Búnaðarrit - 01.01.1978, Page 283
LANDBÚNAÖUKINN
267
ári. Stöðugur fjármagnsskortur hvílir eins og mara á
þessum deildum Búnaðarbankans, enda þótt Stoí'n-
lánadeild sé með lögum tryggt verulegt fjármagn ár-
lcga, bæði frá bændum og annars staðar frá. En þetta
fjármagn eyðist upp, bæði vegna þcss, að lán eru
veilt með lægri vöxtum heldur en deildin verður að
greiða af lánum, sem hún tekur, og einnig vegna þess,
að það fé, sem deildin fær nú til útlána, er að veru-
legu leyli annaðhvort gengistryggt, j>. e. erlend lán,
eða vísitölutryggt. Þótt sú áhætta, sem af þessu leiðir
hafi að verulegu Icyti verið færð yl'ir á bændur og
vinnslustöðvar, sem lán taka, með því að verðtryggja
almenn framkvæmdalán um 25%, þá nægir það ekki
til, svo að veruleg útgjöld falla árlega á deildina vegna
verðtryggðs lánsfjár, sem étur upp eigið fé deildar-
innar og meira til. Segja má með sanni, að Stofnlána-
deildinni hafi á síðustu árum verið stjórnað meira með
hag bænda fyrir augum en öryggi deildarinnar sjálfr-
ar. Þarf úr þessu að bæta með því að auka tekjur og
fjárhagslegt öryggi deildarinnar. Jafnframt ber að
þakka landbúnaðarráðherra, að honum hefur lekist
að útvega Stofnlánadeild og Veðdeild fé til að geta
sinnt hlutverki sínu nú síðustu árin, þótt sumum þylti
það aldrei nógu vel gert.
Landbúnaðarráðherra hefur haft hug á að rétta
hag Stofnlánadeildar með löggjöf og tólcst fyrir síðustu
þinglok að fá breytt lögum Stofnlánadeildar á þann
veg að lagt er 1% jöfnunargjald á útsöluverð landbún-
aðarvara, er skal ganga til stofnlánadeildarinnar til
að jafna vaxtamun tekinna og veittra lána. Enn l'rem-
ur að ibúðarhúsalán fæst frá stofnlánadeild lil Hús-
næðismálastjórnar.
Byggðasjóður veilli 71 lán, að fjárhæð samtals kr.
254.830.000, til aðila tengdum landbúnaði. Þau sundur-
liðast samkvæmt verkefnum þannig: Til vinnslustöðva,