Búnaðarrit - 01.01.1978, Page 188
172
BÚNAÐARRIT
á mánuðina maí til 1. septemcber. Maí 24, júní 34, júlí
87, ágúst 63. Síðan hafa leitað til mín milli 40—50
bændur með vandamál sín, sem í flestum tilfellum
hefur verið hægt að leysa úr, en önnur eru í athugun.
Beiðnir skiptust þannig milli sýslna, úr Gullbringu-og
Kjósarsýslu 4, Mýra- og Borgarfjarðarsýslu 9, Snæ-
fellsnes- og Hnappadalssýslu 19, Dalasýslu 9, Barða-
strandarsýslum 5, Isafjarðarsýslum 15, Strandasýslu
11, Húnavatnssýslum 14, Skagafjarðarsýslu 15, Eyja-
fjarðarsýslu 14, Þingeyjarsýslum 16, Múlasýslum 23,
A.-Skaftafellssýslu 25, V.-Skaftafellssýslu 4, Rangár-
vallasýslu 9, Árnessýslu 20.
Ferðalög innanlands
I október fór ég um A.-Skaftafellssýslu og aðstoðaði
báendur við varahlutapantanir fyrir næsta sumar. Um
70% bænda í sýslunni óskuðu eftir þessari þjónustu
og vona ég að árangurinn verði góður, þannig að
framhald verði á. Á tímabilinu 12.—21. des. fórum
við Haraldur Árnason, verkfæraráðunautur, um Múla-
sýslur og héldum 18 fundi með bændum, þar scm við
kenndum þeim að panta varahluti eftir varahlutabók-
um, sem eiga að l'ylgja hverju tæki. Þessir fundir
voru misjafnlega sóttir.
Þá var mér gert kleift að fara á landbúnaðarsýn-
ingu í Englandi, The Royal Smithfield Show, dagana
4.—10. desembcr. Ég tel að ferðir sem Jiessar séu mjög
gagnlegar, þar sem bægt er að sjá allar helztu nýjung-
ar í búvélatækni á einum slað. Ég er stjórnum Bún-
aðarfélags íslands og Stéttarsambandsins þakklátur
fyrir þeirra fyrirgreiðslu i sambandi við þessa ferð.
Eirikur Iielqason.