Búnaðarrit - 01.01.1978, Page 124
108
BÚNAÐARRIT
aldur þeirra i vor verður 4,07 ár. Meðalslærð er við
lágmark eða 139,6 cm bandmál og ca. 132,1 cm stangar-
mál. Þau eru sviphrein, ekki sérlega fríð en Hflcg, eyr-
un gróf, ennistoppur rýr. Herðar úrvalsgóðar og bak
mjúkt, lend brött, djúp og sterk. Fætur eru nokkuð
snúnir í kjúkum, vilji er öruggur og þau eru skaprík,
en þjál, hafa allan gang, töllið þó bezt, sporlangt og
fallegt, með heldur góðum fótaburði. Einkunnir f. bygg-
ingu 7,03, f. hæfileika 7,45, meðaltal 7,55. Báðir hest-
arnir eru vel nothæfir til undaneldis. Ófeigur þó álit-
legri. Traustari dómur fæst, er meiri reynsla kemur
á trippin, og verða hestarnir væntanlega sýndir við
fyrsta tækifæri.
Fjalla-BIesa-félagið notar marga stóðhesta og geng-
ur fremur illa hjá þeim að halda sig við cigin hest,
Þráð frá Eyvindarhólum. 15 hryssur voru notaðar til
undaneldis en 4 leiddar undir fjarskylda hesta. Þá
tók félagið á leigu Glóblesa 830 frá Kirkjubæ, sem
einnig var notaður á vegum Hrossaræktarsambands
Suðurlands i Eyjafjalladeihl.
Stóðhesturinn Þráður er nú á siðasla vetri á eldi
og tamningu á Stóðhestastöðinni. Er margt gott um
hann að segja, reiðhestakostir ágætir. Hans A’eika hlið
er sennilega skapgerðin, en ekki er ástæða til að segja
mikið um folann fyrr en að þessum vetri liðnum. Ég
heimsótti l'élagsmenn 19.—20. april og 5. des.
Skuggafélagið dregur heldur saman seglin, var með
52 hryssur virkar, en 15 hryssur að auki, scm leiddar
voru undir of fjarskylda hesta, miðað við lög félags-
ins og fellur niður framlag á þær. Voru notaðir alls
11 stóðhestar hjá félagsmönnum. Mælingar og skoðun
hrossanna var gerð 20. okt. og 4.—6. nóv.
Hólabúið notaði aftur Rauð 018 frá Kolkuósi vorið
’70. Fengust undan honum 14 folöld. Við crum ánægðir
með árangur undan Rauð og vonumst til að fá afnot