Búnaðarrit - 01.01.1978, Page 120
104
BÚNAÐARKIT
Hrossaræktarsamband Skagfirðinga kcypti Njál 789
frá Hjaltastöðum, scm lilotið hefur 1. v. sem einstak-
lingur og hlaut í sumar 2. v. f. afkvæmi. Lyftingur
frá Sóllicimagerði var seldur. Rauður foli, veturgam-
all, Brynjar, frá Hólum í Hjaltadal, kom ekki af fjalli
sumarið 1976, og varð af honum engin meiri saga.
Héraðssýning var lialdin 10.—12. júní á Vindheima-
melum og voru metin þar yfir 100 kynbótahross. Stóð-
hestagirðing var girt á góðu og skjólsömu landi í
Hcgranesinu, eilt vandaðasta mannvirki til sinna nola,
sem ég hefi séð. Sífellt er vcrið að l)úa í haginn i'yrir
lirossaræktina á sambandssvæðinu.
Stóðhesturinn Njáll 789 frá Hjaltastöðum var af-
kvæmarannsakaður. Tamin voru 8 trippi og hestur-
inn sýndur með þeim flestum á héraðssýningu og
hlaut 2. v. sem áður segir, og vísast til dómsorðs i
skýrslu um sýninguna. Þá voru notaðir í Skagafirði
sex folar frá Stóðhestastöð Búnaðarfélags Islands, og
er þátttaka Skagfirðinga í starfi stöðvarinnar mikil
lyftistöng og vonandi þeirra hagur. Fundi og mynda-
sýningar hélt ég á Sauðárkróki, Miðgarði og Hólum,
28. febr. og 1. marz.
Hrossaræktarsambandið Haukur í Eyjafirði og S,-
Þing. hcfur ekki fjölgað eignarhestum, en var m. a.
mcð á leigu Sörla 653, Sauðárkróki, Óðin 883 i'rá Sauð-
árkróki, og Penna 702 frá Árgerði. Ungur foli, Feng-
ur frá Prestshúsum, Mýrdal, var keyptur norður i
Aðaldal. F. Léttir 600, Vík, og m. Mósa, Prestshúsum,
dóttir Fengs 309 frá Hróarsholti, Árn. Skári frá Skán-
ey á Stóðhestastöðinni, var notaður í Sigluvík.
Héraðssýning var haldin á Melgerðisinelum 25.—27.
júní. Þar komu fram 11 stúðhestar og 34 hryssur.
Meðdómendur voru Ármann Gunnarsson, dýralæknir,
og Gunnar Oddsson, búfræðikandidat og bóndi.