Búnaðarrit - 01.01.1978, Page 129
SKÝRSLUK STARFSMANNA
113
Landsmóts 1 í)78, en þeir ráðgera miklar umbætur ú
landsmótsstað að Skógarhólum. Pétur Hjúlmsson hefur
verið ráðinn framkvæmdarstjóri frá Biinaðarfélagi Is-
lands. Ég kom á tvo fundi hjá stjórn stóðhestastöðvar,
ferðaðist dagstund með norskum hrossaræktarráðu-
naut, Rostad að nafni, sem var hér í boði S. í. S., og
sýndi honum hrossabú á Suðurlandi. Hann ferðaðist
um Skagafjörð með Einari E. Gíslasyni. Þá sat ég um-
ræðufundi og sýndi myndir í nokkrum félögum: Ljúf,
Hveragerði, 18. marz, Freyfaxa, Egilsstöðuin, 20. marz,
Blæ, Norðfirði, 21. marz, Grana, Hvanneyri, 13. apríl,
Brún, Bæjarsveit, 14. apríl, Herði, Fóllcvangi, 18. apríl,
Sleipni, Selfossi, 20. apríl, Hrossaræktarfélagi Hruna-
mannahrepps 14. júní og Fák, Reykjavík, 23. nóvem-
ber.
Fundur í stjórn Stofnverndarsjóðs 18. nóvember
veitti framlag og lán til Dalamanna, vegna kaupa á
ungum stóðhesti, og var það cina umsóknin, sem barst
á jiessu ári.
Af minnisstæðum atvikum kemur upp í hugann, er
ég við forskoðun sá 11 góðar reiðhryssur á Jaðri á
Völlum, og voru flestar þaðan, margar flugvakrar, all-
ar í höndum bóndans og tamningamannsins Ásinund-
ar Þórissonar. Þá minnist ég heimsóknar í Gufunes í
haust, og sá þar mörg góð hross. Efst er mér þó í
huga sjálfur konungur islenzkra reiðmanna, Þorgeir
Jónsson. Mundi nokkur leika það eftir, þó yngri væri,
að stökkva berbakt á hvaða hross sem væri, og taka
það til kostanna, svo um munar?
Ég þaltka samstarfsmönnum vítt um land fyrir á-
nægjuleg og góð samskipti og óska öllum farsældar á
nýju ári.
Laugarvatni í lok janúar 1977,
l>orkell Bjarnason