Búnaðarrit - 01.01.1978, Page 284
268
BÚNAÐARRIT
]). e. sláturhúsa, mjólkurbúa og frysliliúsa, 18 lán, að
l'járhæð kr. 140,8 milljónir, lil graskögglaverksmiðja
3 lán, að fjárhæð kr. 55 milljónir, til minkahús I lán,
að fjárhæð 3 milljónir, til fiskiræktar 5 lán, að fjárhæð
kr. 7 milljónir, vegna Hólsfjalla-, Árneshrcpps- og Inn-
djúpsáætlana 32 Ján, að fjárhæð kr. 16,6 milljónir, til
kaupa á jarðvinnsluvélum ræktunarsambanda 9 lán, að
fjárhæð kr. 28,8 milljónir, og til annarra viðfangsefna
3 lán, að fjárhæð kr. 3 milljónir.
Véla- og verkfærakaup. Innflutningur búvéla varð
nokkru meiri 1977 en árið áður, einkum voru fluttar
inn fleiri dráttarvélar, heyþyrlur og mykjudreifarar,
sjá eftirfarandi tölur:
Iniiíltittar húvclar
1977 1976 1975
Dráttarvélar 630 493 469
Mykjudreyfarar 150 112 149
Sláttuvélar 220 224 378
Hcybindivélar 148 205
Sjáirhleðsluvagnar 95 101 121
Hcyþyrlur 300 295 304
Haggafæribönd 110 75 156
Mjaltavélar 90 92 102
Landbúnaðurinn ofsótiur. Árið 1977 verður lengi i
minnum haft, vegna hinna cindæma ofsókna, sem
landbúnaðurinn varð fyrir á árinu. Linnulausar árásir
á þennan atvinnuveg, á bændur, forvígismenn þeirra,
jafnt kjörna sem ráðna, á samtök bændastéttarinnar
og fyrirtæki hafa nær því daglega birzt í fjölmiðlum
með Dagblaðið i broddi fylkingar, en ýrnis önnur
blöð ekki sízt Vísir tekið í sama streng, cf ekki i leið-
urum og löngum greinum, þá í lesendabréfum og
slyttri pistlum. Allir erl'iðleikar þjóðarinnar i efna-
hagsmálum og öll verðbólgan eða því sem næst á að
vera sök landbúnaðarins og allur vandi á að vera auð-
leystur bara ef bændum væri fækkað nóg, helzt útrýmt.