Búnaðarrit - 01.01.1978, Page 118
102
BÚNAÐARRIT
Hrossarœktarrá&unauturinn
Hrossaræktarsamböndin eru nú sex talsins. Hinn 22.
apríl var stofnað nýtt samband, Hrossaræktarsamband
Dalamanna, að Laugum í Hvammssveit. Formaður
Búnaðarsambandsins, Sigurður Þórólfsson, stjórnaði
fundinum, 28 fundarmenn sainþ. lög og kusu 5 manna
stjórn, sem valdi sér Jón Hólm Stefánsson, ráðunaut,
fyrir formann. Aðrir í stjórn eru: Jóhannes Stefáns-
son, Kleifum, Árni Ingvarsson, Hóli, Eyjólfur Jóns-
son, Sámsstöðum og Jón Skarphéðinsson, Kringlu.
Mikil drift er í stjórninni undir stjórn Jóns. Haldnar
voru hrossasýningar á fjórum stöðum í sýslunni, dag-
ana 8.—9. júlí. Sambandið keypti brúnan stóðhest 3ja
vetra, Lomber, af Guðmundi Guðmundssyni, fyrrum
bónda á Kolsstöðum. Lomber hlaut 1. v. f. byggingu,
er fríður, grannur og léttbyggður. Faðir er Glófaxi frá
Leifi Kr. Jóhannessyni, sem var að föðurkyni úr
Haukadal, en móðirin er dóttir Lýsings 409, Voðmúla-
stöðum, en í móðurætt frá Kolsstöðum, allt verðlaun-
uð liross. Stofnverndarsjóður styrkti þessi kaup. Lom-
ber verður taminn í vetur á Sauðafelli.
Hrossaræktarsamband Húnvetninga seldi Loga 878
frá Eiríksstöðum lil Þýzkalands s. I. haust. Ahel 613
er ónýtúr að kalla, þolir ekki að vera í girðingu með
hryssum og ekki kom folaldaskýrsla yfir notkun hans.
Húnvetningar voru með reynda stóðhesta á leigu, svo
sem Sörla 653 og Glæsi 656 frá Sauðárkróki, Neista
587 frá Skollagróf og Héðin 705 frá Vatnagarði. Ég
varð þeirrar ánægju aðnjótandi, að taka þátt í árs-
hátíð húnveskra hestamanna á Blönduósi 26. 2. og
sýndi þeim skuggamyndir við það tækifæri. Þá liitti
ég stjórn Snældufiélagsins 27. febrúar að Mosfelli,
ræddum við mál félagsins, og ég mældi og skráði
nokkrar hryssur hjá félagsmönnum.