Búnaðarrit - 01.01.1978, Page 288
272
BÚNAÐAItltlT
leggja gjald á innfluttan fóðurbæti (8% af cii'.
verði), cr verði notað lil verðjöfnunar á franileiðslu
hvers árs þannig, að hver búgrein njóti þess fram-
lags, sem frá henni kemur, unz hún hefur náð
grundvallarverði.
8. Að Framleiðsluráði verði vcilt lagaheimild lil að
greiða lægra verð fyrir aukna framleiðslu á hverri
jörð, ]i. e. kvótakerfi. Þetta gildi einnig um fram-
lciðslu ríkisbúa og þeirra, sem framleiða búvörun
utan lögbýla.
í þessum tillögum kom fram, að bændur gerðu ekki
eingöngu kröfur til rikisins, heldur óskuðu eftir að
leysa vandann með löggjöf þannig, að lueði bændur og
þjóðarheildin kæmust sem léttast frá vandamálunum
í nútið og framtíð.
Þessu í'ögnuðu sumir bændur, en aðrir ekki. Kröfu-
inenn í bændastétt settu sig algjörlega á móti því, að
bændur tækju á sig á nokkurn hátt að leysa vandann,
hvorki fjárhagslega né félagslega. Þeir vissu, að aðrir
atvinnuvegir eiga lika í erfiðleikum, bæði sjávarútveg-
ur, einkum frystihúsin, og iðnaðurinn, a. m. k. sá hluti
hans, sem reynir að framlciða lil útflutnings, og þessir
atvinnuvegir myndu gera kröfur til ríkisvaldsins um
gengisbreytingu eða cillhvað annað til hagræðingar og
ekki myndu launþegar vilja neitt á sig lcggja. Þótt ég
sé ckki sammála þessum kröfumönnum í bændastétl,
þá lái þeim hver sem vill. Ég geri það ekki, þótt ég
tclji, að bændur sem grundvallarstétt þessa þjóðfélags
verði að sýna meiri þegnskap og félagsþroska en aðrar
stéttir, til þess að vísa veginn til farsællar lausnar
vandamálanna, eins og þeir bafa ávallt gert.
Aukafundur Stéttarsambands bænda, sem haldinn
var 30. nóvember s. I., tók viturlega ó málum á margan
liátt, gerði ýmsar kröfur á hendur ríkissjóði um aukin