Búnaðarrit - 01.01.1978, Page 269
BÚNAÐARÞING
253
Þá ítrekar Búnaðarþing fyrri samþykktir sinar um,
að frumskilyrði þess, að íslenzkur ullarvarningur færi
þjóðinni hagnað, sé, að hændur fái það verð fyrir ull,
að þeir telji sér hag að því að leggja sig fram við
ullarframleiðslu, jafnt ræktun sem hirðingu. Verður
að brúa bilið milli greiðslugetu ullarverksmiðja inuan-
lands og eðlilegs verðs til framleiðenda með ríkisfé.
Greinargerð:
Ekki þarf að rökstyðja það í löngu máli, hve nauðsyn-
legt það er fyrir íslendinga að hagnýta til hins ýtrasta
öll sérkenni, sem gera einstakar vörutegundir, sem hér
eru framleiddar, verðmætar umfram aðrar vörur sömu
tegundar á heimsmörkuðum. Má þar nefna m. a. og
ekki sízt íslenzka ull.
Talið er, að eiginleikar hennar gefi henni notagildi
fram yfir flesta, erlenda ull til inargvíslegra nota, og
hafi aflað vörum úr henni vinsælda og verið í samræmi
við það. Hér þarf að fylgja eftir laginu og vinna að
því að styrkja markaðsstöðu íslenzkra ullarvara, en á
])ví sviði eru nú ýmsar blikur á lofti.
Nokkur brögð eru orðin að því, að farið sé að líkja
eftir íslenzkum ullarvörum erlendis. Því verður fyrst
og fremst að mæta með aukinni vörukynningu og vöru-
vöndun, þannig að kaupendum verði Ijósir hinir sér-
stöku kostir íslenzkrar ullar og þeir geti jafnframt
trcyst því, að sú vara, sem héðan kemur, sé sú sem hún
er sögð. Upp á síðkastið hafa ullarverksmiðjur hér-
lendis tekið að blanda ódýrri, erlendri ull í fram-
leiðslu sína án þess að geta þess með merkingum.
Hefur þessi vara verið seld hérlendis til heimilisiðn-
aðar og verksmiðjuiðnaðar og verið notuð, sennilega
oft, án þcss, að kaupendum væri það ljóst, að hér
væri ekki um alíslenzlca ull að ræða, fyrr en farið
var að vinna úr henni, en þá mun í sumum tilvikum