-
kaffi. Frá Gunnarsholti var ekið til baka um Skeið,
Hreppa og Biskupstungur með stuttri viðkomu í Skál-
holti, Gullfossi og Geysi, en þaðan ekið með Hlið-
um til Þingvalla. Þar bauð Öksnes, landbúnaðarráð-
herra Noregs, lil kvöldverðar, landbiinaðarráðherra Is-
lands og frú, skrifstofustjóra, Hauki Jörundarsyni, sam-
ferðafólkinu og þeim Sunnlendingum, sem höfðu tek-
ið á móti hópnum um daginn. Þennan dag skartaði
Suðurland sínu fegursta og fólk var alls staðar við
heyskap. Hinir erlendu gestir létu vel af ferðinni.
Dr. Aiigust Johnson, yfirmaður skipulags tilrauna-
starfsemi búfjárræktar í Kanada, og kona hans, komu
hingað til lands 1. júlí og dvöldust til 5. júlí. Þau hjón-
in hafa komið til íslands tvívegis áður. Nú notuðu þau
tímann aðallega lil að heimsækja frændfólk, bæði í
Reykjavík og á Austurlandi, en auk þess kynnti August
sér búskap og tilrauna- og leiðbeiningarstarfsemi hér.
Sérstaka ánægju hafði hann af að koma að Egilsstöð-
um á Völlum, hitta þar Svein bónda og syni hans, og