Búnaðarrit - 01.01.1978, Page 74
58
BÚNAÐARKIT
Mikið vai' selt af gulrófnafræi í vor eða yfir 250 kg,
en fræsalan gefur sarnt takmarkaða vísbendingu um
yfirgrip ræktunarinnar. Gulrófur ættu víða að hafa
sprottið vel, þrált fyrir að sumarhitinn var ekki sér-
lega mikill. Árlega mun þó tilfellið, að hjá sumum
rælctunaraðilum kemur fræ ýmist mjög seint eða jafn-
vel aldrei i jörð, og hjá öðrum verða rófur grátt leikn-
ar af kálmaðki. Þetta má sjá víða á rófum, sem eru á
boðslólnum í verzlunum eða falboðnar við heimilis-
dyrnar, en utan úr þeim hefur oft verið svo skafið og
spænt, að jafnvel getur verið erfilt að átta sig á um,
hvers konar ávöxt var að ræða í upphafi.
Það hefur lengi loðað við hér, að ýrnsir hafi litið
á gulrófnarækt sem leið skjóttekinna peninga, og ár-
lega virðist hún freista margra ef dæma má eftir þeim
liópi manna, sem á skrifstofu mína leita eftir ráðlegg-
ingum og upplýsingum. Vissulega er töluvert lil i því,
að unnt sé að hagnast vel á rófum, en að haki velheppn-
aðrar ræktunar felst meiri fyrirhyggja og vinna en
margur ætlar, og þannig ræktun er ekki öllum jafnvel
gefið að sinna.
Söluaðilar eru á einu máli um að uppskera gulrófna
hafi orðið snöggtum minni í haust en 1970 og dæma
það út frá framboðinu, sem virðist dræmara, það sem
af er vetrar. Annað grænmeti garðlanda reyndist frekar
síðbúið, en skilaði sér þó allvel. Þannig bárust Sölu-
félagi garðyrkjumanna 151 smál. af hvítkáli á inóti
141,4 smál. árið áður, 50 smál. af gulrótum á rnóti
47,1 smál. áður, og 30 smál. af blómkáli á móti 26,4
smál. árið áður. Á flestu öðru smágrænmeti varð einnig
nokkur aukning á framboði. Sums staðar á Suðurtandi
gerði frost og kuldahryssing um það leyti, sem rækt-
endur voru komnir á veg með gróðursetningu á káli.
Gutdu nokkrir blómkálsræktendur því töluvert afhroð;
plöntur drápust eða i þær hljóp korka, sem gerði þær