Búnaðarrit - 01.01.1978, Page 308
292
BÚNAÐAli I! IT
verðlauna hrúta 3.3% lakari, sjá töflu 3. Hrútarnir
voru þyngstir í Skútustaðahreppi, en léttastir í Ljósa-
vatnshreppi, sjá töflu 1. Fyrstu verðlaun hlutu 315
eða 52.6% sýndra hrúta, 230 fullorðnir, sem vógu
104.7 kg, og 85 veturgamlir, er vógu 86.9 kg til jafn-
aðar. Sauðfjársæðingar hafa verið notaðar í auknum
niæli í héraðinu undanfarin ár, og var greinilegt, hvað
veturgönilu hrútana varðar, að þar hafði ekki verið við-
haft jafn strangt ásetningsúrval sæðishrúta og var, ef
um heimastofn var að ræða. Það er mannlegt að leið-
ast út í að reyna það, sem mikið er fyrir haft, og i
vissum tilfellum má ná inn ákveðnum eiginleikum,
sem skortir í hjörðina, þótt einstaklingurinn sé ckki
að öllu fágaður. En varast ber að lenda ekki í ógöng-
um og kunna að setja endamörk.
Hálshreppiir. Þar var sýndur 91 hrútur, 55 fullorðn-
ir og 36 veturgamlir. Sumir eldri hrútar voru nokkuð
grófbyggðir og of margir gallaðir á ull. Yngri hrútar
voru til muna fínbyggðari og vænlegri til undaneldis.
Veturgamlir hrútar voru tæplega nógu fylltir og þrosk-
aðir, cn greinilega voru synir sæðisgjafa hezt vöðvaðir.
Af tvævetrum hrútum voru beztir Angi Þorsteins i
Skógum, Kvistur á Hróastöðum, háðir synir Anga
68-875 frá Hesli, og Randi Daviðs í Hrísgerði, ættaður
frá Vatnsleysu. Stapi Klettsson 72-87(1 á Hróastöðum,
Bolli Angason Hermanns á Sigriðarslöðum og Dalur
Dalsson 68-834 Svavars á Birningsstöðum voru dæmd-
ir beztir af veturgömlum. Garði 5 vetra Þórhalls á
Kambsslöðum stendur enn vel fyrir sínu. Sýningin var
ágætlega sótt og mikili áhugi meðal sýningargesta,
sem m. a. kom vel í ljós í umræðum við sameiginlega
kaffidryk kj u.
Ljósavatnshreppur. Þar voru sýndir 65 hrútar, 39
lullorðnir og 26 veturgamlir. Báðir aldursflokkar voru
léttari en jafnaldrar þeirra í öðrum hreppum sýslunn-