Búnaðarrit - 01.01.1978, Page 126
110
BUNAÖARRIT
þeir Egill Jónsson, ráðunautur, og Þrúðmar Sigurðs-
son, bóndi. Vorn skoðuð 230 kynbótahross á Austur-
landi og i Hornafirði.
Á mótinu komu fram 54 kynbótahross, 3 stóðhestar,
þar af einn með afkvæmum, og 51 hryssa, þar af 17
með afkvænium.
Dómnefnd skipuðu, auk mín, Egill Bjarnason, Sauð-
árkróki, og Þorvaldur Árnason, Eyrarbakka. Ráðu-
nautarnir Egill Jónsson og Þórhallur Hauksson unnu
að skriftum og fleiri störfum, með okkur dómnefnd-
armönnum. Sýningarskrá sá ég um og var hún prent-
uð á Selfossi. Verðlaunagreiðslur samkvæmt búfjár-
ræktarlögum, skiftust þannig:
Búnaðarfél. ísl. á stóðhesta ....... kr. 131.900.-
Búnaðarfél. ísl. á hryssur m. afkv. .. — 647.300,-
Búnaðarfél. ísl. á hryssur, cinst. % v. — 216.300.-
Búnaðarsamband Austurlands ........... — 174.000.-
Búnaðarsamband A.-Skaftfellinga . . . . •—- 42.300.-
Samtals kr. 1.211.800,-
Stóðhestastöðin. Allt árið leið án þess að við hæf-
um tilraunastörf, en í ársbyrjun 1978 hófust þau. Að
ósk minni boðaði Björn Sigurbjörnsson okkur sföðv-
armenn og ýmsa sérfræðinga RALA á fund 13. sept.
Var ákveðið að hefja nú þegar þær fóðurrannsóknir,
sem tök verða á, og að hefja beitartilraunir vorið 1980.
Mun tilraunastarfsemin vegna fóðrunar, licitar og ef
til vill fleiri atriða, síðan þróast í höndum þeirra Gunn-
ars Sigurðssonar, fóðurfræðings, og Þorvaldar Árna-
sonar, tilraunastjóra. Trúi ég, að þar lakist vel til og
óska þessum nýja þætti starfsins góðs gengis.
Tamningar voru stundaðar af kappi og lausráðinn
nýr maður, Þorkell Þorlcelsson, lil að ganga í öll verk
frá 1. febrúar. 12 graðhestar utanaðkomandi voru