Búnaðarrit - 01.01.1978, Page 171
SKYRSLUR STARFSMANNA
155
inu til endurgreiðslu að hluta ríkissjóðs. Margir komu
á skrifstofuna til viðtals um ýmislegt, sem varðar dýra-
vinnsluna, einnig í sambandi við eyðingu vargfugla.
Virðist mikill áhugi fyrir aðgerðum, til að verjast
tjóni og leiðindum, sem fuglar þessir valda.
Ferðalög
Á árinu voru ferðalög um landið með meira móti mið-
að við undanfarin ár, sem mest var vegna aukinna
verkefna i sambandi við Lilraunir á eyðingu vargfugla
með aðstoð svefnlyfja, sem mér var falið að gera.
Jafnan var reynt að framkvæma þau verkefni í þess-
um ferðum, sem mest voru aðkallandi hverju sinni.
í febrúar fór ég til Húsavíkur og vann þar að eyð-
ingu hrafna og svartbaks, en síðar i mánuðinum til
Eyrarbakka og Stokkseyrar, í Landeyjar og Fljóts-
Iilíð. í marz fór ég um Árnessýslu, Ölfus, Þorlákshöfn
og um Borgarfjarðarhérað. í apríl um uppsveitir Ár-
nessýslu, Rangárvallasýslu til A.-Eyjafjalla. í maí fór
ég um Suðurland að Eyjafjöllum, um Borgarfjarðar-
hérað, Húnavatnssýslur, Skagafjörð, Eyjafjarðarsýslu
og um Grenivik og Fnjóskadal i S.-Þingeyjarsýslu. f
júní fór ég um Húnavatnssýslur og Strandasýslu, í júlí
að Djúpi til ísafjarðar og um Barðastrandarsýslur, i
ágúst um uppsveitir Árnes- og Rangárvallasýslu, i sept-
ember um Reykjanesskagann, Grímsnes, Ölfus og um
Norður- og Austurland. í október var farið að Rangá, i
nóvember um Borgarfjarðarhérað, í Vestur- og Austur-
Húnavatnssýslu, í desember til Krísuvíkur um Hruna-
mannahrepp og Landssveit.
Verkefni mín á ferðalögum þessum reyni ég jafnan
að samræma eftir beztu getu. Ég hef samband við
sveitarstjórnir og legg mikla áherzlu á að ná tali af
sem flestum refa- og minkaveiðimönnum. Á árinu fór
ég í nokkrar veiðiferðir með veiðimönnum, þar sem