Búnaðarrit - 01.01.1978, Page 282
260
BÚNADAKRIT
kvæmdir í sveitum, vélvæðingu og eigendaskipti á jörð-
um, af því að fáir eða engir bændur byggja nýbygg-
ingar eða kaupa jörð án þess að taka lán í Stofnlána-
deild eða Veðdeild.
Á árinu 1977 voru veitl lán úr Stofnlánadeild, að
fjárhæð kr. 2.181.335.000, þar af til vinnslustöðva 19
lán, að fjárhæð kr. 266.390.000, til ræktunarsambanda
til þungavinnuvélakaupa 9 Ián, að fjárhæð kr.
43.664.000, til dráttarvélakaupa 404 lán, að fjárhæð
kr. 252.389.000, til útihúsabygginga, ræktunar og l)ú-
stofnsauka 337 lán, að fjárhæð kr. 1.325.459.000, til
heykögglaverksmiðja 1 lán, að fjárhæð kr. 10.000.000,
og lil ibúðarhúsabygginga í sveitum voru veitt 194 lán
að fjárhæð kr. 238.101.000. Er það 50 lánum færra en
lánsfjárhæðin þó kr. 6 milljónum hærri en 1976.
Til viðbótar voru veitt 59 lán úr lífeyrissjóði bænda
lil íbúðarhúsabygginga, að fjárhæð kr. 45.332.000.
f krónutölu hafa lán úr Stofnlánadeild hækkað um
kr. 642 milljónir cða 41,8% á árinu.
Úr Veðdeild Búnaðarbankans voru veill 116 lán til
jarðakaupa, að fjárhæð kr. 174.990.000, sem er 46
lánum fleira, að fjárhæð kr. 89.150.000 hærri en 1976.
Þetta sýnir, að eignahreyfingar á jörðum hafa vcrið
meiri 1977 en áður um langt árabil, og gat Veðdeildin
veilt úrlausn þeim, scm rélt áttu til slíkrar fyrirgreiðslu
og höfðu lánaskjöl sín í lagi. Að vísu hefur Veðdeildin
ekki nægilegt fjármagn lil þess að vcita viðunandi fyr-
irgreiðslu til jarðakaupa, en ])ó voru hámarkslán hækk-
uð á árinu úr 1.600 þús. í 2 milljónir á keypta jörð.
Má sérstaklega þakka fyrirgreiðslu landbúnaðarráð-
herra að Veðdeildinni tókst að auka jarðakaupalánin
um rúmar 90 milljónir eða 108%. Annars eru fjár-
hagscrl'iðleikar Stofnlánadeildar og Veðdeildar Bún-
aðarbankans eitt af eilífðarvandamálum, scm bankaráð
og landbúnaðarráðherr þurfa að glíma við á hverju