Búnaðarrit - 01.01.1978, Side 122
106
BUNAÐARRIT
stóðhestar eru: Skinfaxi frá Hafnarfirði, f. ’73, f'ló-
rauður, þá ótaminn, f. Kolbakur 730, Gufunesi, ni. Tí-
brá 3566 frá Kleifuni í Gilsfirði, og Óður frá Torfastöð-
uni, f. ’75, fífilbleikur, f. Hrafnkell 858 frá Ólafsvöll-
um, m. Glenna 3333 frá Hömruni, Grhnsnesi.
Gustur 742 frá Kröggólfsstöðum var í afkvæmarann-
sókn. Tamin voru 6 afkvæmi hans í 3 mánuði hjá Har-
aldi Sveinssyni, Hrafnkelsstöðum. Úttekt fór fram 25.
apríl, gerð af okkur Vali Þorvaldssyni, ráðunaut, og
Þorgeiri Sveinssyni, bónda. Trippin eru hálsfalleg og
bollétt. Þau eru auðtamin, þó ekki laus við tortryggni,
fremur gangsöm, en drift vantar ennþá á gangi. Þau
eru nægilega viljug og fara vel í reið. Öll trippin eru
skyldleikaræktuð.
Tvær kynbótasýningar voru baldnar á Suðurlandi
á vegum bestamannafélaganna þar. Stóðhestar, 30 tals-
ins, voru sýndir á Rangárbökkuin 7.—8. maí. Sá tími
er hinn bezti fyrir stóðhestasýningar, og vonandi sjá
fleiri það. Hryssur voru sýndar á Rangárbökkum 6.—
7. ágiist. Þær voru 34 að tölu og náðu tæpar 20 í ætt-
bók. Dómnefnd á stóðhestasýningunni skipuðu auk
mín Valur Þorvaldsson, ráðunautur, og Guðni Jóns-
son i Götu, en við Guðni og Steinþór Runólfsson, bú-
fræðikandidat, á hryssusýningunni. Guðni fór á bak
öllum hrossunum.
Vegna ráðagerða um bæði þessi mót á Suðurlandi,
kom ég á l'und mcð formönnum hestamannafélaganna
að Hvoli 13. febrúar.
Á Suðurlandi voru notaðir 14 stóðhestar vorið 1977
frá Stóðhestastöðinni, bæði á vegum hrossarælctarsam-
bandsins og einstakra bænda. Er jiað góð byrjun.
Hrossaræktarsamband Vesturlands heldur stóðhcsta-
eign að mestu óbreyttri. Leirljóst hestfolald var þó
keypt í haust, frá Sveinatungu, f. Hrafn 583 Árnanesi,
m. Mjöll 3340, Sveinatungu.