Búnaðarrit - 01.01.1978, Page 76
60
BÚNAÐAUUIT
fái ekki grænmetisframleiðslan liðsauka innan tíðar,
muni koma til stöðnunar í greininni. Nú er greinlegt,
að mikill áhugi er að vakna hjá fólki fyrir aukinni
grænmetisnotkun, en þvi finnst það aítur á móti nokkuð
dýrt. Allur almenningur, sem ræður yl'ir svolitlu land-
rými, ætti því að snúa sér að því, að rækta sem mest
til eigin þarfa í frístundum sinum.
Ræktun í gróðurhúsum gekk yfirleitt ágætlega, og
aðalframlciðsluafurðir matjurta, gúrkur og tómatar,
skiluðu mikilli og góðri uppskeru. SFG tók á móti lið-
lega 330 smál. af gúrkum og 328 smál. af tómötum, en
á milli ára nam magnaukning á gúrkum rösklega 14,5%
og á tómötum 45%. Áslæðan fyrir þessu stökki er að
hluta aukið flatarmál, einkum er tómata varðar, en
þar bættust við a. m. k. 4500 m2 í nýjmn gr.óðurhúsum,
en einnig hjálpuðu birtuskilyrðin meira til en nokkur
annar þáttur. Þannig reyndust sólskinsstundir í Reykja-
vík 47% fleiri en í meðalári frá 1. jan. til 30. apríl, og
rösklega 14% fleiri fyrsta helming ársins. Má gera ráð
fyrir, að á gróðurhúsasvæðum Suður- og Suðvestur-
lands, hafi lilutföllin verið svipuð. Á uppeldistímanum
i janúar og febrúar skein sól i rösklega 160 klst. i
Reykjavík, en í sömu mánuðum árið áður aðeins i lið-
lega 48 klst. Þessa mikla mismunar gætli vissulega á
öllu ungviði, en víðast hvar voru plöntur mjög hraust-
legar, þegar kom að gróðursetningu, sem var fram-
kvæmd með fyrra móti. Gúrkur fóru að konia á markað
8. marz og fyrstu tómatar komu 28. apríl cða rösldega
viku fyrr en árið áður.
Alvarlcgir uppskerutoppar mynduðust í framleiðsl-
unni bæði á gúrkum og tómötum, er líða tók á vor
og sumar. Var þá verð lækkað nokkuð um skeið, en
dugði þó ekki til þess að forðast veruleg afföll. Þannig
varð framboðið af tómötum i júní 50% meira en árið
1976, og 15% mcira i jvilí. Var nokkur hluti afurðanna