Búnaðarrit - 01.01.1978, Page 280
264
BÚNAÐAItRIT
Sölufclag garðyrkjumanna seldi grænmeti fyrir um
3150 milljónir króna á árinu 1977, og er þaÖ 90 milljón-
um hærri fjárliæð en selt var fyrir 1976.
Búfjáreign og búfjárframleiðsla. í ársbyrjun 1977
var hústofn landsinanna 60.786 nautgripir, þar af
36.514 mjólkurkýr, 870.824 sauðkindur, þar af 717.276
ær, 48.194 hross, 1013 gyltur og geltir, 6060 grísir,
213.023 varphænur, 83.229 aðrir alifuglar og 11.950
minkar. Frá ársbyrjun 1976 hafði nautgripum fækk-
að um 1000, en mjólkurkúm þó l'jölgað uin 61, sauðle
fjölgaði um rúm 10 þúsund og hrossum um 1269.
í árslok 1977 var búfjáreign 62.677 nautgripir, þar
af 36.859 mjólkurkýr, 896.169 sauðkindur, þar af
733.232 ær, 49.528 hross, 1177 gyltur og gellir, 277.726
alifuglar og 9020 minkar. Nautgripum fjölgaði um
3,1%, en kúnum aðeins um 0,95%, sauðfé l'jölgaði um
2,9%, hrossum 2,7%, svínum 16,2%, en alifuglum
fækkaði um 6,25% og minkum um 24,4%.
Samkvæmt upplýsingum frá Framleiðsluráði land-
búnaðarins var innvegin injólk til mjólkursamlaga
árið 1977 118.927.266 kg eða 6,2% meiri en 1976.
Slátrað var í sláturhúsum 943.904 kindum haustið
1977, 873,225 dilluim og 70.679 kindum fullorðnum.
Er þetta 8.828 kindum fleira en 1976 eða 0,94%, en
Iíklega fer heimaslátrun fjár vaxandi aftur vegna sölu-
skattsins. Meðalfall dilka reyndist 14,26 kg eða 0,12
kg minni en 1976. Kindakjötsframleiðslan varð nú
13.963.858 kg eða 21.317 kg minni en 1976, er nemur
0,15%. Kjöl af heimaslálruðu er ekki mcð í þessuin
tölum.
Samkvæmt upplýsingum frá Framleiðsluráði land-
búnaðarins var nautgripaslátrun hjá sláturleyfishöf-
um síðustu tvö árin scin hér segir: