Búnaðarrit - 01.01.1978, Page 39
SKÝKSLA BÚNAÖARMÁLASTJÓKA 23
sjá mcð hvílíkum myndarbrag búskapur er stundaður
þar.
Dr. Clnir E. Terrill, yíirmaður allrar tilrauna- og
rannsóknarstarfsemi í sauðfjárrækt í Bandaríkjun-
um, ásamt konu sinni og hópi fjárbænda, karla og
kvenna, frá Bandaríkjunum, flest frá Montana, Idaho
og Utah, komu hér við á leið sinni til meginlands Ev-
rópu. Ferðalagið stóð frá íí). júní til 9. júlí, og var
ferðin farin lil að kynnast sauðfjárrækt í Evrópu. Dr.
Terrill, sem komið hefur tvívegis áður til Islands, var
hinn faglegi fararstjóri. Hópurinn stanzaði í byrjun
ferðarinnar aðeins 2 daga hér á landi. Búnaðarfélagið
skipulagði eins dags ferð frá Reykjavílc um Borgar-
fjörð hinn 21. júní. Búnaðarmálastjóri og Sigurjón J.
Bláfeld voru með i förinni, auk þess, sem dr. Ólafur R.
Dýrmundsson, þá enn yfirkennari á Hvanneyri, l)ætt-
isl í hópinn i Eýstra-Súlunesi, en þar var stanzað til
að gefa gestunum tækifæri til að sjá dæmigerðan
sveitahúskap á láglendi, þar sem hæði er stunduð
mjólkurfrainleiðsla og sauðfjárrækt. Frá Eystra-Súlu-
nesi var lialdið að Hvanneyri, þar sem beitartilraun-
irnar voru skoðaðar, og slaðurinn sýndur, undir leið-
sögn Ólafs R. Dýrniundssonar. Þar bauð Rúnaðar-
félag íslands gestunum til hádegisverðar í hinum
glæsilega matsal skólans. Frá Hvanneyri var haldið að
Hesti, þar sem tilraunir voru skýrðar og sauðfé sýnt.
Þaðan var haldið að Gullberastöðum, þar sem skoð-
uð voru fjárhús, sauðfé og liross. Voru allar skepnur
til fyrirmyndar. Þar voru þegnar góðar veitingar. Er
haldið var frá Gullberastöðum, var áætlunin að l'ara
Uxahryggi, en þeir reyndust ófærir og veður þar liið
versta. Neyddist hílstjórinn lil að biðja alla að fara
úr bilnum út í hálhvassa slydduhríð á meðanhannsneri
lionum við, sem tókst með naumindum. Sáu gestirnir,
livernig íslenzk veðrátta getur hrugðið lil heggja vona