Búnaðarrit - 01.01.1978, Page 374
:S58
BÚNAÐARRIT
laun og var þar 17.—18. í röð mcð 80.5 stig, Hámi,
Kubbur, Hnokki og Gcisli hlutu I. verðlaun A og Gassi,
cr mælti sem 2. vara hrútur hlaut I. verðlaun B. Spak-
ur og Klaustri voru báðir valdir til þátttöku á héraðs-
sýningu, en inættu ekki, en vara hrútar voru Smári,
Gassi og Snær. Vopnfirðingar mættu að skaðlausu
smækka hrúta sína, og velja unifram allt lágfættari
og þéttbyggðari hrúta til framræktunar.
Jökuldnlshreppur. Þar voru sýndir aðeins 37 hrútar,
2(5 fullorðnir og 11 veturganilir. Þeir fyrrnefndu vógu
101.(5 kg, en þeir síðarnefndu 81.4 kg, og voru því
báðir aldursflokkar meðal þeirra jiyngstu í sýslunni.
Fyrstu verðlaun hlutu alls 25 hrútar eða (57.(5%, sem
er bezta hlutfall sýndra hrúta i sýslunni. Beztu vetur-
gömlu hrútarnir voru þeir Landi á Eiríksstöðum og
Skúti á Hákonarstöðum. Landi er samanrekin holda-
kind, útlögumikill og fótstuttur, en Slcúti er jal'n-
byggður og lágfættur. Á héraðssýningunni hlaut Landi
85.0 stig og var 6.—7. í röð heiðursverðlauna hrúta, en
Skúti hlaut I. verðhum B á sömu sýningu. Prúður Þor-
steins á Skjöldólfsstöðum stóð efstur af tvævetrum
hrútum. Hann er rígvænn og virkjnmikill. Þeir Otur,
Bjartur, Geitir og Boði á Eiríksstöðum og Rebbi á
Hákonarstöðum, stóðu efstir af 3ja vetra og eldri
hrútum. Otur er frábært metfé, hvað varðar byggingar-
lag og holdafar, en þeir Bjarlur og Geitir, sem báðir
eru frú Geitagerði, eru báðir útmetnar vænleika og
holdakindur. Á leiðinni til héraðssýningarinnar skeði
það slys, að Bjartur Sigurjóns á Eiríksstöðum dó í
flutningunum. Bjartur hefði án cfa verið meðal efstu
hrúta á þeirri sýningu. Þrátt fyrir hrútsmissinn átti
Sigurjón þrjá heiðursverðlauna hrúta, þá Otur, sem
stóð efstur á sýningunni með 88.5 stig, Geitir, sem var
(5.—7. með 85.0 stig, og Landa, sem áður er getið. Rebbi