Búnaðarrit - 01.01.1978, Síða 113
SKÝRSLl) 3 STARFSMANNA
við störí'. Ég sótti um leyfi frá störfum frá og með 1.
ágúst til 31. júlí 1978, og veitti stjórnin mér það. Þetta
ár starfa ég hjá Útflutningsmiðstöð iðnaðarins og vinn
þar að s. k. „ullar og skinnaverkefni", en það starf
bauðst mér til eins árs. Er starf mitt þar einkum fólg-
ið í að vinna að verkefnum, er varða aukna og bætta
framleiðslu ullar og gæra, með tillili til þess að skapa
nieiri verðmæti í ullar- og skinnaiðnaðinum.
Sauðfjárræktarfélögin. Greidd voru framlög til 101
félags fyrir starfsemi á árinu 1975—’'76 eða 4 fleiri en
árið áður. Eltirtalin 9 telög, sem ekki sendu skýrslur
fyrir árið 1974—’75, sendu skýrslu fyrir árið 1975—’70
og nutu framlags samkvæmt búl'járræktarlögum. Sf.
Leirár- og Melasveitar, Borgarfjarðarsýslu, Sf. Staf-
boltstungna, Mýrasýslu, Sf. Djúpmanna, N.-ísafjarð-
arsýslu, Sf. Svínavatnshrepps, A.-Húnavatnssýslu, Sf.
Hofshrepps, Sf. Slcefilsstaðabrepps, Sf. Staðarhrepps og
Sf. Rípurhrepps, Skagafjarðarsýslu og Sf. Tungu-
hrepps N.-Múlasýslu. Af þeim 98 félögum, sem sendu
skýrslur árið 1974—’75, voru 4, sem elcki sendu skýrsl-
ur árið 1975—’70. Þau eru: Sf. Vopnafjarðar, N.-Múla-
sýslu, Sf. Breiðdæla, S.-Múlasýslu, Sf Hafnarhrepps,
A.-Skaftafellssýslu og Sf. Roði, V.-Skaftafellssýslu.
Skýrslufærðar ær voru nú samtals 101.034 horið
saman við 80.341 árið áður eða l'jölgun um 14.093,
sem gerir 17% fjölgun, og hafa skýrslufærðar ær aldrei
verið jafn margar og nú. Fjölgunin var þó meiri á
milli ára 1973—’74 til ’74—’75 en nú. Mest munar um
fjölgunina í Skagafjarðarsýslu, en þar bætast við 4
ný félög og skýrslufærðum ám l'jölgaði úr 5900 í 10.210.
Framlag var greitt á 2002 I. verðlauna hrúta og 30
hrúta með góðan afkvæmadóm.
Afkvæmarannsóknir, sem nutu lTamlags samkvæmt
húfjárræktarlögum, voru gerðar á 10 stöðum, eins og
hér segir.